Þáttur þrjú: Hefur Ísland rödd

Að tilefni 75 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna ákvað félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi að gera þrjú fræðslumyndbönd um starfsemi og verkefni Sameinuðu þjóðanna.

Þættirnir eru þrír og bera heitin:

  1. Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar?
  2. Hverju hafa Sameinuðu þjóðirnar áorkað?
  3. Hefur Ísland rödd?

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fékk til liðs við sig leik og söngkonuna Sölku Sól til þess að hjálpa okkur við kynningu á störfum Sameinuðu þjóðanna.

Þáttur þrjú: Hefur Ísland rödd?

Fjallar um hvort litla Ísland hafi rödd  meðal samfélags hinna stóru þjóða og hvort það hafi eitthvað til málanna að leggja? Svarið er sannarlega afdráttarlaust „já“.

 

Kynntu þér þátt þrjú hér: Þáttur þrjú: Hefur Ísland rödd?