Heimsmarkmiðin kynnt á Fundi fólksins 2.-3. September

SDG Projections: Massive scale projections and peoples’ voices to celebrate UN70 and visually depict the 17 Global Goals Organized by the United Nations Department of Public Information in partnership with the Executive Office of the Secretary-General, the Office of the Special Adviser on Post-2015 Development Planning, the Global Poverty Project and other partners General Assembly 69th session: High-level Forum on a Culture of Peace Opening Statements by the Acting President of the General Assembly and the Secretary-General, followed by panel discussions

Félag Sameinuðu þjóðanna tekur þátt á Fundi fólksins sem fer fram í Norræna húsinu dagana 2.-3. september. Félagið mun ásamt Junior Chamber International (JCI) á Íslandi kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir gestum og gangandi.

Fundur fólksins 2016

Heimsmarkmiðunum, sem eru 17 talsins, er ætlað að stuðla að aukinni sjálfbærni ríkja og snúa m.a. að því að enda hungur og fátækt, auka jöfnuð og stuðla að jafnrétti kynjanna, bæta og tryggja aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu, gera borgir vistvænni, sporna við loftslagsbreytingum og vernda lífríki hafsins og skóga.

193 ríki hafa samþykkt að vinna að þessum markmiðum og reyna að ná þeim fyrir árið 2030. Mun auðveldara verður að uppfylla markmiðin ef að allir leggjast á eitt en það er ýmislegt sem að hver og einn getur gert til þess og verða gestir hátiðarinnar hvattir til þess að velja sér markmið til að vinna að. Hugmyndum verður safnað saman og samantekt birt hér á vefsíðu félagsins eftir að viðburðinum líkur.

Heimsmarkmiðin verða kynnt í kynningartjaldi 2 frá klukkan 12:00-18:00 báða dagana.