Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM)

Börn af Rohingja ættflokki í flóttamannabúðum í Chaman í Pakistan.

Árið 1951 var Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) stofnuð sem er sama ár og stofnskrá Flóttamannastofnunar SÞ var samþykkt. Enska skammstöfnunin á heitinu er IOM sem stendur fyrir International Organization of Migration. Alþjóðlega fólksflutningastofnunin er leiðandi milliríkjastofnun á sviði fólksflutninga. Alþjóðlega fólksflutingastofnunin starfar samkvæmt þeim grundvallarreglum að mannúðlegir og skipulegir fólksflutningar séu hagsmunir flytjenda og samfélaga. Antonio Vitorino var kjörinn tíundi aðalframkvæmdastjóri IMO og tók við því embætti í október 2018. 

Alþjóðlega fólksflutningastofnunin eða IOM styður flytjendur um allan heim. Flytjendur eru annars vegar flóttamenn utan heimalands síns eða alþjóðlegir flóttamenn; og hins vegar fólk á vergangi eða fólk sem er á flótta innan heimalands síns.   

IOM þróar með sér árangursrík viðbrögð við kraftmiklum breytingum í málefnum flytjenda. IOM leikur lykilhlutverk í ráðgjöf um stefnumótun og framkvæmd í tenglum við fólksflutninga. IOM vinnur að neyðarviðbrögðum með því að þróa áfram þanþol allra flytjenda. Þetta á sérstaklega við um þá flytjendur sem búa við erfiðar og viðkvæmar aðstæður. Að sama skapi er reynt að byggja upp færni ríkisstjórna til að stýra öllum tegundum og áhrifum flutninga á fólki eða svo kölluðum flytjendum.

IOM vinnur samkvæmt stofnsáttmála Hinna sameinuðu þjóða sem felur það meðal annars í sér að tryggja öllum mannréttindi. Viðurkenning á réttindum, virðingu og farsæld flytjenda skiptir sköpum í starfi IOM. Alþjóðlega fólksflutningastofnunin er hluti af stofnanakerfi Hinna sameinuðu þjóða (SÞ) og heyrir undir . Aðildarríki IOM eru 174 og til viðbótar eru 8 sem hafa stöðu áheyrnafulltrúa.

IOM hefur landsskrifstofur í fleira en 100 ríkjum og stofnunin vinnur ötullega að því að koma á mannúðlegum og skipulegum fólksflutningum sem eru allra hagur. Hún sinnir því starfi með því að koma á framfæri þjónustu við ríkisstjórnir og flytjendur.  

Starfsemi IOM byggist á fáeinum grundvallarviðmiðum. Hin síðastnefndu innihalda 12 punkta stefnumótun sem var samþykkt af ráði IOM árið 2007. Sú samykkt leggur grunn að lykilatriðum í starfi IOM. Jafnframt kemur umrædd samþykkt með lýsingu á umfangi á starfsemi IOM. Árið 2015 samþykktu aðildarríki IOM það sem heitir Migration Governance Framework (MiGOF eða Rammasamkomulag um stjórnun og stýringu fólksflutninga). Rammasamkomulagið leggur grunn að þeim meginmarkmiðum og viðmiðum sem þarf að framfylgja og uppfylla til að grunnur sé lagður að árangursríkri nálgun á stjórnun og stýringu á fólksflutningum.

IOM vinnur að því að tryggja skipulega og mannúðlega stjórnun og stýringu á fólksflutningum í því skyni að efla alþjóðlegt samstarf um málefni flóttamanna, til að styðja í leit að hagnýtum úrlausnum á vandamálum tengdum fólksflutningum og þess að koma á framfæri mannúðlegri aðstoð við flytjendur sem þess þurfa með, þar með talið flóttamönnum og þeim sem eru fólk á vergangi (sbr. fólk á flótta innan ríkja). 

Stofnsáttmáli IOM horfir sérstaklega til tengslana á milli annars vegar fólksflutninga og hins vegar efnahagslegrar, félagslegrar og menningarlegrar þróunar samfélaga, en líka hugmyndarinnar um frjálsa för fólks.  

Alþjóðlega fólksflutningastofnunin vinnur einkum að fjórum málaflokkum tengdum fólksflutningum:

  • Fólksflutningar og þróunarmál
  • Auðvelda fólksflutninga
  • Reglufesta á fólksflutninga
  • Þvingaðir fólksflutningar

Verekfni IOM sem ná yfir þessi málefnasvið fela það í sér að efla alþjóðarétt um fólksflutninga, umræðu og ákvarðanir um stefnumótun, verndun á réttindum flytjenda, heilsu flytjenda og hinn kynjaða þátt fólksflutninga.

Árið 2019 var að beiðni framkvæmdastjóra IOM var lagður grunnur að starfsemi næstu fimm ára í ,,Strategic Vision” eða Stefnumótandi áætlun. Sú stefnumótun til framtíðar á að styðja við almenna stefnumótun og áætlanir IOM. Þetta stefnuskjal felur í sér umfjöllun IOM um þarfir og forgangsatriði, sem byggist á mati og greiningu á því hvað næsti áratugur muni fela í sér í fólksflutningum. Jafnframt felur það í sér sambærilegt mat og greiningu á því hvernig IOM þarf að þróast á næstu fimm árum eða á árabilinu 2019 til 2023 í því skyni að takast á við ný og síbreytileg verkefni.

Aukning á umfangi og flækjustigi

Drengur flytur vatnskönnur á reiðhjóli í Malakal í Suður Súdan.

Árið 2019 var fjöldi alþjóðlegra flóttamanna um allan heim talin vera 272 milljónir. Það telur 3,5% af heildarfjölda mannkyns (52% karlar/48% konur) en ekki er gefin upp sú tölfræði sem nær yfir fólk af öllum kynjum, sem stafar líklega af vöntun á upplýsingum þar að lútandi. Flestir flytjendur voru á vinnualdri (74%). Árið 2018 var heildarfjöldi flóttamanna í heiminum talin vera 25,9 milljónir og meir en helmingur þeirra var undir 18 ára aldri. Á sama tíma náði fjöldi þeirra sem var fólk á vergangi (sbr. fólk á flótta innan heimalandsins) 41,3 milljónum og fjöldi þeirra sem voru án ríkisfangs taldi 3,9 milljónir kvenna, karla og fólks af öllum kynjum.

Þróun í fólksflutningum eru breytileg frá einu svæði til annars. Flestir alþjóðlegir flóttamenn sem fæddir eru í Afríku, Asíu og Evrópu eiga heima innan þeirra svæða þar sem þeir fæddust. En flóttamenn frá Suður Ameríku og ríkjum Karíbahafsins og norðurhluta Ameríku eiga heima utan þeirra svæða þar sem þeir eru fæddir. Meira en helmingur af öllum flóttamönnum (141 milljónir manna) eiga heima í Evrópu og norðurhluta Ameríku.

Fólksflutningar eru ekki bara að aukast heldur er flækjustig fólksflutninga og reynsla að verða sýnilegri öllum heiminum. Þetta er að hluta til tengt auknum upplýsingum um fólkflutninga, þar með talið flóttamenn og um aðra flytjendur.

Framtíðarsýn IOM fyrir árin 2019-2023 

Frá þorpinu Wayuu í Pessuapa í norðaustur  Kólumbíu.

Árið 2018 var samþykkt Global Compact for Safe, Ordely and Regular Migration (öðru nafni Global Compact for Migration sem verður notað hér á eftir), sem er skjal sem byggist á og hefur verið samhæft vinnunni að heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun.

Fólksflutningum sem er vel stjórnað og stýrt geta verið bæði stefnumótun í þróunarmálum en líka útkoma þeirra. Af þessum ástæðum hefur IOM þróað stefnumótun fyrir stofnunina alla sem á að tryggja sjálfbæra þróun fyrir flytjendur og samfélög þeirra.

