65. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW65) hófst 15 mars síðastliðinn. Fundur Kvennanefndar SÞ er fjölmennasti fundur baráttunnar fyrir auknu jafnrétti og bættri stöðu kvenna og sem haldinn er árlega í New York. Vegna COVID-19 fer fundurinn aðallega fram á fjarfundaform
Fólk hvaðan er úr heiminum sækir fundinn, þeirra á meðal eru þjóðarleiðtogar, aðilar frjálsra félagasamtaka, starfsfólk fastanefnda ríkja og aktívístar grasrótarhreyfinga.
Þema fundarins í ár er:
Árangursrík og full þátttaka kvenna við ákvarðanatökur í opinberu lífi og útrýming ofbeldis, til að ná jafnrétti og valdeflingu allra kvenna og stúlkna.
Nýútkomin gögn sýna að framfarir í jafnréttismálum eru alltof of hægar:
- Konur fylla aðeins 25% þingsæti á heimsvísu
- Aðeins þrjú lönd hafa 50% eða fleiri konur á þingi, innan við eitt prósent eru konur yngri en 30 ára
- Konur eru aðeins 13 prósent samningsaðila, 6% sáttasemjara og aðeins 6% undirritaðra í formlegum friðarferlum
- Árið 2020 voru aðeins 7,4% af Fortune 500 fyrirtækjum rekin af konum
- Aðeins 22 lönd í heiminum eru leidd af konum
- Í úttekt UN Women sem gerð var í 87 löndum varðandi forystu og þátttöku kvenna við ákvarðanatökur í viðbrögðum við COVID-19 kom í ljós að í aðeins 3,5% þeirra ríkja mældist kynjajöfnuður við ákvarðanatökur.
Aukin tíðni heimilisofbeldis vegna útgöngubanna, konur minna lífsviðurværi sín frekar og hraðar þar sem þær eru berskjaldaðri fyrir efnahagshöggum, aukin byrði á herðum kvenna í heimilis- og umönnunarstörfum sýna allt fram á ólík áhrif faraldursins á líf kvenna og stúlkna.
Samkvæmt UN Women mun faraldurinn þrýsta 47 milljónum kvenna og stúlkna til viðbótar í sárafátækt svo í heildina munu 435 milljónir kvenna og stúlkna lifa í sárafátækt 2021, þ.e. 13% kvenþjóðar heimsins.
Við hjá SÞ á Íslandi búumst við kraftmiklum fundi í ár þar sem hann er sérstaklega mikilvægur í ljósi COVID-19 og þess bakslags sem á sér stað í jafnréttismálum á heimsvísu.
Aukin réttindi og bætt staða kvenna og stúlkna er lykilþáttur í uppbygginga ríkja í kjölfar heimsfaraldursins. Við væntum þess að að sjá skýrar kröfur kvennahreyfingarinnar og jafnréttissamtaka lagðar fram sem munu þrýsta sem aldrei fyrr á ríki heims að kynjamiða aðgerðir og skilja engan eftir í aðgerðaráætlunum við uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldursins.
Við trúum því að nú sé tækifæri ríkja heims til að gera jafnrétti, fimmta heimsmarkmiðið, þverlægt í öllum aðgerðum og opna augun fyrir því að konur og stúlkur er rúmur helmingur mannkyns, sem nýtur ekki grundvallarmannréttinda.