Fræðsluátakið Þróunarsamvinna ber ávöxt sem er á vegum allra helstu íslenskra félagasamtaka í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu, í samstarfi við utanríkisráðuneyti. Í ár framleiddum við heimildarmyndina Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin sem sýnd var á RÚV 11. febrúar.
„Aðgangur að vatni, næring, menntun og ofbeldi. Allt eru þetta hlekkir í keðjuverkun COVID-19 um allan heim.“
Hægt er að horfa á heimildarmyndina í spilaranum hér að neðan:
Að átakinu standa: ABC Barnahjálp, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, CLF á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Hjálparstarf Kirkjunnar, Kristniboðssambandið, Rauði Krossinn á Íslandi, SOS Barnaþorp, Sól í Tógó, Unicef á Íslandi, UN Women á Íslandi og utanríkisráðuneytið.
Sérstakar þakkir fá Sahara og RÚV fyrir frábært samstarf.