
-
Eva Harðardóttir nýr stjórnarformaður félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Aðalfundur félagsins fór fram í gær 31.maí þar sem Eva Harðardóttir var kosinn nýr formaður. Kosið var í nýja stjórn félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (United Nations Association of Iceland) á aðalfundi þann 31. maí, og kom ársskýrsla út sama dag. Aðalfundurinn var haldinn í nýja húsnæði félagsins að Sigtúni 42, en kosið er til stjórnar á tveggja ára fresti. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur og alþingismaður lét af störfum sem stjórnarformaður eftir tveggja ára setu og fjögur ár í stjórn,en auk hennar létu Svava Jónsdóttir, Sveinn H. Guðmarsson, Böðvar Ragnarsson, Sigurður Ingi Sigurpálsson og Sólveig Þorvaldsdóttir einnig af stjórnarsetu. Eva […]
-
Ársskýrsla félagsins er komin út
Ársskýrsla félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er nú komin út. Ársskýrslan verður kynnt ásamt ársreikningi á morgun, á aðalfundi félagsins kl. 17:00 í Sigtúni 42.
-
UNFPA veitir barnshafandi konum lífsnauðsynlega aðstoð í Lýðveldinu Kongó
„Við heyrðum skothvelli og flúðum. Á þeim tíma var ég komin sjö mánuði á leið“ sagði Tantine, 30 ára fimm barna móðir frá Rusayo, í Norður-Kivu héraði, Lýðveldinu Kongó. Þegar hópar vopnaðra manna réðust á þorpið hennar lagði hún á flótta með fjölskyldu sinni og leitaði skjóls í búðum fyrir fólk sem er á flótta vegna átakanna í Lýðveldinu Kongó. Tantine og fjölskylda hennar bjuggu í bráðabirgðatjöldum með um 113.000 öðrum sem voru einnig á flótta. Þetta er þó aðeins brot af þeim sem hafa flúið vegna óöruggs ástands og ofbeldis sem hefur geisað í héraðinu síðan […]
-
„Heimsmarkmiðin“ og ég í Háskóla unga fólksins í sumar
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stendur fyrir námskeiðinu “Heimsmarkmiðin og ég” í Háskóla unga fólksins í sumar og hvetjum við öll hugvitssöm og snjöll ungmenni til að skrá sig. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Kristrún María Heiðberg, kennari og verkefnastjóri UNESCO-skóla munu leiða námskeiðið. Skólinn stendur yfir dagana 12.-16. júní og er opinn öllum ungmennum á aldrinum 12-14 ára. Árgangar 2009, 2010 og 2011 geta skráð sig, þ.e. nemendur í 6. – 8. bekk. Opnað verður fyrir skráningu í Háskóla unga fólksins í dag kl. 𝟏𝟓:𝟎𝟎. Háskóli unga fólksins hefur fyllst fljótt eftir að opnað […]
-
Aðalfundur félags Sameinuðu þjóðanna
Aðalfundur félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 31. maí 2023, kl. 17:00 í nýjum heimkynnum þess að Sigtúni 42. Dagskrá fundarins er: Kosning fundarstjóra og ritara. Framkvæmdastjóri fjallar um verkefni, viðburði og rekstur félagsins þess á síðustu tveimur starfsárum. Rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir starfsárin 2021 og 2022 verða kynntir af framkvæmdastjóra. Lausn stjórnar og annarra ábyrgða. Kynning á frambjóðendum til stjórnar. Kjör nýrrar stjórnar, formanns og varaformanns. Kjör á endurskoðanda. Ákvörðun um breytingar á lögum félagsins. Ávarp nýkjörins formanns. Önnur mál: umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni og tillögur sem löglega eru upp bornar. Félagar í félagi Sameinuðu þjóðanna á […]
-
UNFF18 fer fram í New York dagana 8.-12. maí
