Nemendur frá UNESCO skólum á Íslandi ferðast til Ítalíu á Model UN þing

Á haustönn 2018 sendi félagið tvo nemendur frá UNESCO skólanetinu á Íslandi á Model UN þing sem haldið var á vegum UNESCO í bænum Cividale de Friuli. Við fengum þær, Unu og Júlíu, sem fóru á vegum Kvennaskólans í Reykjavík og Fjölbrautarskólans í Breiðholti til að segja frá upplifun þeirra af þinginu. Með þeim í för var Óli Kári Ólason kennari við Fjölbrautarskólann í Breiðholti.

————————————————–

Við fengum þann heiður að fá að taka þátt í Model UN fyrir hönd skólanna okkar í nóvember 2018.

Það voru sex nefndir í boði, og við fengum að fara í Öryggisráðið. Nefndin ber ábyrgð á að halda heimsfrið og öryggi. Við fórum sem fulltrúum Miðbaugs-Gíneu og hinir þáttakendurnir voru fulltrúar annara landa sem sitja í rauninni í öryggisráðinu. Það var skipt í tvo umræðuhópa þar sem einn ræddi um sjálfstæði Kúrda og hinn um Íran og kjarnorkusamninginn og hvernig ætti að leysa úr því. Íran kjarnorkusamningurinn er samningur milli Írans og þeirra landa sem eru með neitunarvald í öryggisráðinu og Evrópusambandinu og snýst hann um kjarnorkuvopnaöryggi. Nýlega gengu Bandaríkinn út úr samningnum og umræðuefnið á þinginu var um það hvenig ætti að reyna að bæta það upp. Kúrdistan sem er á milli Írans, Sýrlands og Íraks vildi fá sjálfstæði frá þeim löndum meðal annars vegna ofsókna og öryggisráðið ræddi um það hvort það ætti að veita þeim sitt eigið land eða ekki.

Fundirnir fóru þannig fram að það byrja allir á því að kynna sitt land og svo fórum við í „lobbíisma“ þar sem fulltrúi hvers lands kom með lausnir sem hann reyndi að fá umdirskriftir við frá hinum fulltrúunum og mynda bandalög. Þegar það er búið þá var farið í gegnum allar lausnirnar sem að við komust í gegn um og þær teknar fyrir í umræðu og reynt er að bæta þær. Síðan kýs hver fulltrúi um það hvort lausnirnar komast í gegn eða ekki. Ef að löndin með neitunarvald nýta það eða ef meira en helmingur fulltrúa eru á móti frumvarpinu þá fer það ekki með í stefnuskránna. Til að hafa samband við hina fulltrúanna um frumvarp þá gat maður sent miða til þeirra. Síðan í lokin hittust báðir umræðuhóparnir og tekið var saman hvað var gert og þeir gátu komið fram með sínar tillögur og breytingar. Það var komist að þeirri niðurstöðu að ýta undir það að Bandaríkinn færi aftur inn í Íran kjarnorkusamninginn og að Kúrdar mundu ekki fá sjálfstæði heldur unnið væri að því að auka öryggi þeirra og bæta aðstæður þeirra.

 

Við lærðum margt af því að fara í Model UN. Eins og til dæmis það að tala fyrir framan aðra, rökræða og upplýsa okkur meira um það sem er að gerast í heiminum. Við fengum að kafa dýpra í ýmis mál þar og fræðast ítarlegra um hvernig ástandið er í öðrum löndum. Eins og til dæmis um stríð, ofsóknir, sjálfstæði, rétt til þess að læra sitt eigið tungumál og margt fleirra. Síðan finnst okkur báðum alltaf gaman að að fá að tjá hugmyndir okkar um hvað væri hægt að gera í ýmsum málum og svo að vinna saman með öðru fólki til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu að því hvernig ætti að leysa vandann. Maður heyrði líka mismunandi skoðanir frá fólki sem er alltaf góður hlutur. Það var skemmtilegt að fá að kynnast nýju fólki sem kom víðs vegar að úr heiminum, sem maður hefði annars ekki kynnst ef það væri ekki fyrir model UN. Maður fékk að sjá og fræðast um það hvernig fundir innan sameinuðu þjóðanna fara fram og auk þess taka beinan þátt í fundunum. Okkur fannst mjög áhugavert að sjá hvernig stjórnmálafundir fara fram og sérstaklega í Sameinuðu þjóðunum þar sem öll ríkin koma saman til þess að ákveða hvað skuli vera gert í tilteknu máli. Model UN hvetur fólk til gagrýnnar hugsunar og hvetur mann til að velta fyrir sér ýmsum hlutum sem eru að gerast í hring um okkur.

Við höldum að allir geti lært eitthvað af því að fara og fundist það skemmtilegt á einn eða annan máta. Þetta var frábært tækifæri fyrir okkur og við erum mjög glaðar yfir því að hafa farið.

Höfundar: Júlía Kristín Kristinsson frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og Una Dís Ingimarsdóttir frá Kvennaskólanum í Reykjavík