Skrifstofa Flóttamannafulltrúa SÞ sem heitir öðru nafni Sérlegur erindreki SÞ um málefni flóttamanna (e. United Nations High Commissioner for Refugees – UNHCR. Teh UN Refugee Agency). Hún gengur hversdaglega undir heitinu Flóttamannahjálp SÞ og Flóttamannastofnun SÞ. Hér verður til hægðarauka notast við síðastnefnda heitið Flóttamannastofnun SÞ. Einnig er fjallað um yfirmanninn og Sérlegan erindreka þeirrar sömu stofnunar sem Flóttamannafulltrúa SÞ.
Flóttamannastofnun SÞ var upphaflega sett á laggirnar árið 1950. Það gert í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar í því skyni að hjálpa milljónum Evrópubúa. Hinir síðastnefndu höfðu flúmeð eða misst heimili sín í stríðinu og eftir lok stríðsins. Flóttamannastofnun SÞ fékk þá þrjú ár til að ljúka verkinu. Síðan að þremur árum liðnum skyldi Flóttamannastofnun SÞ vera formlega lögð niður. En núna sjötíu árum síðar er Flóttamannastofnun SÞ enn að sinna brýnum verkefnum um allan heim. Flóttamannastofnun SÞ er í óða önn að vernda og aðstoða flóttamenn, hælisleitendur og aðra flytjendur hvar sem þá er að finna, með öððrum orðum að tryggja það að fólksflutningar verði öruggir og farsælir.
Hlutverk Flóttamannastofnunar SÞ er skilgreint í alþjóðalögum og -reglum sem eru frá árinu 1950. Það er einu ári fyrir gerð fyrrnefnds Flóttamannasáttmála SÞ frá árinu 1951. Árið 2003 jók Allsherjarþing SÞ við verksvið Flóttamannastofnunar SÞ með orðunum í lauslegri íslenskri þýðingu ,,þar til fundist hefur lausn á flóttamannavandanum”. En íslenska vefsíðu Flóttamannastofnunar SÞ má finna til frekari glöggvunar en hún hefur reyndar ekki verið uppfærð frá árinu 2020.
Flóttamannsáttmálinn frá árinu 1951 og viðaukar hans frá árinu 1967 eru bæðme tvö mikilsverð skjöl sem leggja grunninn að starfi Flóttamannastofnunar SÞ. Það eru 149 ríki sem vinna að markmiðum og eiga hlutdeild í öðru hvoru skjalanna eða þeim báðum. Skjölin tvö skilgreina hið harla brothætta hugtak flóttamaður. Þau bæði tvö leggja niður línurnar um ýmis réttindi flóttamanna. Jafnframt setja skjölin tvö niður reglurnar um skyldur ríkja við að vernda flóttamenn.
Flóttamannastofnun SÞ er verndari umrædds Flóttamannasáttmála SÞ frá árinu 1951 og viðauka frá árinu 1967. Samkvæmt þeirri löggjöf eru ríki talin þurfa að vinna með Flóttamannastofnun SÞ að því að tryggja að réttindi flóttamanna verði varðveitt og tryggð.
Starfsmenn Flóttamannastofnunar SÞ vinna í 132 til 135 löndum og ríkjum um alla heim. Það starf teygir sig allt frá helstu höfuðborgum heims til afskekktra og jafnvel hættulegra staða víðs vegar um heiminn. Hvar svo sem flóttamenn er að finna vinnur Flóttamannastofnun SÞ náið með ólíkum ríkisstjórnum. Í slíku samstarfi er leitast við að tryggja það að Flóttamannasáttmáli SÞ frá árinu 1951 sé framfylgt og að sáttmálinn sé virtur. Um það bil 90% af starfsmönnum Flóttamannastofnunar SÞ eru á vettvangi. Þar á vettvangi aðstoða starfsmenn hennar viðkvæm fórnarlömb sem þurfa að flýja frá heimkynnum sínum.
Allsherjarþing SÞ og Efnahags- og félagsmálanefnd SÞ (ECOSOC) hafa umsagnarrétt yfir allri starfsemi Flóttamannastofnunar SÞ. Flóttamannafulltrúi SÞ, sem er yfirmaður stofnunarinnar, er skipaður af Allsherjarþingi SÞ. Tvisvar á ári gefur Flóttamannastofnun SÞ út skýrslu um starfsemina sem Flóttamannafulltrúi SÞ ber sjálfur ábyrgð á. Sömuleiðis er unnin fjárhagsáætlun fyrir Flóttamannastofnun SÞ sem Flóttamannafulltrúa SÞ hefur yfirumsjón með. Þannig ber Flóttamannafulltrúi SÞ höfuðábyrgð á allri starfsemi og yfirstjórn Flóttamannastofnunar SÞ.
