Stöðuskýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hefur ritað skýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Í skýrslunni eru kortlögð helstu verkefni, áætlanir og áskoranir stjórnvalda gagnvart tilteknum markmiðum en á grunni þeirrar vinnu leggur verkefnastjórnin jafnframt fram forgangsmarkmið sem munu vísa stjórnvöldum veginn við innleiðingu markmiðanna næstu árin. Skýrsluna ná nálgasta hérna og afmarkaðan lista yfir forgangsmarkmið ríkisstjórnarinnar má nálgast hér.

Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna starfar undir forystu forsætisráðuneytis en að henni koma öll ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Þá eiga í henni sæti Hagstofa Íslands og Samband Íslenskra stjórnvalda. Félag Sameinuðu þjóðanna ásamt ungmennráði Sameinuðu þjóðanna eiga áheyrnarfulltrúa í verkefnastjórninni. Fanney Karlsdóttir, sérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, stýrir vinnu verkefnastjórnarinnar.

Opnuð hefur verið sérstök kynningarsíða fyrir Heimsmarkmiðin, www.heimsmarkmidin.is ásamt því að að stofnuð hefur verið síða á facebook í sama tilgangi.

Við hvetjum alla til að fylgjast með framgangi Heimsmarkmiðana hér á landi og taka þátt í að vinna að þeim og efla vitund almennings. Félag Sameinuðu þjóðanna er ávallt reiðubúið til að svara fyrirspurnum um Heimsmarkmiðin.