Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO)

International Labour Organization (@ilo) | Twitter

Alþjóðavinnumálastofnunin (International Labor Organisation – ILO) er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem sinnir verkefnum tengdum atvinnu. Stofnunin vinnur að fimm náskyldum atriðum tengdum atvinnu. Í fyrsta lagi setur stofnunin alþjóðlega vinnustaðla. Í öðru lagi sinnir stofnunin baráttu fyrir réttindum launþega. Í þriðja lagi hvetur stofnunin til góðra valkosta til atvinnu. Í fjórða lagi berst stofnunin fyrir auknum félagslegum réttindum á meðal aðildarríkjanna. Í fimmta lagi er unnið að því að styrkja þríhliða samtal aðila vinnumarkaðrins og opinberra stjórnvalda um vinnutengd málefni. 

Alþjóðavinnumálastofnunin hefur harla einstakt skipulagt sem tengir saman ríkisstjórnir, atvinnurekendur og fulltrúa launþega í þríhliða samtali. Það eru 187 aðildarríki að Alþjóðavinnumálastofnuninni og hún er ein elsta undirstofnun . Höfuðstöðvar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar eru í Genf í Sviss. Hnattrænt net sérfræðinga á sviði tæknimála og skrifstofur sem eru á vettvangi má finna í rúmlega 40 löndum.

Stjórnarnefnd alþjóðavinnumálaskrifstofunnar

Hlutverk stjórnarnefndar er meðal annars að annast framkvæmd ályktana sem Alþjóðavinnumálaþingið samþykkir, ákveða dagskrá vinnumálaþinganna, samþykkja starfsáætlun fyrir alþjóðavinnumálaskrifstofuna og ráða henni aðalforstjóra. Ríkistjórnir eig langflesta fulltrúa í stjórnarnefnd en fulltrúar launþega og atvinnurekenda eiga jafnmörg sæti í stjórnarnefdinni. 

Alþjóðavinnumálaráðstefnan (ILC) hittist og kemur saman einu sinni á ári. Hlutverk ráðstefnunnar er það að samþykkja nýja alþjóðlega vinnustaðla. Auk þess er hlutverkið það að samþykkja vinnu- og fjárhagsáætlun fyrir Alþjóðavinnumálastofnunina.

Samkvæmt stofnskrá Alþjóðavinnumálastofnunarinnar skulu fastastofnanir vera: Allsherjarþing fulltrúa frá þeim ríkjum sem aðild eiga, stjórnarnefnd og alþjóðavinnumálaskrifstofan. Í öllum þessum stofnunum eiga sæti fulltrúar atvinnurekenda, launafólks og ríkisstjórna. Samstarf þessara þriggja aðila er einstætt fyrir stofnun á vegum  og er eitt af grundvallaratriðunum í starfseminni.

Stjórnarnefnd Alþjóðavinnumálastofnunarinnar er æðsta yfirstjórn hennar og hittist stjórnarnefndin þrisvar á ári í Genf. 

  1. Góð atvinna sett í öndvegi

1.1. Skapa störf: Berjast fyrir hagkerfi sem skapar tækifæri fyrir fjárfestingu, frumkvöðlastarfi, aukinni færni, atvinnu og sjálfbærum lífsháttum.

1.2. Koma á framfæri félagslegu samtali: Sterk og sjálfstæð félög aðila vinnumarkaðarins skipta meginmáli í því að auka framlegð, forðast vinnudeilur og því að skapa samhent samfélög.   

1.3. Efla félaglega vernd: Tryggja það að konur, karlar og fólk af öllum kynjum hafi vinnuaðstæður sem eru bæði öruggar og tryggar, að starfsmenn fáme orlof og hvíld, það að tekið sé tillit til fjölskyldu og félagslegra sjónarmiða, sjá til þess að það séu félagslegar bætur vegna vinnumissis eða minnkandi tekna og gefa færi á aðgangi að góðri heilbrigðisþjónustu. 

1.4. Tryggja réttindi launþega: Það að fá viðurkenningu á réttindum launþega og virðingu starfsmanna. Allir starfsmenn og alveg sérstaklega þeir sem búa við skertar aðstæður og eru fátækir þurfa á því að halda að einhver tali fyrir þeirra málstað, þeim sé gert kleift að sinna þátttöku og að það séu lög sem tryggja réttindi þeirra.  

Guy Ryder er framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Hann er sá tíundi í röðinni og tók fyrst við árið 2012 og var síðan endurkjörinn til fimm ára árið 2017. Ummæli sem höfð eru eftir Guy Ryder núverandi aðalframkvæmdastjóra koma hér eftirfarandi:

 Nú orðið er það raunin meir en nokkru sinni áður að góðir valkostir til atvinnu fyrir alla leika lykilhlutverk í samhentu samfélagi, félagslegu réttlæti, stöðugleika og friði. Í heimi atvinnu sem fer í gegnum miklar breytingar verða ríkisstjórnir, launþegar og atvinnurekendur að einhenda sér í að byggja þá framtíð atvinnu sem við viljum. 

Fimm lykilverkefni eru í starfsemi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar:

  • Betri atvinna.
  • Alþjóðlegt verkefni um að útrýma barnaþrælkun og vinnuþrælkun.
  • öryggi og heilsa á vinnustað og hnattrænt ákall um forvarnarstarf.
  • Störf í þágu friðar og aukins þanþols samfélaga.
  • félagslega vernd sem grunnréttur allra.     

Saga Alþjóðavinnumálastofnunarrinar í hnotskurn

Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO)  var stofnuð sem hluti af Versalasamningunum eftir lok Norðurálfuófriðarins mikla árið 1919. Starfið byggist á þeim grunni að almennur og viðvarandi friður náist ekki nema með félagslegu réttlæti.

Yfirlýsingin frá Fíladelfíu frá árinu 1944 segir að atvinna sé ekki kaupvara og leggur grunn að grundvallar mannréttindum og efnahagslegum réttindum sem ríki þurfi að fara eftir. Árið 1946 varð Alþjóðavinnumálastofnunin fyrsta sérhæfða stofnun Hinna Sameinuðu þjóða ().

Árið 1969 hlaut Alþjóðavinnumálastofnunin friðarverðlaun Nóbels. Árið 1998 var gefin út Yfirlýsingin um grundvallarréttindi og -viðmið í atvinnu, sem leggur grunn að kjarnanum í nokkrum atvinnustöðlum.

Árið 2008 kom Yfirlýsingin um félagslegt réttlæti í átt að sanngjarnari hnattvæðingar. Sú síðarnefnda Yfirlýsing er grundvöllur að þeirri nútímalegu sýn sem Alþjóðavinnumálastofnunin hefur á tímum hnattvæðingar.

Árið 2015 voru heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030 samþykkt. Heimsmarkmið SÞ númer átta er: ,,Góð atvinna fyrir alla”. Umrætt heimsmarkmið SÞ  er lykilatriði í stefnumótun um sjálfbæran hagvöxt og þróun samfélaga. Árið 2019 fagnaði Alþjóðavinnumálastofnunin hundrað ára afmæli sínu. Við það tækifæri var litið til framtíðar og tekist á við ný og breytt verkefni.       

Hversu einstök Alþjóðavinnumálstofnunin er í raun og sanni

Sérstaða Alþjóðavinnumálastofnunarinnar kemur glöggt fram í stofnskrá stofnunarinnar um allsherjarþing stofnunarinnar. Þar kemur fram að fjórir fulltrúar frá hverju aðildarríki skuli eiga sæti á þinginu. Tveir þeirra skulu vera fulltrúar hlutaðeigandi ríkisstjórnar, annar hinna tveggja fulltrúi atvinnurekenda, en hinn fulltrúi launafólks viðkomandi ríkis. Aðildarríki stofnunarinnar skuldbinda sig til að nefna fulltrúa og ráðunauta aðila vinnumarkaðarins í samráði við heildarsamtök atvinnurekenda og launafólks.

Á 46. Alþjóðavinnumálaþinginu 1962 var þetta ákvæði túlkað af kjörbréfanefnd með þeim hætti að hafa eigi samráð um val þessara fulltrúa. Þetta samráð sé haft við stærstu samtök aðila vinnumarkaðarins, ef slík samtök eru þar til, og fulltrúarnir valdir með samkomulagi við hlutaðeigandi heildarsamtök til þátttöku í Alþjóðavinnumálaþinginu.

Í stofnskrá Alþjóðavinnumálastofnunarinnar er tekið fram að sérhver fulltrúi á rétt á því að greiða sjálfstætt atkvæði um öll mál sem tekin eru til meðferðar á þinginu. Í því skyni að viðhalda jafnvægi á milli fulltrúa aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórna er kveðið á um það að ef aðildarríki láti undir höfuð leggjast að nefna annan þeirra fulltrúa sem ekki er fyrirsvarsmaður ríkisstjórnar skal hinn fulltrúinn er eigi fer með fyrirsvar ríkisstjórnarinnar eiga sæti á þinginu og hafa þar málfrelsi en ekki atkvæðisrétt.