Núverandi Flóttamannafulltrúi SÞ er Filippo Grandi. Hann er sá níundi í röðinni sem gegnir þeirri ábyrgðamiklu stöðu. Hann var fyrst kosin af Allsherjarþingi SÞ þann 1. janúar 2016 og til fimm ára. Hann var síðan endurkjörinn til starfs Flóttamannafulltrúa SÞ sem lýkur árið 2023. Ummæli höfð eftir núverandi Flóttamannfulltrúa SÞ Grandi eru í lauslegri íslenskri þýðingu svofelld:
Flóttamannastofnun SÞ siglir í stormasömum ólgusjó. Allt kemur saman í eitt. Það eru mörg átök sem geisa. Það leiðir aftur til mikils fjölda af flóttamönnum og hælisleitendum. Það er skortur á fjármögnun. Sá skortur skerpir andstæður á milli þeirra þarfa og úrræða sem óhjákvæmilega fylgja ýmis konar mannúðaraðstoð. Síðast en ekki síst gætir aukinnar útlendingaandúðar. Sú andúð skapar í sjálfu sér umtalsverða hættu og ógn.
Starfsemi Flóttamannastofnunar SÞ teygir sig um alla heim og er því afar flókin og umfangsmikil. Á meðal verkefna hennar eru mannaráðningar og það að tryggja öryggi starfsmanna við hættulegar aðstæður. Einnig lýtur starfsemin að innkaupum á heilbrigðisþjónustu og flugáætlunum. Sérstakar deildir sem einkum gera út frá höfuðstöðvunum í Genf í Sviss sjá um ýmis lykilverkefni. Fyrir hönd Flóttamannastofnunar SÞ vinna starfsmenn höfuðstöðvanna þar að alþjóðastjórnmálum, fjármálum og rekstri. Töluverður fjöldi svæðisbundinna skrifstofa tengja saman starfsemina á milli annars vegar svæðisskrifstofa og hins vegar höfuðstöðva Flóttamannamannastofnunar SÞ í Sviss.

Meginhlutverk Flóttamannstofnunar SÞ er að tryggja réttindi flóttamanna og hælisleitenda. Auk þess er hlutverkið það að verja líf og limi þeirra sem hafa neyðst til að flýja. Saman með samstarfsaðilum og ýmsum samfélögum er unnið að því að allir hafa rétt til hælis. Einnig þarf að tryggja rétt flóttamanna og hælisleitenda til að finna öruggt skjól í öðru ríki. Flóttamannastofnun SÞ vinnur líka að því að finna varanlegar úrlausnir á málefnum flóttamanna um allan heim.
Í rúmlega hálfa öld hefur Flóttamannastofnun SÞ liðsinnt milljónum manna við að byrja líf sitt á nýjan leik og við breyttar kringumstæður. Í þeim hópi eru flóttamenn, endurkomendur til upprunalands, fólk án ríkisfangs, fólksflutningar innanlands og hælisleitendur. Sú verndun á fólki á flótta hefur vissulega skipt sköpum. Reynt hefur verið að líkna flóttafólki í vanda, varðveita heilsu þeirra og tryggja menntun flytjenda á flótta og hælisleitenda. Þannig hefur verið hægt að yfirvinna óreglulegt og truflað lífshlaup. Einnig hefur verið gert mögulegt að byggja upp bjartari framtíð fyrir flóttamenn og hælisleitendur.
