
-
„Mannkynið skautar á þunnum ís, og ísinn er að bráðna ansi hratt”
Samkvæmt nýjustu skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem kom út 20.mars eru fjölmargar skilvirkar og framkvæmanlegar lausnir til, sem geta dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og hjálpað okkur að aðlagast loftslagsbreytingum. „Mannkynið skautar á þunnum ís, og ísinn er að bráðna ansi hratt. Líkt og skýrslan (Loftslagsnefndar SÞ (IPCC)) greinir frá, er mannkynið ábyrgt fyrir nánast allri hnattrænni hlýnun á síðastliðnum 200 árum”, sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna um útgáfu skýrslunnar. Skaðleg áhrif loftslagsbreytinga bitna hvað mest á viðkvæmustu og fátækustu þjóðum heims. Hitastig jarðar hefur þegar hækkað um 1,1 gráðu á Celsíus frá því sem var fyrir iðnbyltingu. Hækkun […]
-
Flóttafólk frá Suður-Súdan kallar eftir friði
Fólk á flótta innan og frá Suður-Súdan vegna langvinnra átaka, og vegna vandamála tengdum loftslagskreppunni, kalla eftir friði. Sawibu Rashidi og Jokino Othong Odok flúðu báðir heimili sín í Suður-Súdan í leit að öryggi. Það er áratugur frá því að átökin í heimalandi þeirra hófust, og að snúa aftur í örugga heimahaga er fjarstæður draumur, bæði fyrir Sawibu, sem flúði til nágranna Lýðveldisins Kongó, og fyrir Jokino sem leitaði skjóls á verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan. Þeir eru ekki þeir einu sem eru í nákvæmlega þessari stöðu. Flóttamannakrísan í Suður-Súdan er ein sú mesta í Afríku, en 2,3 milljónir […]
-
Sögulegt samkomulag um alþjóðlega verndun lífríkis sjávar
António Guterres heillaði aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og sagði að um sannkölluð tímamót sé að ræða. Eftir nærri tvo áratugi af samningaviðræðum náðu aðildaríki SÞ að ljúka við sáttmála sem tryggir verndun hafsins og sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins á svæðum utan landhelgi ríkja. Guterres segir að Hafsáttmálinn muni skipta sköpum þegar kemur að því að taka á hinni þreföldu kreppu sem plánetan stendur frammi fyrir vegna; loftslagsbreytinga, tapi á líffræðilegum fjölbreytileika og mengunar. Samkvæmt hafsáttmálanum verða 30% heimshafa vernduð, auk þesss sem sett verður meira fjármagn í verndun sjávar. Sáttmálinn sem fulltrúar milliríkjaráðstefnunnar um líffræðilegan fjölbreytileika sjávar á svæðum handan landhelgi (Intergovernmental […]
-
Mennta- og barnamálaráðherra afhent verkefni úr Heimsins stærstu kennslustund
Tvö ungmenni frá Ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, þau Íris Sævarsdóttir og Þröstur Flóki Klemensson, áttu fund með Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, í dag 3. mars og afhentu honum verkefni nemenda sem unnin voru í Heimsins stærstu kennslustund 6. des. 2022. Heimsins stærsta kennslustund (e. World Largest Lesson) er árlegt átak sem snýr að kennslu á heimsmarkmiðunum og er styrkt af UNESCO. Markmiðið er að efla vitund nemenda og hvetja þá til aðgerða er kemur að sjálfbærri þróun og heimsmarkmiðunum. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á loftslagsmál og hvernig ungt fólk getur lagt sitt af mörkum til að […]
-
Utanríkisráðherra laggði áherslu á varðstöðu um lýðræði, frelsi og mannréttindi er hún ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf á mánudaginn
Við upphaf 52. lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna s.l. mánudag, ávarpaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mannréttindaráðið. Auk þess tók ráðherra þátt í mannúðarráðstefnu um Jemen og flutti ræðu fyrir hönd Norðurlanda á viðburði til stuðnings Úkraínu. Í stefnuræðu Íslands um alþjóðleg mannréttindamál fordæmdi hún harðlega innrás Rússlands í Úkraínu og minnti á skelfilegar afleiðingar stríðsins sem hefðu víðtæk áhrif á mannréttindi víða. „Með innrásinni er vegið að kjarna stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðakerfinu sem grundvallast á virðingu fyrir alþjóðalögum. Markmið hennar er að grafa undan grundvallarmannréttindum sem öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa skuldbundið sig til að verja“. Þórdís Kolbrún tók […]
