Aðalfundur og ársskýrsla
Þriðjudaginn 28.maí 2019 fór fram aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Á fundinum var kynnt ársskýrsla félagsins fyrir árin 2017-2018. Í skýrslunni má nálgast ársreikninga félagsins fyrir árin 2017 og 2018, ásamt ávarpi frá formanni og yfirliti yfir verkefni félagsins á árunum 2017- maí 2019. Auk almennra aðalfundarstarfa var fráfarandi formanni Þresti Frey Gylfasyni þakkað fyrir ómetanlegt framlag hans til félagsins en Þröstur hefur verið formaður félagsins síðustu 6 ár.
Ársskýrsla Félags Sameinuðu þjóðanna 2017-2018
Aðalfundur 2019 – fundarglærur
Ný stjórn
Á fundinum var kosin stjórn fyrir starfsárin 2019-2021 og hana skipa:
Formaður: Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis.
Aðrir stjórnarmeðlimir:
- Berglind Orradóttir, aðstoðarforstöðumaður landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna
- Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá nefnd um eftirlit með lögreglu
- Kristinn Óli Haraldsson ( Króli), listamaður og aktivisti
- María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Utanríkisráðuneytinu
- Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Íslands
- Páll Ásgeir Davíðsson, Rule of Law Desk Coordinator, Transition International
- Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
- Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Marel
- Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík (UNESCO skóli) og jafnréttisháskóla Sameinuðu þjóðanna
Breytingatillögur aðalfundar á lögum félagsins voru samþykktar: Lög félagsins
Framtíðarsýn félagsins sem unnin var af og samþykkt af stjórn félagsins haustið 2018 var kynnt: Stefna og framtíðarsýn