Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Við vonum að sem flestir hafi kynnt sér Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þekki til þeirra. Flestir ættu að hafa heyrt á þau minnst eftir að auglýsingaherferð stjórnarráðsins fór í loftið fyrir ekki svo löngu. Hægt er að lesa sér til um Heimsmarkmiðin 17 og undirmarkmið þeirra hér á síðunni okkar.

Það eru margir aðilar sem vinna að Heimsmarkmiðunum og við fáum gjarnan fyrirspurnir um táknin og hvort að við eigum þau til. Við höfum nýlega látið uppfæra táknin í samræmi við nýjar þýðingar og breytingar frá Sameinuðu þjóðunum og allir geta nálgast þau hér. Í möppunni er að finna táknin á íslensku í prent og vef upplausn, táknin á ensku og yfirlitsmynd á íslensku. Við hvetjum þá sem ætla að nota táknin á opinberum miðlum að kynna sér reglur Sameinuðu þjóðanna um notkun þeirra en leiðbeiningarnar má finna hér.

Við erum ávallt reiðubúin til þess að svara fyrirspurnum um Heimsmarkmiðin og bjóðum einnig uppá fræðslu um Heimsmarkmiðin fyrir alla aldurshópa. Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á fræðslu um Heimsmarkmiðin.

HeimsmarkmiðinMenntun fyrir alla