Í fyrsta skipti í þessu 300.000 ára sambandi er það mannkynið sem mótar jörðina, í stað þess að plánetan móti mannkynið. Þetta er öld manna. Þrítugasta þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna (Human Development Report 2020) kannar hvernig mannkynið getur þrætt sig í gegnum þessa nýju öld, kryfur samband mannfólks og jarðar og hvert við stefnum héðan af, til að umbreyta brautinni að framförum mannkyns.
Norðurlandaskrifstofa Þróunarstofnunar SÞ (UNDP) og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi bjóða til kynningar á þrítugustu þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna þann 27. maí frá kl. 12:00 – 13:30.
Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar og settar í íslenskt samhengi. Kynningin verður á fjarfundarformi.
Skráning fer fram HÉR.
Viðburðurinn fer fram á ensku.