Alþjóða móðurmálsdagurinn

21.febrúar fagnar UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, og við öll alþjóða móðurmálsdeginum. Dagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2000 til að stuðla að fjölbreytni í tungumálum, menningu og fjöltyngi. 

Aukin vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi tungumála þegar kemur að þróun sjálfbærra samfélaga. Mikilvægt að tryggja menningarlegan fjölbreytileika sem og að efla samstarf til að tryggja að allir hafi aðgang að góðri menntun.

Þema alþjóða móðurmálsdagsins 2021 er „að hlúa að fjöltyngi til að stuðla að auknum þátttökumöguleikum allra einstaklinga í bæði námi og samfélagi.” Áhersla á tungumál og fjöltyngi getur ýtt undir nám án aðgreiningar og stuðlað að framþróun í áherslu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, að skilja engan eftir. UNESCO telur að menntun, sem byggð er á móðurmáli, verði að hefjast strax í bernsku þar sem fyrstu námsárin byggja upp grunn fyrir áframhaldandi námi.

Audrey Azoulay, framkvæmdastjóri UNESCO, í tilefni alþjóða móðurmálsdagsins:

„Þema dagsins í ár „að hlúa að fjöltyngi til að stuðla að auknum þátttökumöguleikum allra einstaklinga í bæði námi og samfélagi”, hvetur okkur til að styðja við fjöltyngi og notkun móðurmáls, bæði í skóla og í daglegu lífi. Þetta er grundvallaratriði, því þegar 40% íbúa heims hafa ekki aðgang að menntun á því tungumáli sem þeir tala eða skilja best, þá hindrar það nám þeirra sem og aðgang að menningarlegri arfleið sinni og tjáningu. Í ár hugum við sérstaklega að fjöltyngdri menntun frá bernsku, svo öll börn geti notið góðs af móðurmáli sínu.”

Hægt er að fræðast meira um alþjóða móðurmálsdaginn á vef UNESCO.