10. æskulýðsráðstefna Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC)

Æskulýðsráðstefna Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) hefst í dag og stendur yfir dagana 7. og 8. apríl 2021. Ráðstefnan fer fram á netinu, er ókeypis og opin öllum. Hægt er að skoða dagskrá og taka þátt hér.

Ráðstefnan fagnar 10 ára afmæli sínu í ár, en hún hefur verið haldin árlega síðan 2011. Ráðstefnan veitir alþjóðlegan vettvang fyrir opinskátt samtal á milli aðildarríkja og ungra leiðtoga hvaðanæva að úr heiminum um lausnir á þeim áskorunum sem hafa áhrif á velferð ungs fólks. Hún veitir einnig einstakt rými fyrir ungt fólk til að deila sinni framtíðarsýn og aðgerðum, sem og til að fá æskulýðssjónarmið á framkvæmd Dagskrár 2030 og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Í ár munu heildarþemu ECOSOC og HLPF (High-level Political Forum on Sustainable Development) fyrir árið 2021 stýra dagskrá ráðstefnunnar: „Sjálfbær og óbugandi endurheimt frá COVID-19 heimsfaraldrinum, sem stuðlar að efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum þáttum sjálfbærrar þróunar: Að byggja árangursríka leið til árangurs Dagskrár 2030 fyrir okkur öll, í samhengi við áratug aðgerða og framkvæmda fyrir sjálfbæra þróun.” Jafnframt verður hugað sérstaklega að þeim heimsmarkmiðum sem aðildarríkin hafa valið til ítarlegrar umræðu á HLPF 2021, þ.e. heimsmarkmið 1, 2, 3, 8, 10, 12, 13, 16 og 17.

Á ráðstefnunni munu æskulýðsleiðtogar hvaðanæva að úr heiminum munu fá tækifæri til að eiga samskipti við fulltrúa ríkisstjórnarinnar, fulltrúa ungmenna, stefnumótandi aðila og aðra viðeigandi hagsmunaaðila í borgaralegu samfélagi og einkageiranum. Opið er fyrir spurningar og geta allir tekið þátt.

Ráðstefnan er opin öllum og er hægt að finna dagskrá og taka þátt hér.