Dagana 8. til 12. maí fer UNFF18 (UN Forum on Forest) fram í New York í átjánda skipti. UNFF er stefnumarkandi fundur háttsettra fulltrúa samstarfsríkja og er tilgangurinn að innleiða samninga er tengjast skógum, efla sameiginlegan skilning á sjálfbærri nýtingu skóga, hafa eftirlit með pólitískum skuldbindingum og fylgja þeim eftir. Á fundinum verður sérstaklega farið yfir framkvæmd áætlunar Sameinuðu þjóðanna um skóga 2017-2030, en aðaláherslan verður á að vekja athygli á hvernig verndum skóga er mannfólki til hagsbóta, stækkun svæða verndaðra skóga, hvernig virkja megi auðlindir og efla vísindasamstarf. → Skógar þekja 31% alls lands á jörðinni og gleypa […]
-
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fagnar 75 árum í dag, 8. maí 2023
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fagnar 75 árum í dag! Í 75 ár hefur félagið vakið athygli á starfsemi Sameinuðu þjóðanna um allan heim. Ótal manns gefið vinnuframlag sitt með sjálfboðavinnu en einnig hafa ótal starfsnemar og starfsfólk í gegnum tíðina unnið heilshugar í þágu málefna Sameinuðu þjóðanna. Verkefnin hafa verið margskonar og fer þeim sífellt fjölgandi. Öll hafa þau það að markmiði að auka þekkingu á starfsemi Sameinuðu þjóðanna, mikilvægi alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og að efla fræðslu og samtal um málefni þeim tengdum. Í tilefni dagsins deilir félagið ýmsum fréttaumfjöllunum í gegnum árin! Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi […]
-
Þriðjungur allra barnahjónabanda í heiminum á sér stað á Indlandi
Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er áætlað er að um 640 milljónir stúlkna og kvenna sem eru á lífi í dag hafi gifst barnungar. Næstum því helmingur allra barnahjónabanda, eða um 45 prósent, á sér stað í Suður-Asíu, 20 prósent í Afríku sunnan Sahara, 15 prósent í Austur-Asíu og Kyrrahafssvæðinu, en þar á eftir eru Suður-Ameríka og Karabíahafið með 9 prósent. Þriðjungur barnahjónabanda á sér stað á Indlandi. Hlutfall barnahjónabanda sem eiga sér stað á Indlandi einu og sér, jafnast á við fjölda barnahjónabanda sem eiga sér stað í 10 öðrum löndum sem mynda næsta þriðjung. Síðasti […]
-
Skelfileg átök í Súdan valda miklum fólksflótta innan- og utanlands
Átökin í Súdan eru á milli súdanska hersins og RSF-uppreisnarhersins og snúast átökin í grófum dráttum um að ná mikilvægum innviðum á sitt vald. RFS-herinn samanstendur af vígasveitum sem mynduðust í stríði sem braust út í Darfur árið 2003, og hefur herinn oft gerst uppvís um ýmis mannréttindabrot. Síðastliðinn laugardag vöknuðu íbúar Khartoum við sprengjur og byssuskot. Á upphafsdegi átakanna létu þrír starfsmenn World Food Programme (Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna) lífið, og eru tveir aðrir starfsmenn særðir. Sömuleiðis urðu miklar skemmdir á flugvél UNHAS (UN Humanitarian Air Service) á alþjóðaflugvellinum í Khartoum sem skerti getu WFP til að flytja mannúðarstarfsfólk á […]
-
Rammasamningur við Utanríkisráðuneytið undirritaður þann 13. apríl.
Nýr rammasamningur utanríkisráðuneytisins við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi var undirritaður þann 13. apríl síðastliðinn af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og Völu Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóra félagsins. Um er að ræða samning sem gerður er til þriggja ára, á tímabilinu 2023-2025. Á sama tíma og Félag SÞ skrifaði undir sinn samning voru rammasamningar undirritaðir við UNICEF og UN Women á Íslandi. Rammasamningar af þessu tagi skipta sköpum fyrir samtökin sem öll sinna veigamiklu kynningarstarfi á Íslandi um málefni SÞ, kynningu og fræðslu á heimsmarkmiðum SÞ og alþjóðalega þróunarsamvinnu. „Það er afar ánægjulegt að sjá það traust sem stjórnvöld bera til […]