Alþjóðavinnumálaþingið kemur saman að jafnaði einu sinni á ári í júní og stendur í þrjár vikur. Þingið er haldið í hinni virðulegu höll sem reist var yfir Þjóðabandalagið í Genf og er kennd við það. Þess má geta að samkvæmt ákvæðum í stofnskrá ber að gefa löggjafarsamkomu aðildarríkis skýrslu um samþykktir og tilmæli Alþjóðavinnumálaþingsins. Á Íslandi er þessari skyldu fullnægt með skýrslu félagsmálaráðherra sem er lögð fyrir Alþingi.

Meginviðfangsefni Alþjóðavinnumálaþingsins er afgreiðsla alþjóðasamþykkta. Þær taka til allra þátta atvinnulífsins og félagslegs öryggis, svo sem félagafrelsis, vinnuumhverfis, vinnu, starfsmenntunar og -þjálfunar, misréttis á vinnumarkaðinum, vinnu barna og aðbúnað skipverja svo fátt eitt sé nefnt.

Í samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunar eru settar fram lágmarkskröfur. Með fullgildingu samþykktar skuldbindur aðildarríki sig til að uppfylla kröfur sem í flestum tilvikum snerta rétt þegnanna til félagslegs öryggis, til dæmis til öruggrar afkomu, vinnuumhverfis sem er skaðlaust heilsu þeirra o.s.frv. Að öðrum þræði fjalla samþykktirnar um skyldu aðildarríkis til afla á markvissa hátt upplýsinga um þróunina á vinnumarkaðinum, til dæmis um atvinnuleysi, framboð atvinnu, vinnutíma o.s.frv. Samtals hefur Alþjóðavinnumálaþingið afgreitt 188 alþjóðasamþykktir. Meðal þeirra merkustu eru: 

  • samþykkt um félagafrelsi; 
  • um beitingu grundvallarreglnanna um réttinn til að stofna félög og semja sameiginlega; 
  • um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf; og 
  • um mismunun, meðal annars vegna kynferðis, með tilliti til starfs og launa. 

Alþjóðavinnumálaskrifstofan

Eins og áður er getið er eitt aðalhlutverk stjórnarnefndarinnar að samþykkja starfsáætlun fyrir alþjóðavinnumálaskrifstofuna sem hefur aðsetur í Genf. Helstu verkefni skrifstofunnar samkvæmt 10. gr. stofnskrárinnar er að annast rannsóknir á ýmsum þáttum félagsmála, einkum þeim sem snerta atvinnuhætti og samskipti aðila vinnumarkaðarins. Hún undirbýr þing, ráðstefnur og sérfræðingafundi með því að safna gögnum og semja skýrslur um þau málefni sem eru til umfjöllunar hverju sinni.

Alþjóðavinnumálaskrifstofan annast upplýsingamiðlun og veitir margháttaða þjónustu. Innan skrifstofunnar er meðal annars að finna deildir sem sérhæfa sig í málefnum sem snerta hollustu og öryggi á vinnustöðum, þjálfun og endurmenntun og samvinnumál svo fátt eitt sé nefnt. Skrifstofan stendur fyrir fjölbreytilegri útgáfustarfsemi á bókum, tímaritum og hagskýrslum.

Alþjóðavinnumálaskrifstofunni er stjórnað af aðalforstjóra og þremur varaforstjórum. Auk aðalskrifstofunnar í Genf eru starfræktar svæðaskrifstofur í Afríku, Ameríku og Asíu. Starfsfólk er samtals um 3.000 og er tæpur helmingur þess á skrifstofunni í Genf. 

Eftirlit Alþjóðavinnumálastofnunarinnar

Fram er komið að eitt meginhlutverk Alþjóðavinnumálastofnunarinnar er að setja reglur, alþjóðasamþykktir og tillögur um lágmarksréttindi og lágmarkskröfur á sviði félags- og vinnumála. Annað höfuðviðfangsefni stofnunarinnar er að fylgjast með því að reglum sé framfylgt.

Með fullgildingu alþjóðasamþykktar fellst aðildarríki á að haft sé alþjóðlegt eftirlit með því hvernig það framfylgir samþykktinni. Venjulega fer þetta fram með þeim hætti að hlutaðeigandi aðildarríki tekur saman skýrslu um framkvæmd þeirrar samþykktar sem það hefur fullgilt. Hún er tekin saman í samráði við helstu samtök aðila vinnumarkaðarins.

Á Íslandi fer þetta samráð fram í svonefndri ILO-nefnd á vegum félags- og barnamálaráðuneytisins en í henni sitja fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins auk fulltrúa ráðuneytisins sem er formaður. Skýrsla nefndarinnar um framkvæmd alþjóðasamþykktar er lögð fyrir sérfræðingahóp Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem kannar hvort framkvæmdin sé í samræmi við ákvæði samþykktarinnar. Í henni eiga sæti 20 manns, allt sérfræðingar á sviði félagsfræði, lögfræði og hagfræði, en dómarar og prófessorar eru fjölmennir í nefndinni. Álit og sjónarmið hennar njóta mikils álits sem meðal annars kemur fram í því að oft er vitnað til álits sérfræðinganefndar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í öðrum alþjóðastofnunum sem vinna að hliðstæðum viðfangsefnum á sviði félagsmála.

Við Suba Utajo ströndina

Sérfræðinganefndin birtir niðurstöður sína í um 500 blaðsíðna skýrslu sem er til umfjöllunar í einni af þingnefndum Alþjóðavinnumálaþingsins. Eins og í öðrum stofnunum sem heyra undir Alþjóðavinnumálastofnunina sjálfa sitja fulltrúar ríkisstjórna, atvinnurekenda og launafólks í þingnefndinni.

Um 300 þingfulltrúar taka þátt í fundum nefndarinnar og er hún þar með fjölmennasta þingnefndin á alþjóðavinnumálaþinginu. Í nefndinni hefur skapast sú verklagsregla að fulltrúar aðila vinnumarkaðarins koma sér saman um að skrá yfir um 40 mál í skýrslunni sem tekin eru til umræðu í nefndinni.

Þar eiga sér stað skoðanaskipti milli fulltrúa aðila vinnumarkaðarins og hlutaðeigandi ríkisstjórnar um atriði sem koma fram í athugasemdum sérfræðinganefndarinnar og önnur atriði sem fulltrúar vilja taka til umfjöllunar í sambandi við framkvæmd á hlutaðeigandi alþjóðasamþykkt eða varðandi skuldbindingar sem felast í stofnskrá Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.

Kemur ýmislegt til greina, til dæmis að ríkisstjórn hafi ekki gert löggjafarsamkomu aðildarríkis grein fyrir nýjum alþjóðasamþykktum, dráttur á skýrslugjöf um framkvæmd alþjóðasamþykkta eða ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda stofnunarinnar svo getið sé nokkurra algengra yfirsjóna.

Vanefndir á nokkrum grundvallarskuldbindingum eru litnar sérstaklega alvarlegum augum. Brot á stofnskránni er mjög alvarlegt, enn fremur brot á grundvallarsamþykktum sem snerta mannréttindi. Þeirra á meðal eru alþjóðasamþykkt um félagafrelsi, og samþykkt um beitingu grundvallarreglnanna um réttinn til að stofna félög og sameiginlega samninga. 

Á síðustu áratugum hefur stofnunin fylgst náið með framkvæmd tveggja grundvallarsamþykkta á sviðme jafnréttismála, annars vegar samþykkt um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf, og hins vegar um misrétti með tilliti til atvinnu og starfs.

Ríkisstjórn Íslands hefur fullgilt allar framangreindar alþjóðasamþykktir. Svo mikil áhersla er lögð á framkvæmd fyrrnefndra samþykkta að brot á þessum samþykktum eru rannsökuð af sérstakri nefnd, þ.e. nefnd um félagafrelsi. Nefndin tekur við ábendingum um ætluð brot á þessum samþykktum og gildir einu hvort ríkisstjórn sem í hlut á hefur fullgilt samþykktirnar eða ekki. Í fyrra tilvikinu er niðurstaða nefndarinnar send sérfræðinganefnd ILO til athugunar.

Aðild Íslands samþykkt

Eftir því sem næst verður komist er Alþjóðavinnumálastofnunin fyrstu alþjóðalegu samtökin sem Ísland gekk í eftir lýðveldisstofnunina árið 1944. Upphafið má finna í þingsályktunartillögu sem Stefán Jóhann Stefánsson, alþingismaður og síðar forsætisráðherra, lagði fyrir Alþingi í september 1943 um athugun og undirbúning á þátttöku Íslands í alþjóðlegu félagsmálastarfi. 

Hinn 19. október árið 1945 á 27. þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem haldið var í París var lögð fram tillaga um aðild Íslands að stofnuninni. Tillagan var samþykkt samhljóða. Forseti þingsins gaf út tilkynningu 22. október 1945 um að Ísland væri orðið aðildarríki ILO. 

Þess má geta að sumarið 1946 fór fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu, Jón S. Ólafsson, vestur um haf til höfuðstöðva Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem voru í Kanada. Jón dvaldi í Kanada í sex mánuðme og kynnti sér starfsemi alþjóðavinnumálaskrifstofunnar með það að markmiði að annast samskipti Íslands við ILO. Það gerði hann til dauðadags árið 1984, í tæplega fjóra áratugi, fyrst sem fulltrúi en síðar sem skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu.

 

Heimild

 

https://www.stjornarradid.is/verkefni/vinnumal/althjodlegt-samstarf-/althjodavinnumalastofnunin/saga-ilo/