Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fagnaði Degi Sameinuðu þjóðanna 2018 með þátttöku í tveimur Heimsmarkmiða viðburðum.
Í Salaskóla í Kópavogi stóð félagið, í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Salaskóla, fyrir Heimsins stærstu kennslustund (e. Worlds largest lesson) sem er árlegt átak sem snýr að kennslu á Heimsmarkmiðunum og er styrkt af UNESCO og UNICEF. Þar tóku þátt nemendur úr efstu bekkjum Salaskóla og Landakotsskóla, en þeir skólar ásamt Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Kvennaskólanum í Reykjavík eru í fyrstu skólar sem taka þátt í skólaneti UNESCO á Íslandi. Viðburðurinn hófst á hvatningarorðum frá frú Elizu Reid forsetafrú og verndara Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Að þeim loknum hófst kennslustundin sem gekk út á það að nemendur hugleiddu og ræddum um hvaða styrki og hæfileika þau búa yfir sem gagnast þeim þegar kemur að því að standa vörð um Heimsmarkmiðin. Þarna fóru fram afar merkilega umræður þar sem ungmennin lögðu línunar að bættum heimi fyrir alla og tók forsetafrúin þátt í þeirra vinnu með nemendunum. Þegar kennslustund var lokið kom Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra og veitti viðurkenningu til þeirra skóla sem fyrstir á Íslandi taka þátt í UNESCO skólanetinu. Ráðherra ræddi þá við nemendur um hvað hefði staðið upp úr í kennslustund þeirra og hvatti þau til dáða.
Í tilefni dagsins bættum við inn fimm nýjum Heimsmarkmiða kennslustundum á skólavef okkar ásamt því að setja þar inn textað myndband sem sýnir fram á einfaldan hátt hvað við getum sem einstaklingar gert til að standa vörð um Heimsmarkmiðin og vinna að framgangi þeirra, myndbandið má nálgast hér.
Á sama tíma tók félagið þátt í viðburði Festu – miðstöð um samfélagslega ábyrgð þar sem Heimsmarkmiðin voru kynnt fyrir áhugasömum fyrirtækjum. Þar tóku saman höndum verkefnastjórn Heimsmarkmiðana sem stýrt er af forsætisráðuneytinu og Festa og kynntu þau tækifæri sem felast í Heimsmarkmiðunum þegar kemur að samfélagslegri ábyrð fyrirtækja. Um fundarstjórn sá Þröstur Freyr Gylfason formaður Félags Sameinuðu þjóðanna. Upptökur af viðburðinum má nálgast á facebook síðu Festu, hér.