Nú á dögunum hófst herferðin #ibelong á vegum UNCHR, eða „Ég tilheyri“.
Herferðin miðar að því að varpa ljósi að einstaklingum sem eru ríkisfangslausir. Eflaust eru þeir margir sem velta vöngum yfir hvað það þýði að vera ríkisfangslaus og hvernig einstaklingar/ fólk verði „ríkisfangslaust“.
Dæmi um slíkt eru eftirfarandi:
- Ekki er til fæðingarvottorð eða að fæðingarskráning var aldrei gerð.
- Ríkisfangslausir einstaklingar eignast barn og verður það því ríkisfangslaust.
- Stjórnmálabreytingar sem breyta þjóðernisstöðu.
- Átök milli tveggja landa.
- Eyðiegging á opinbrerum gögnum.
- Breyting á þjóðerni við hjónaband.
- Skilnaður milli hjóna frá mismunandi löndum.
- Lög um takmörkun ríkisborgararéttar.
- Lög sem takmarka rétt kvenna til að barn þeirra fái þjóðerni móður.
- Lög sem varða börn fædd eru utan hjónabands eða fæðast þegar foreldar eru að flytja sig á milli landa.
Helsti talsmaður ríkislausra einstaklinga er kona að nafni Maha Mayo .
Maha Mayo og systkyni hennar eru ein af mörgum sem fæddust ríkisfangslaus. Foreldrar hennar eru frá Sýrlandi. Móðir Maho var múslimi og faðir hennar kristinn. Í Sýrlandi er það ólöglegt fyrir kristna menn að kvænast múslinskum konum. Því var var hjónband þeirra dæmt ólöglegt og börnin þeirra því ríkisfangslaus.
Að vera ríkisfangslaus hefur hefur það í för með sér að þú hefur ekki rétt á einföldustu hlutum í lífinu, sem margir taka sem sjálfsögðum. Þetta á við um atriði eins og að fá símkort, bókasafnskort eða ökuskirteini. Maha og systkyni hennar börðust í þrjátíu ár og leituðu landi sem tæki þau að sér og vildi viðurkenna þau sem sína borgara. Það varð að lokum Braslía, eina landið af fjölmörgum sem systkynin höfðu samband við, sem opnaði hliðin og gaf þeim ríkisborgararétt.
Áætlað er að um 4,2 milljónir manns út um allan heim eru ríkisfangslaus en sú tala gæti verið mun hærri, því það er erfitt að telja einstaklinga sem eru hvergi skráðir.
Í grófum dráttum má segja að ríkisfangslausir einstaklingar búi við eftirfarandi:
Þau geta ekki unnið
Þau geta ekki fengið ökuskírteini
Þau geta ekki fengið símkort
Þau geta ekki gengið í skóla
Þau geta ekki ferðast
Þau geta ekki farið til læknis
Þau geta ekki gifst
Þau geta ekki opnað bankareikning
Þau geta ekki unnið
Ríkisfangslausum einstaklingum er synjað að njóta allra þeirra grunnréttinda sem fylgja því að vera partur af samfélagi og eiga þau því í raun hvergi heima.
Ef við prufum að setja okkur í þeirra spor, þá sjáum við að binda þarf endi á fyrirkomulag sem þetta. …. #Endstatelessness
Það fólk sem verður fyrir þessu líður þau örlög að verða skuggar í samfélaginu. Hverjum er það bjóðandi?
UNCHR hefur gert mjög gott fræðslu myndband sem sjá má hér: