Bindum enda á fátækt og hungur

Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

Sagan hófst löngu áður en þú fæddist og hún mun halda áfram lengi eftir þinn dag.
Staðan er sú að sagan er ennþá þín að móta – þetta er saga mannkynsins og jarðarinnar sem við búum á.

Auglýsingarskrifstofan HUMAN fékk það hlutverk að búa til sjö stuttmyndir fyrir
Sameinu þjóðirnar og voru þær frumsýndar á leiðtogafundinum í New York 24 september síðast liðinn, þar sem hin nýju markmið um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Stuttmyndirnar varpa sýn á framtíð mannkynsins og hvetja til breytingar á stefnu í þróunarmálum.