Heimsmarkmiðin og sveitarfélögin

Félag Sameinuðu þjóðanna hélt viðburð á Lýsu þann 7. september sl. um hlutverk og tækifæri sveitarfélaga í innleiðingu og framgangi Heimsmarkmiðanna. Kópavogur og Skaftárhreppur kynntu hvernig þau vinna að Heimsmarkmiðunum og Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra fjallaði um hvernig samtökin ætla að beita sér fyrir því að Heimsmarkiðin séu höfð til hliðsjónar við stefnumótun í þeim sveitarfélögum sem eiga þar aðild.

Framsögukonur voru:

Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ

Eva Björk Harðardóttir, Oddviti Skaftárhrepps

Unnur Valborg Hilmarsdóttir,  Framkvæmdastjóri Samtaka Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra

Glærur Evu og Unnar eru fáanlegar með því að ýta hér og glærurnar hennar Auðar eru fáanlegar með því að ýta hér.