Á þennan hátt er IOM að vinna að því að auka möguleika fólksflutninga við að ná heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun. Það er gert með því að styðja við það að áhrif fólksflutninga og þarfa flytjenda í áætlunum um stefnumótun á öllum sviðum og stigum stýringar. Sú stefna birtist skýrt í Global Compact for Migration frá árinu 2018.

Stefnan getur verið vegvísir við að hjálpa til við þann þátt fólkflutninga sem lýtur að heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun. Áherslurnar í framtíðarsýn IOM innihalda þrjú meginþemu sem eru þanþol, flutningar og stjórnun eins og kemur fram í eftirfarandi umfjöllun: 

Þanþol: IOM verður að vera undir það búið að fleira fólk séu flytjendur til og frá erfiðum og krefjandi aðstæðum. Slíkar aðstæður geta stafað af ólíkum ástæðum þar með talið loftslagsbreytingum, óstöðugleika, fátækt og nýtingu. IOM mun horf bæði til langtíma og heildrænt við að bregðast við neyð. Það er unnið með því að samhæfa markmið þróunar og þess að viðurkenna síbreytilega þróun og áskoranir.

Flutningar: Þær leiðir sem fólk er flytjendur er sífellt að breytast. Um leið og fólksflutningar breytast verður stefnumótun að gera það líka. Þetta á við hvort sem um er að ræða val, siðmenningu, aðgang, gistingu eða það að snúa aftur. Í þessu efni mun IOM vinna að nýjungum í þróun og framkvæmd kerfa sem stýra fólksflutningum. Þau byggjast á núverandi þekkingu um það hvað virkar, hvar og fyrir hverja og fyrir einstök svæði og pólitískar kringumstæður.

Stjórnun: IOM er nú þegar mikilvægur samstarfsaðili aðildarríkjanna í því að koma til skila þjónustu til handa flytjendum sem ríki geta ekki sjálf sinnt. Með tilkomu Global Compact for Migration fæst nýtt tækifæri fyrir IOM til að styðja aðildarríkin við að byggja upp færni til að stjórna fólksflutningum, styðja flytjendur, og þess að styrkja samstarf við aðrar stofnanir . Þetta krefst betra samstarfs við fjölmarga hópa og við hagaðila. Mikilvægt er í þessu efni að þróa öflugan upplýsingabanka til að styðja ákvarðanatöku í því sem er oft erfiðar kringumstæður.

Stefnumótunin leggur líka grunn að helstu aðferðum við það að ná árangri, sem er með því að benda á hvar frekari þróun á stofnunum er þörf til að geta náð að fullu og öllu leyti markmiðum IOM. Stefnumótun næstu fimm ára innihalda annars grunnviðmið og hins vegar markmið. Grunnviðmiðin í stefnumótun IOM til næstu fimm ára eru þessi:

það að aðhyllast alþjóðlega staðla og jafnframt að uppfylla réttindi flytjenda.
– Mótun stefnu með því að nota bestu upplýsingar og starfsaðferðir sem byggjast á hinu svo kallað ,,allt-gangverk-ríkisvalds” (,,whole-of-government” aðferð).
– Vinna með samstarfaðilum að málefnum tengdum fólkflutningum og skyldum efnum.

Lykilmarkmið sé horft til næstu fimm ára eru þessi:

– Leggja áherslu á félags- og efnahagslega farsæld flytjenda og samfélaga.
– Geta með árangursríkum hætti tekist á við hreyfanleika í áföllum og kreppum.
– Tryggja það að fólksflutningar eigi sér stað á öruggan og skipulegan hátt og af virðingu.