-
Unnur Lárusdóttir nýr ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda
Unnur Lárusdóttir fulltrúi SÍNE (Sambands íslenskra námsmanna erlendis) var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda, á Sambandsþingi LUF (Landssambands ungmennafélaga) sem haldið var s.l. laugardag á Háskólatorgi. Sex voru í framboði, en næstflest atkvæði hlaut Sólveig Ástudóttir Daðadóttir, fulltrúi Q-félags hinsegin stúdenta, og mun hún því starfa sem varafulltrúi. Kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda mun sitja í alþjóðaráði LUF sem er samráðsvettvangur aðildarfélaga er varðar alþjóðlegt starf. Ungmennafulltrúinn skipar einnig sæti í sendinefnd LUF hjá SÞ, en sendinefndin starfar sem vinnuhópur, ráðgjafaráð, upplýsingaveita og brú á milli LUF, Félags SÞ á Íslandi og sendandi ráðuneyta. Unnur […]
-
“Loftslagsbreytingar og átök valda gríðarlegri mannúðarþörf”
Kjartan Atli Óskarsson starfar sem aðstoðar verndarfulltrúi (e. Associate Protection Officer) hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNHCR) í Juba, í Suður Súdan. Kjartan er uppalinn á Akureyri og hefur menntað sig í bæði stjórnmálafræði og sagnfræði. Kjartan Atli sótti um ungliðastöðu JPO (Junior Professional Officer Programme) í gegnum Utanríkisráðuneytið. Staðan er styrkt af ráðuneytinu en um ræðir sérfræðistörf sem ungum Íslendingum bjóðast á vegum Sameinuðu þjóðanna víða um veröld, svokallaðar. Um þessar mundir eru sex Íslendingar í slíkum störfum í Líbanon, Suður Súdan, Kenía, Simbabve, Malaví og Sierra Leone. Kjartan hefur starfað hjá UNHCR í eitt ár eða frá því í […]
-
Hópur íslenskra sérfræðinga í aðgerðastjórnun í rústabjörgun á hamfærasvæðum lentur á Tyrklandi
Hópur íslenskra sérfræðinga í aðgerðastjórnun í rústabjörgun á hamfærasvæðum flaug til Tyrklands í gærkvöldi og lenti þar um kl 4 í nótt að íslenskum tíma. Upphaflega átti flugvél Landhelgisgæslunnar að fljúga með hópinn í gærdag, en vegna veðurs þurfti að fresta fluginu til næsta dags. En þar sem hver mínúta skiptir máli í hamförum sem þessum, var samið við Icelandair um að flytja hópinn til Tyrklands eins fljótt og hægt er, í gærkvöldi. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sent út neyðarkall eftir aðstoð, og hafa viðbragðskerfi Sameinuðu þjóðanna og Atlandshafsbandalagsins gegnt mikilvægum þætti í að koma hjálparbeiðnum áleiðis. Íslensk […]
-
UNHCR lýsir yfir þakklæti vegna auka framlags Íslands til UNHCR árið 2022
Árið 2022 lagði Ísland fram tvöfalt hærra fjárframlag til UNHCR (Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna) og er það stærsta fjárframlag sem Ísland hefur nokkru sinni lagt til UNHCR. Framlag Íslands var 4,2 milljónir bandaríkjadala sem eru um 600 milljónir íslenskra króna. Af framlaginu voru um 1,5 milljónir bandaríkjadala svokallað óeyrnamerkt fjármagn, og er það þreföldun á slíku framlagi frá fyrra ári. „Þökk sé þessum fjármunum getum við aðstoðað flóttafólk, ekki aðeins við að finna öryggi, heldur einnig til að geta endurbyggt líf sitt með því að tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og lífsviðurværi. Sem lítið land er alþjóðleg þátttaka Íslands í flóttamannavernd […]
-
Isabel Alejandra Díaz nýr ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mennta, vísinda og menningar
Á fjórða fundi Leiðtogaráðs Landssambands ungmennafélaga (LUF) þann 24. janúar var Isabel Alejandra Díaz kosin ungmennafulltrúi Íslands á vegum Sameinuðu Þjóðanna, á sviði mennta, vísinda og menningar. Næst flestu atkvæðin hlaut Benedikt Bjarnason, fulltrúi Ung norræn, og mun hann starfa sem varafulltrúi. Þetta er í fyrsta skipti kosið er á lýðræðislegan hátt í stöðu ungmennafulltrúa á sviði mennta, vísinda og menningar. Isabel býr yfir nokkurri reynslu á sviðinu, en hún hefur setiðí háskólaráði HÍ, Röskvu, auk þess að hafa verið kjörin forseti Stúdentaráðs HÍ. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri Tungumálatöfra og setið í ýnmsum hópum á sviði mennta-, menningar- […]