Síðustu fréttir og greinar

„Nú er tíminn til að fjármagna framtíðina og breyta um stefnu“ sagði António Guterres í Sevilla

Sevilla, 30. júní 2025. „Við erum hér í Sevilla til að breyta um stefnu,“ sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í opnunarræðu sinni á fjórðu ráðstefnunni um fjármögnun þróunar (FFD4). Þar kallaði hann eftir metnaðarfullum aðgerðum til að loka gríðarlegu fjármögnunarbili upp á 4 billjónir dollara sem stendur í vegi fyrir heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. […]


Védís Sigrúnardóttir Ólafsdóttir leiðir kynningu- og fræðslu hjá FSÞ á 80 ára afmæli SÞ

Félag Sameinuðu þjóðanna býður Védísi Sigrúnardóttur Ólafsdóttur hjartanlega velkomna til starfa sem verkefnastjóra kynningar- og fræðslumála fyrir verkefnið UN80. Védís hóf störf hjá FSÞ í byrjun júní og kemur til liðs við félagið með víðtæka þekkingu og reynslu úr kynningar- og fræðslustarfi, þróunarsamvinnu og mannúðarmálum, bæði á Íslandi og erlendis. Starfið var auglýst á Alfreð […]


UN80: Umbótaátak Sameinuðu þjóðanna fyrir áskoranir 21. aldarinnar

Í mars 2025 kynnti António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, umfangsmikið umbótaátak undir heitinu UN80 Initiative, sem miðar að því að styrkja hlutverk stofnunarinnar í síbreytilegum heimi. Átakið markar 80 ára afmæli SÞ með framtíðarsýn að leiðarljósi og leggur áherslu á að gera stofnunina skilvirkari, sjálfbærari og betur í stakk búna til að takast á við […]


Ný stjórn Félags Sameinuðu þjóðanna

Þann 28. maí s.l. fór fram ársfundur félagsins og var fráfarandi stjórn formlega leyst af störfum og ný stjórn kosin í hennar stað. Fundurinn var haldinn í Mannréttindahúsinu þar sem félagið er með skrifstofu. Það dró til tíðinda á fundinum, því fréttamaðurinn ástsæli Bogi Ágústson, var viðurkenndur sem fyrsti heiðursfélagi félags Sþ. Á fundinum tíunduðu […]


Bogi Ágústsson útnefndur fyrsti heiðursfélagi Félags Sameinuðu þjóðanna

Á aðalfundi Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þann 28. maí sl. var Bogi Ágústsson útnefndur fyrsti heiðursfélagi félagsins. Útnefningin er þakklætisvottur fyrir einstakt og langtímastarf Boga bæði innan félagsins og í opinberri umræðu um alþjóðamál á Íslandi. Bogi hefur verið félaginu ómetanlegur styrkur í gegnum árin. Hann gegndi starfi framkvæmdastjóra félagsins frá árinu 1977 til […]


Ársskýrsla 2024 komin út

Ársskýrsla ásamt ársreikningi 2024 frá Félagi Sameinuðu þjóðanna er komin út. Hægt er að nálgast hana hér:


Spennandi námskeið fyrir kennara

Að vekja ungt fólk til hnattrænnar vitundar: Heimsmarkmiðin og Sameinuðu þjóðirnar er námskeið fyrir kennara á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Námskeiðið er opið öllum en kennarar í UNESCO-skólum hljóta forgang, ef aðsókn er mikil. Námskeiðið verður haldið föstudaginn 13. ágúst, á milli 13-16, í Laugarnesskóla. Á námskeiðinu, sem ætlað er fyrir kennara og […]


UNESCO-skóla vinnustofa á Suðurnesjum

Þann 13. maí 2025 var haldin vinnustofa um UNESCO-skóla í samstarfi við Suðurnesjavettvanginn og Reykjanes Jarðvang. Markmið vinnustofunnar var að efla samvinnu, þekkingu og sýn á UNESCO-skólastarf, með það að leiðarljósi að undirbúa skóla á Suðurnesjum fyrir umsóknarferli og þátttöku í skólanetinu. Vinnustofan var haldin í tengslum við  metnaðarfullt verkefni þar sem Suðurnesjavettvangur ásamt Reykjanes Jarðvangi (UNESCO Global […]


Heimsins stærsta kennslustund í Laugarnesskóla

Þann 25. apríl síðastliðinn fór Heimsins stærsta kennslustund fram í Laugarnesskóla við góðar undirtektir. Um það bil 100 börn úr 6. bekk tóku þátt í viðburðinum sem Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stóð fyrir í samstarfi við skólann og barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Heimsins Stærsta kennslustund (Worlds Largest Lesson) er samstarfsverkefni UNESCO og […]


Vika 17: Heimsmarkmiðin í brennidepli á bókasöfnum víðsvegar um landið

Dagana 21.–27. apríl verður haldin Vika 17, vitundarvakningarátak um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á bókasöfnum víðsvegar um landið. Verkefnið er að danskri fyrirmynd og var fyrst prófað hér á landi af Amtsbókasafninu á Akureyri árið 2024 sem hefur leitt þetta og fengið fleiri bókasöfn með. Í ár hefur þátttakan margfaldast og er búist við að yfir […]