NORDIC UNA

Nú á dögunum fór fram fræðslufundur um málefni „ Nordic UNA“, en  fundir sem þessi eru haldnir árlega á meðal Norðurlanda þjóðanna. Fundurinn var þó með óhefðbundnu sniði í ár, eins og margt annað á þessum skrítnu Covid- tímum, en fundurinn fór fram heima í stofu á „online“ formi.

Norðurlanda þjóðirnar skiptast á um að á að halda fundinn og í ár var röðin komin að Íslandi. Fundinum var skipt upp og fór fram yfir tvo daga.

 

Fyrri daginn hittust framkvæmdarstjórar Sameinuðu þjóðanna fyrir hvert land og ræddu þar ýmis mikilvæg málefni svo sem; Stefnumótun fyrir árið 2021, alþjóðlegt samstarfs og margt fleira.

Seinni daginn hittust síðan allir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum og voru þá keyrðar vinnustofur, ásamt því að boðið var uppá fræðslu fyrir alla sem vildu. Ísland fékk stafrænu auglýsingastofuna „Sahara“ til að halda vinnustofu um samfélagsmiðla og notkun þeirra við ýmiskonar herferðir. Þar á eftir fylgdu fróðlegar umræður fulltrúa þjóðanna á milli , þar sem skipst var t á reynslusögum um þeirra herferðir, markmið og árangur.

Seinni hluti dagsins var svo helgaður fræðslu/ UNESCO skólunum. Kristrún María Heiðberg,  verkefnisstjóri UNESCO skólanna á Íslandi, var fundarstjóri. Hélt hún erindi ásamt fulltrúum hinna þjóðanna um starf skólanna 2020, stefnumótun og markmið fyrir 2021. Að þeim fundi loknum voru þjóðirnar með fræðslu og námskeið fyrir kennara um heimsmarkmiðin.

Fundirnir gengu mjög vel þrátt fyrir takmarkanir og ákveðna annmarka. Voru fulltrúar allra þjóða sammála um eitt; Mikið verður það gaman þegar við loksins fáum að hittast svona „í holdinu“ og vonuðust allir til að það mætti verðaá næsta ári.