NÁMSKEIÐ FYRIR KENNARA UM HEIMSMARKMIÐ SÞ

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stendur fyrir námskeiði fyrir grunnskólakennara um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Námskeiðið verður haldið 12. ágúst næstkomandi í Salaskóla í Kópavogi frá kl. 9-15. Námskeiðsgjald er kr. 5.000 (hægt er að sækja um styrk frá KÍ). Skráning sendist á kristrun@un.is.

Á námskeiðinu verður farið í merkingu og markmið heimsmarkmiðanna og hvernig þau eru hugsuð út frá kennslu grunnskólabarna. Þátttakendur á námskeiðinu fá í hendur tæki og tól til að nýta með markvissum hætti.

Kennari á námskeiðinu er Eva Harðardóttir sem býr yfir mikilli þekkingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og hefur m.a. byggt námskeið sín á þeim grunni. Eva er uppeldis- og menntunarfræðingur og stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Rannsóknaráhersla hennar í doktorsnámi snýr að ungu flóttafólki og alþjóðlegri borgaravitund. Eva hefur starfað sem aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur kennt fjölmörg námskeið m.a. um lýðræði, mannréttindi og borgaravitund ungs fólks. Eva hefur starfað sem menntunarsérfræðingur í Malaví á vegum UNICEF frá 2013-2016.