Dæmi um yfirstandandi neyðarástand sem Flóttamannastofnun SÞ vinnur nú að eru eftirfarandi: neyðarástandið í Eþíópíu vegna borgarastyrjaldar í Tigray; kórónaveirufaraldurinn COVID-19; neyðin í Kongó vegna vopnaðra átaka á svæðinu; neyðarástand í Sahel í Afríku; neyðin vegna borgarastyrjaldar í Sýrlandi; neyðin vegna borgarastyrjaldar í Jemen; vandamál flóttamanna í Búrundi; vandamál flóttamanna í Mið-Afríkulýðveldinu; neyð flóttamanna Rohingja frá Myanmar; neyðin í Suður Súdan vegna borgarastyrjaldar þar; vandamál í Venesúela. Dæmi um starfsemi og verkefni Flóttamannastofnunar SÞ sem falla undir eftirfarandi sextán málaflokka:
- Heimssamþykktin um flóttamenn (The Global Compact on Refugees);
- málsvörn fyrir málstað flóttamanna og hælisleitendur;
- fjárgjafir til málefna flóttamanna og hælisleitenda og til þeirra sjálfra;
- menntun flóttamanna og hælisleitenda;
- umhverfismál, áföll og loftslagsbreytingar;
- lifibrauð og efnahagslegar bjargir flóttamanna og hælisleitenda;
- lýðheilsa flóttamanna og hælisleitenda;
- skjól til handa flóttamönnum og hælisleitendum;
- vinna gegn kynferðislegri misbeitingu, misnotkun og áreitni gegn flóttamönnum og hælisleitendum;
- almennt vinna að málefnum hælisleitenda, flóttamanna (og annarra flytjenda frá heimkynnum sínum);
- samhæfing á aðstoð til flóttamanna og hælisleitendur;
- vinna við að útrýma því að fólk sé ríkisfangslaust (árin 2014-2024 og áfram);
- nýsköpun í málefnum flóttamanna og hælisleitenda;
- verndun á lífi og limum flóttamanna og hælisleitenda;
- tryggja öryggi einstaklinga sem eru á flótta; og,
- almennar úrlausnir í málefnum flóttamanna og hælisleitenda.
Flóttamannastofnun SÞ hefur í hávegum Alþjóðadag flóttamanna þann 20. júní ár hvert. Árið 2021 var þemað ,,Saman veitum við læknisþjónustu, hljótum menntun; og við blómstrum saman!“ Fólk sem hefur verið neytt til að flýja á oft erfitt með að finna læknishjálp þegar það glímir við sjúkdóma. Fjarri heimahögum eiga flóttamenn og hælisleitendur oft erfitt með að finna skóla fyrir börn. Jafnvel getur verið erfitt að finna stað þar sem börn geta hlaupið um og leikið sér. Flóttamannastofnun SÞ liðsinnir fólki á flótta á hverjum einasta degi við að fá aðgang að framangreindri þjónustu og við að byggja upp bjartari framtíð.
Flóttamannastofnun SÞ vinnur að því að útrýma ríkisfangsleysi fyrir árið 2024 (#IBelong) og eru enn þrjú og hálft á til stefnu. Alþjóðlegir sérfræðingar hennar eru úrkula vonar um að það muni takast að ná þessu markmiði á tilsettum tíma. Vinna hefur staðmeð frá árinu 2014 og átti að vera lokið áratug síðar eða árið 2024. En áfram verður unnið að þessu markmiði eftir tilsettan tíma og þangað til það næst. Einnig er skilgreindur hluti þessarar vinnu það að öll börn séu skráð þegar við fæðingu þeirra.
Flóttamannastofnun SÞ vinnur saman með öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að sambærilegum og sömu markmiðum, sem hér skulu rakin fáein dæmi um:
- með Barnahjálp SÞ (UNICEF) er unnið að því að bæta skráningu á fæðingum og á borgurum;
- með Mannfjöldasjóðme SÞ (UNFPA) er unnið að því að aðstoða ríkisstjórnir við að móta og framkvæma manntöl; og,
- með Mannréttindastofnun SÞ (OHCHR) er stutt við eftirlit við mannréttindi ríkisfangslausra einstaklinga.
Samkvæmt Global Trends. Forced Displacement in 2020 heldur Tyrkland áfram árið 2020 að vera helsta gistiríki og -samfélag flóttamanna í heiminum. Þar dvelja 3.7 milljónir flóttamanna eða 15% allra flytjenda (e. displacement) yfir landamæri og það á heimsvísu. Á heildina litið jókst fjöldi flóttamanna sem áttu gistisamfélög í Evrópu um heil 3% árið 2020. Ástæðan fyrir þessu var einkum sú að rúmlega kvartmilljón flóttamanna fékk alþjóðlega vernd (284,900) innan ríkja Evrópu. Af þessum heildarfjölda var um það bil helmingur sem hlutu slíka alþjóðlega vernd annars vegar í Þýskalandi (83,700) og hins vegar á Spáni (46,500).
