Að tilefni 75 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna ákvað félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi að gera þrjú fræðslumyndbönd um starfsemi og verkefni Sameinuðu þjóðanna.
Þættirnir eru þrír og bera heitin:
- Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar?
- Hverju hafa Sameinuðu þjóðirnar áorkað?
- Hefur Ísland rödd?
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fékk til liðs við sig leik og söngkonuna Sölku Sól til þess að hjálpa okkur við kynningu á störfum Sameinuðu þjóðanna.
Þáttur eitt: Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar?
Fjallar um hversvegna Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, markmið þjóðanna og um starfsvettvang þeirra. Þá dregur hann fram hvernig þjóðir heims ná að vinna saman að lausnum á alþjóðlegum vandamálum.
Kynntu þér þátt eitt hér: Þáttur eitt: Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar