„Ég hvet alla til að kynna sér og vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, en með þeim er stuðlað að verndun og sjálfbærni jarðar, að því að útrýma fátækt og misrétti, og að því að bæta heilsu og vellíðan jarðarbúa. Við verðum öll að leggja okkar að mörkum, byrja á að líta í eigin barm og skoða hvað hver og einn getur gert til að hlúa að umhverfinu og eigin heilsu. Hugsum líka hvert um annað og skiljum engan eftir. Þannig stuðlum við að betri framtíð og verðum samfélaginu öllu til gagns.”
Sagði Alma Möller, landlæknir, í hugvekju sinni í tilefni Kvennadagsins þann 21. febrúar. Þar fjallaði hún m.a. um mikilvægi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Hægt er að hlusta á hugvekjuna í heild sinni hér. Kafli um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hefst á mínútu 41:40.