• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Afmælisráðstefnan tókst vel - kærar þakkir til allra þátttakenda

Heimsmarkmið SÞ rædd en þau munu hafa mikil áhrif á þróun heims til 2030Í tilefni 70 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna héldum við í samstarfi við Íslensku UNESCO nefndina, mennta- og menningarmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið afmælisráðstefnu í gær eins og þið hafið tekið eftir á síðum félagsins. Margt var um góða gesti sem ræddu um samtökin í fortíð, nútíð og framtíð. Farið var yfir þátttöku Íslands á sviði samtakanna undanfarin sjötíu ár og árangur Íslands skoðaður í gegnum árin.

Fjölmargir Íslendingar hafa starfað á vettvangi SÞ í gegnum tíðina, bæði á vegum utanríkisráðuneytisins eða hjá þeim fjölmörgu stofnunum sem undir samtökin heyra. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, opnaði ráðstefnuna og fór yfir nokkur þau atriði sem hafa staðið Íslendingum nærri í samstarfinu innan SÞ, eins og hafréttarmálin og Rakarastofuráðstefnan en jafnréttismál hafa verið einskonar rauður þráður í málflutningi Íslands hjá samtökunum.

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fyrrum fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, fór yfir það hvernig smáríki eins og Ísland getur látið til sín taka á því stóra alþjóðasviði sem SÞ eru. Hún fór yfir nýleg dæmi um árangur fastanefndar Íslands hjá SÞ í New York og lagði áherslu á að samstarf Íslands við önnur ríki á sviði SÞ væri afar mikilvægt í alþjóðsamskiptum og góð tengsl gerðu gæfumuninn þegar virkilega er sóst eftir að ná málefnum í gegn.

Heimurinn enn betri eftir 70 ár

Örerindi voru haldin um SÞ frá ýmsum sjónarhornum, þar sem spurt var hvort SÞ hefðu á undanförnum 70 árum virkilega mótað betri heim. Þátttakendur voru almennt sammála um að heimurinn væri betri í dag en fyrir sjötíu árum, en voru einnig vissir um að næstu stjötíu verði enn betri.

Skilaboð frá ungu fólki voru þau að þó svo þau viti af samtökunum fái þau litla kennslu um þau í skólanum. Þau geri sér þó grein fyrir að þar sé unnið mikið og gott starf um allan heim. Á næstu vikum munu þær Urður Helga og Lilja Hrund, tvær 16 ára stelpur úr MR og Versló, gefa út vikuleg myndbönd um 17 ný heimsmarkmið SÞ til að vekja athygli á mikilvægi markmiðanna og þátttöku ungs fólks í starfi SÞ.

Íslendingar sem hafa starfað hjá SÞ fá þakkir

Sýnt var myndband með innslögum nokkurra Íslendingar sem starfa fyrir samtökin erlendis. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra sem og ráðherra UNESCO mála hér á landi sagði ómetanlegt verk unnið af Íslendingum út um heim allan innan Sameinuðu þjóðanna og þakkaði þeim fyrir vel unnin störf.

UNESCO komið til landsins – tungumálið okkar mikilvægasti menningararfur

Dr. Sveinn Einarsson, leikstjóri og fyrrum stjórnarmaður í UNESCO fór yfir þátttöku Íslands á sviði UNESCO í gegnum árin. Frú Vigdís Finnbogadóttir tók þar við og sagðist ánægð og þakklát fyrir að hafa verið gerð að velgjörðarsendiherra UNESCO fyrir tungumál á sínum tíma enda mikil talskona þess menningararfs. Hún hafi fundið fyrir miklum heiðri þegar Háskóli Íslands kom með þá tillögu að kenna stofnun erlendra tungumála við nafn hennar. Vigdísarstofnunin hefur starfað fá árinu 2013 undir formerkjum UNESCO og tók Frú Vigdís það fram að það hefði verið góð tilfinning að koma með UNESCO heim.

Fimm ára nemendur Landakotsskóla sungu á frönsku

Vigdísarstofnun er UNESCO viðurkennd - Frú Vigdís Finnbogadóttir og Dr. Sveinn Einarsson hlusta á 5 ára nemendur Landakotsskóla syngja á frönskuFimm ára nemendur Landakotsskóla heilluðu alla viðstadda þegar þau komu gangandi inn í salinn í hrekkjarvökubúningum syngjandi á frönsku. Landakotsskóli tekur þátt í UNESCO skólaverkefni Félags Sameinuðu þjóðanna en markmið þess er að efla kennslu um málefni SÞ í skólum. Landakotsskóli opnaði í haust alþjóðadeild og er með öfluga tungumálakennslu allt frá fimm ára aldri. Nemendur í sjöunda bekk skólans spiluðu einnig lag úr frönsku myndinni Amélie.

Myndir frá viðburðinum má nálgast hér.

 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook