Að tilefni 75 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna ákvað félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi að gera þrjú fræðslumyndbönd um starfsemi og verkefni Sameinuðu þjóðanna.
Þættirnir eru þrír og bera heitin:
- Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar?
- Hverju hafa Sameinuðu þjóðirnar áorkað?
- Hefur Ísland rödd?
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fékk til liðs við sig leik og söngkonuna Sölku Sól til þess að hjálpa okkur við kynningu á störfum Sameinuðu þjóðanna.
Þáttur tvö: Hverju hafa Sameinuðu þjóðirnar áorkað?
Fjallar um störf Sameinuðu þjóðanna frá stofnun. Hvaða mikilvægu markmiðum þjóðirnar hafa náð með samvinnu allt frá því að enda borgarastríð, koma lýðræðislega kjörinni stjórn til valda á Haíti, gera Kúveit að sjálfstæðu ríki, veita meira en milljarði manns aðgengi að öruggu drykkjarvatni, nánast útrýma lömunarveiki og veita aukið aðgengi að menntun á öllum stigum um allan heim svo eitthvað sé nefnt.
Kynntu þér þátt tvö hér: Þáttur tvö: Hverju hafa Sameinuðu þjóðirnar áorkað