Úttekt SÞ á mannréttindamálum á Íslandi

Fram kemur á vefsíðu innanríkisráðuneytisins í dag að á þessu ári standi yfir önnur úttekt á stöðu mannréttindamála hér á landi. Fyrsta úttektin fór fram árið 2008 þegar Sameinuðu þjóðirnar hófu almenna úttekt á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum (Universal Periodical Review, UPR). Tilgangur úttektarferlisins er bæði að varpa ljósi á það sem vel er gert í mannréttindamálum og benda á atriði sem ríki telja að betur megi fara í framkvæmd hvert annars.

Ísland þarf að skila skýrslu vegna úttektarinnar 1. ágúst 2016 sem verður tekin fyrir í Genf 1. nóvember næstkomandi. Ráðuneytið vill upplýsa að við gerð skýrslu Íslands er lögð áhersla á samráð við frjáls félagasamtök og aðra hagsmunaaðila, en öllum mun gefast kostur á að gera við hana athugasemdir eftir birtingu á vefsíðu ráðuneytisins. Frétt á vefsíðu ráðuneytis er hér.