Aukinheldur tóku sig upp vopnuð átök í september 2020 innan og nálægt Nagorno-Karabakh. Átökin ollu því að um það bil 90,000 manns urðu flóttamenn til nágrannaríkisins Armeníu. Á sama tíma þurftu rúmlega 80,000 manns tímabundið að flýja innan Azerbædsjan. Þeir sem hurfu til Armeníu eru flóttamenn þar eða búa þar í landi við nokkurs konar ástand sem skilgreina má sem flóttamenn í Armeníu. Eftirtektaverð minnkun á fjölda flóttamanna fól í sér minnkun á Ítalíu um 79,000 sem stafaðme af betri upplýsingaöflun.
Meginhlutverk umdæmisskrifstofu Flóttamannastofnunar SÞ í Norður-Evrópu eru eftirtalin átta atriði:
- Að styðja stjórnvöld við innleiðingu á evrópskum og alþjóðlegum lögum sem snúa að hælisleit og ríkisfangsleysi.
- Að hafa eftirlit með því að hælisleitendur hafi aðgang að þeim löndum sem tilheyra svæðinu og geti sótt um vernd.
- Að styðja við innlend stjórnvöld sem fara með mál hælisleitenda í því að þróa sanngjarna, skilvirka og vandaða málsmeðferð í slíkum málum.
- Að ráðleggja stjórnvöldum, samstarfsaðilum og hagsmunaaðilum um hvernig hægt sé að hjálpa flóttamönnum að aðlagast samfélaginu í löndum á svæðinu.
- Að stuðla að því að stjórnvöld finni lausnir fyrir ríkisfangslausa einstaklinga innan sinna landamæra.
- Að tryggja að allir þeir einstaklingar sem Flóttamannastofnun SÞ lætur sig varða njóti réttinda með hliðsjón af aldri, kyni og fjölbreytileika og að stjórnvöld, samstarfsaðilar og hagsmunaðilar á svæðinu hvetji til og auðveldi þátttöku þeirra er málin varða.
- Að auka vitund um hlutskipti milljóna flóttamanna um heim allan og að fjalla um mál er varða flóttamenn og hælisleitendur.
- Að stuðla að því að starfsemi Flóttamannastofnunar SÞ um heim allan njóti bæði fjárhagslegs- og almenns stuðnings.
Ísland, flóttamenn og starfsemi Flóttamannastofnunar SÞ

Ísland leggur fjármuni til Flóttamannastofnunar SÞ með reglubundnum framlögum til hennar. Árið 2016 fjórfaldaði Ísland stuðning sinn við Flóttamannastofnun SÞ. Það ár var veitt hæsta framlag til Flóttamannastofnunar SÞ sem Ísland hafði veitt þangað til. Upphæðin var samtals 2,4 milljónir bandaríkjadala eða sem samsvarar um það bil 312 milljónum íslenskra króna. Ekki liggja fyrir enn nýrri tölur um framlög Íslands til Flóttamannastofnunar SÞ. Fjárframlagið var meðal annars veitt vegna borgarastyrjaldar og neyðarástandsins í Sýrlandi. Umrætt fjárframlag frá árinu 2016 gerir Ísland að sjöunda stærsta gefenda til Flóttamannastofnunar SÞ miðað við höfðatölu það ár.
Þannig lögðu íslensk stjórnvöld myndarleg lóð á vogarskálar að því er varðar aðstoð vegna aukins straums flóttamanna til Evrópu á árinu 2016. Það var gert annars vegar til að fjármagna mannúðaraðstoð vegna stríðsátaka í Sýrlandi; og hins vegar vegna móttöku flóttafólks hér á landi. Haustið 2018 samþykkti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að næsti hópur kvótaflóttamanna yrði 75 manns. Það voru annars vegar fólk af sýrlensku bergi brotið og hins vegar hinsegin Úgandabúar sem flúið hafa ofsóknir í heimalandi sínu.
Þá hefst á árinu 2021 samstarfsverkefni með UN Women í Tyrklandi til stuðnings sýrlenskum flóttakonum. Verkefnið beinist að því að framfylgja jafnréttisskuldbindingum í mannúðarstarfi, þar á meðal á grundvelli ályktunar nr. 1325. Ráðgjöf verður veitt til framkvæmdaaðila til að efla kynjavitund í viðtöku flóttafólks og til styrktar valdeflingar og seiglu flóttakvenna. Er það í samræmi við stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem hefur mannréttindi, jafnrétti, frið og öryggi að leiðarljósi.
Heimildir og vefslóðir:
Framlög Íslands til Flóttamannastofnunar SÞ – YouTube
https://globalcompactrefugees.org