Ungt fólk og friður

Þann 9. desember 2015 samþykkti Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna ályktun 2250 um ungt fólk, frið og öryggi og var það í fyrsta skipti í sögu þess þar sem hlutverk ungra manna og kvenna í uppbyggingu friðar og baráttu gegn ofstækisfullum öfgaöflum voru í algjörum brennidepli.

Nærri því helmingur fólks í heiminum er undir 25 ára aldri. Ályktun 2250, sem flutt var fram af Jórdaníu, er fordæmalaus viðurkenning á þeirri brýnu þörf til þess að fá unga friðaruppbyggjendur til að taka þátt í að stuðla að friði og vinna gegn öfgastefnum. Ályktunin er talin vera sú fyrsta sinnar gerðar sem tekur til ungmenna, friðar og öryggis og er því tímamótaskjal, áþekkt ályktun 1325 um konur, frið og öryggi sem samþykkt var fyrir um 15 árum. Á bakvið ályktunina liggur margra ára vinna og stefnumótun sem telur meðal annars Amman yfirlýsingunna sem samþykkt var í ágúst 2015 og var afrakstur fyrsta alþjóðlega almenna umræðufundarinns um ungt fólk, frið og öryggi sem um 10.000 ungir friðaruppbyggjendur tóku þátt í.

Ályktunin hvetur til friðaruppbyggingar og málamiðlanna til að fyrirbyggja átök svo byggja megi upp friðsæl samfélög og renna stoðum undir lýðræðislega stjórnunarhætti sem nái til allra. Til þess setur ályktunin fram ramma um hvernig megi efla þáttöku ungs fólks, sem skilgreint er sem manneskjur á aldrinum 18 til 29 ára, í gegnum fimm meginstoðir; þáttöku, verndun, hindrun, félagsskap og svo lausnar (úr átökum) og endur-samþættingu.

Talið er að um 600 milljónir ungs fólks lifi í aðstæðum sem einkennast af átökum og óstöðugleika og standi auk þess frammi fyrir auknum umsvifum róttækra öfgaafla á meðal ungra kvenna og karlmanna. Með því að leggja áherslu á möguleika ungs fólks til þess að vera virkir mótendur í friðarferlum er einnig verið að fyrirbyggja að það verði öfgaöflum að bráð. Öryggisráðið samþykkti ályktun 2250 meðal annars út frá því að viðurkenna þá ógn sem stöðugleika og þróun stafar af því að ungt fólk gerist róttækt og leiti til öfgahópa, og hvatti þannig aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að íhuga leiðir sem hægt væri að fara til þess að gefa ungu fólki aukna rödd í ákvörðunartöku á staðar-, lands-, svæðis- og alþjóðavísu. Í gegnum einróma samþykki ályktunar 2250 hvatti ráðið einnig aðildarríki til þess að íhuga það að setja upp gangverk sem gerði ungu fólki kleift að eiga þýðingarmikinn þátt í friðarferlum og úrlausnum deilumála.

Sendifulltrúi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um ungt fólk, Ahmad Alhendawi, hafði þetta að segja um samþykktina:

Þetta er meiriháttar tímamótaskref í okkar sameiginlegu viðleitni til þess að breyta hinni ríkjandi neikvæðu orðræðu í kringum ungt fólk og koma auga á það þýðingarmikla hlutverk sem ungt fólk gegnir í friðaruppbyggingu. Ungu fólk hefur allt of lengi verið vísað frá, annaðhvort sem brotamönnum eða sem fórnarlömbum. Með þessari ályktun viðurkennir Öryggisráðið hið mikilvæga framlag sem ungt fólk hefur fram að færa í að berjast gegn ofbeldisfullum öfgastefnum og styðja við uppbyggingu friðar á heimsvísu.

Ályktun 2250 er í takt við þá áherslu sem lögð hefur verið á að styrkja stöðu ungs fólks á öllum stigum samfélagsins. Eins og birtist til dæmis í stefnuáætlun þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) um ungt fólk 2014-2017, en hún snýst um að fá ungt fólk til þáttöku sem jákvætt afl til umbreytinga þar sem útkoman á að vera þríþætt; að ungmenni hafi efnahagslegt umboð, séu þáttakendur í opinberu lífi, pólitískum ferlum og stofnunum og að ungt fólk séu fulltrúar þess að samfélög síni þrautseigju. Með þessum og fleiri leiðbeinandi markmiðum og aðferðum vill UNDP styðja við valdeflingu ungs fólks sem meiriháttar framlagsveitendum í sjálfbærri þróun.

Ályktun 2250 má nálgast hér.

Samantekt um fund og samþykkt 2250 á fundi Öryggisráðs SÞ

Stefnuáætlun UNDP um ungt fólk má nálgast hér