Markmið Global Compact for Migration eru í samræmi við undirmarkmið 10,7 af heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun þar sem aðildarríkin sameinast um að koma til skila öruggu, skipulegri og regluföstum fólksflutningum eins og það er skilgreint í Viðauka II hinnar svo kölluðu New York-yfirlýsingar. Hún á að:

  • að koma til móts við allar tegundir alþjóðlegra fólksflutninga, þar með talin af mannúðarástæðum, vegna þróunarmála, mannréttindamála og annarra atriða;
  • koma með mikilvægt framlag til hnattrænnar styringar og efla samhæfingu alþjóðlegra fólksflutninga;
  • koma með rammasamkomulag um alþjóðlega samvinnu um fólksflutninga og flutninga á fólki;
  • koma á fót framkvæmanlegum skuldbindingum, aðferðum til að framkvæma þær og ramma til að framfylgja og endurskoða á meðal aðildarríkjanna hvað varðar alþjóðlega fólksflutninga af öllu tagi;
  • njóta leiðsagnar heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun og framvæmdaáætlun kenndri við Addis Ababa;
  • að vinna í samræmi við Yfirlýsingu frá árinu 2019 sem kennd er á ensku við High-Level Dialogue on International Migration and Development. 

Staðlar IOM

Kona ber neysluvatn nærri Bamako í Malí.

Grundvallaratriði í mannúðaraðstoð er áherslumál sem gengur eins og rauður þráður í gegnum starfsemi IOM. Mannúð, hlutlægni, hlutleysi og sjálfstæði eru grundvallaratriði í þeirri mannúðaraðstoð sem gerir það auðveldara að tryggja og viðhalda öruggu aðgengi að þeim samfélagum sem búa við erfiðleika og áföll. Einnig við það að takast á við siðferðilegar áskoranir, við að efla stefnumótun sem verndar og við að stjórna óvissu og hættu í erfiðum og ótryggum aðstæðum á vettvangi.

Fólksflutningar og loftslagsbreytingar

Alþjóðasamfélagið getur ekki lengur framkvæmd stefnumótun á sviði fólksflutninga og þróunarmála án þess að taka tillit til áhrifa loftslagsbreytinga. Á meðan að UN Climate Action ráðstefnunni (ráðstefna um loftslagsaðgerðir) stóð í september 2019 héldu IOM saman með ríkisstjórnum Portúgal og Fídjí morgunfund ráðherra til þess að ræða um smáeyjar sem eru þróunarríki (SIDS). Þar var lögð áherlsa á það að byggja upp þanþol innan þeirra samfélaga sem búa við mesta ógn af loftslagsbreytingum.

Sú deild IOM sem fæst við fólksflutninga, umhverfismál og loftslagsbreytingar (MECC) vinnur að stefnumótun sem mun styrkja stöðu IOM innan alþjóðasamfélagsins. En á sama tíma styður MECC við landsskrifstofur IOM innan aðildarríkjanna við að veita aðstoð og vernd til handa því fólki sem býr við mesta ógn af loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Stofnun nets fólksflutninga á vegum SÞ

Frá bænum Gao í austurhluta Malí.

Í maí árið 2018 var að frumkvæði aðalframkvæmdastjóra SÞ stofnað net sem vinnur að málefnum tengdum fólksflutningum. Það er gert í því skyni að tryggja árangursríkan, tímanlegan og samhæfðan stuðning allra aðila við aðildarríkin í því að framkvæma og vinna áfram með og endurskoða fyrrnefndan Global Compact for Migration. IOM hefur fengið það hlutverk að samhæfa vinnu netsins og skrifstofu þess sem er ábyrg fyrir því að þjónusta netið.

Uppbygging á upplýsingaskrifstofu stefnumótunar á vegum IOM

Þann 1. apríl 2019 var komið á fót upplýsingaskrifstofu sem hluta af starfi framkvæmdastjóra, sem hefur það að markmiði að koma á framfæri upplýsingum innan IOM. Það hefur það lykilhlutverk að tengja saman og koma á framfæri upplýsingum um stefnumótun þvert á einstakar deildir IOM. Upplýsingaskrifstofan mun vera miðdepill alls kyns vinnu að stefnumótun og þróun nýrra aðferða við stefnumótandi þekkingaröflun.