„Nú er tíminn til að fjármagna framtíðina og breyta um stefnu“ sagði António Guterres í Sevilla
Sevilla, 30. júní 2025. „Við erum hér í Sevilla til að breyta um stefnu,“ sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í opnunarræðu sinni á fjórðu ráðstefnunni um fjármögnun þróunar (FFD4). Þar kallaði hann eftir metnaðarfullum aðgerðum til að loka gríðarlegu fjármögnunarbili upp á 4 billjónir dollara sem stendur í vegi fyrir heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. […]