Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi – 28.maí 2019

Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mun fara fram þriðjudaginn 28.maí kl 17:00. Fundurinn fer fram í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna að Laugavegi 176.

Dagskráin inniheldur hefðbundin aðalfundarstörf þar sem skýrsla stjórnar er kynnt, kosið til stjórnar og lagðir verða fram til samþykkis ársreikningar fyrir árið 2017 og 2018, en samkvæmt lögum félagsins fer aðalfundur fram annað hvert ár.

Öll þau sem skráð eru í félagið eru hjartanlega velkomin og eru þau sem sjá sér fært að mæta beðin um að tilkynna þátttöku til starfandi framkvæmdarstjóra, harpa@un.is.