Félag Sameinuðu þjóðanna óskar Matvælaáætun Sameinuðu þjóðanna (WFP) innilega til hamingju með friðarverðlaun Nóbles fyrir baráttu stofnunarinnar gegn hungri. WFP hefur um margra ára skeið barist fyrir friði á átakasvæðum með aðgerðum sem afstýra því að hungur sé notað sem vopn í átökum.
Árlega veita íslensk stjórnvöld kjarnaframlög til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna sem eru ein stærstu mannúðarsamtök heims í baráttunni gegn hungri og bregðast jafnframt við neyðarköllum frá stofnunni. WFP starfar í 88 löndum og aðstoðar tæplega eitt hundrað milljónir manna á ári hverju sem búa við alvarlegt matvælaóöryggi og hungur. Framlag Íslands á þessu ári er 137 milljónir króna.
„Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur um langt skeið verið ein af áherslustofnunum Íslands í neyðar- og mannúðaraðstoð og friðarverðlaun Nóbels eru að mínum dómi mjög verðskulduð viðurkenning fyrir ómetanlegt starf á átakasvæðum sem stuðlar að friði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í formlegu heillaskeyti sem hann sendi WFP þann 9.okt sl.
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft veruleg áhrif um heim allan og hefur víða borið á matvælaskorti. WFP hefur aldrei veitt jafn mörgum matvælaaðstoð en á þessu ári. Markmið WFP er að aðstoða 138 milljóna einstaklinga en nú þegar hafa 85 milljónir manna á þessu ári notið matvælaaðstoðar stofnunarinnar. David Beasly framkvæmdarstjóri WFP sagði á fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að án aukinna framlaga væri heimurinn á barmi hungursneyðar.
Fyrir áhugasama var Vera Knútsdóttir framkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna í útvarpsviðtali hjá Morgunvaktini um WFP hlekkur: https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunvaktin/23614/7hhgcp
Við viljum einnig benda á https://sharethemeal.org/en/ þetta app gerir fólki kleift að gefa barni skólamáltíð
Heimildir:
12 staðreyndir um WFP: https://insight.wfp.org/12-things-you-didnt-know-about-the-world-food-programme-4f8ee1914334
Heimsmarkmið 2: Ekkert hungur, nánar um störf WFP í þágu sjálfbærrar þróunnar: https://www.wfp.org/zero-hunger