Frá fundi til skoðunar á vinnu við heimsmarkmið SÞ

Fundur High-level Political Forum fellur undir annars vegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og hins vegar Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC). Síðarnefnda stofnunin ber meðal annars alhliða ábyrgð á stefnu SÞ um sjálfbæra þróun. High-level Political Forum er vettvangur Sameinuðu þjóðanna () til árvissrar eftirfylgni og endurskoðunar á heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030.

Þemað fyrir High-level Political Forum á vegum Hinna sameinuðu þjóða árið 2021 er sjálfbær og staðföst uppbygging í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Faraldurinn hefur haft neikvæð áhrif á efnahagslega, félagslega og umhverfislega þætti sjálfbærrar þróunar. Hið síðarnefnda kallar meðal annars á að allir hagaðilar komi að átakinu sem þarf til þess að ná heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun.

Sjónarmið Efnahags- og félagsmálaráðs SÞ

Juan Sandoval Mendioleas byrjaði á því að taka fram að þær undirstofnanir sem voru til staðar í samþættingardeild ECOSOC, deildu mörgum nýstárlegum hugmyndum og lausnum fyrir opinbera stefnu til að ná fram viðunandi, viðvarandi og sjálfbærum efnahagsbata eftir heimsfaraldurinn. Juan Sandoval Mendiolea sagði í ræðu sinni að hægt sé að skipta niðurstöðum samþættingardeildar ECOSOC niður í 10 skilaboð. Skilaboðin 10 eru eftirfarandi: 

 1. Við skulum endurvekja traust á stofnunum og endurreisa samfélagssamninginn.
 2. Við skulum ekki skilja neinn eftir í bólusetningar ferlinu.
 3. Við skulum útrýma ójöfnuði.
 4. Efnahagsleg uppbygging verður að vernda jörðina og borgara.
 5. Við skulum taka upp nýtt líkan af þróun sem er sanngjarnara og sjálfbærara.
 6. Við skulum tryggja bata á grundvelli félagslegra framfara.
 7. Við skulum ekki skilja neinn eftir í bataferlinu sem nær til allra þjóða heimsins.
 8. Við þurfum áreiðanleg gögn og ,,…gögn sem eru nægilega góð til að þess hægt sé að byggja á þeim til að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á sönnunargögnum “.
 9. Drögum úr hættum sem stafar af  löndum sem búa við erfiðleika og óáran.
 10. Við skulum tryggja nýrra og áhrifaríkara ECOSOC. 

Sjónarmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar

Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, sagði í ræðu sinni að besta leiðin til að stjórna heimsfaraldrinum væri með jafnri dreifingu bóluefna. Hann segir að kerfið sé takmarkað og viðkvæmt, vegna skorts á fjárfestingu í staðbundinni framleiðslu. Í framhaldi af áðurnefndri yfirlýsingu ítrekaði Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kalli á undanþágu frá hugverkaréttindavernd til framleiðslu bóluefna. 

Miklir þurrkar valda hungursneyð í Mógadishu í Sómalíu. Talið er að 5,5 milljónir ibúa þar í landi búi við neyð.

Sjónarmið Barnahjálpar SÞ (UNICEF)

Í ræðu Henrieta Ford, framkvæmdastjóra UNICEF, lagði Ford áherslu á að börn og ungmenni væru mikilvægur þáttur í umræðum um COVID-19 heimsfaraldurinn. Þetta er vegna þess að streita af völdum heimsfaraldurins hefur haft neikvæð áhrif á andlega heilsu barna, þar sem sum börn eru nú lokuð inni á heimilum með ofbeldismönnum. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að að setja geðheilsu barna í forgang og tekur fram að UNICEF hvetji lönd til að setja aukið fjármagn í að bæta geðheilsu, sem er svið sem hefur hingað til verið undirfjármagnað.

Sjónarmið Fjarfestingasjóðs loftslagsmála

Framkvæmdastjóri Climate Investment Funds (CIF) Mafalda Duarte, lagði fram almennar staðreyndir um hvernig loftslagið er að breytast og lagði áherslu á mikilvægi þess að gripið verði til aðgerða. Fjárfestingarsjóður til stuðnings aðgerða gegn loftslagsbreytingum (CIF) er 8 milljarða Bandaríkjadala fjárfestingasjóður með það markmið að flýta fyrir aðgerðum í loftslagsmálum með því að efla og fjárfesta í umbreytingum í hreinni tækni, orku aðgengi og sjálfbærum skógum í þróunarríkjum og meðaltekjulöndum.

Þorpsbúar í  Kyauk Ka Char, Shan-ríki í Mjanmar.

 Sjónarmið Efnhags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD)

Ernesto Soria Morales er yfirmaður greiningar á stefnumótun hjá OECD. Morales hóf kynningu sína á því að taka fram að lönd glíma enn við að koma ríkisstjórnum á braut heimsmarkmiða SÞ (SDG). Með því á hann við hversu mikilvægt það sé að tryggja að stjórnvöld geti staðið frammi fyrir alþjóðlegum umbreytingum og margflóknum áskorunum. Í dag standa lönd sig ekki nógu vel, þar sem aðeins 40% landa stunda græna fjárlagagerð og opinber innkaup eru lítið nýtt til að ná félagslegum þáttum í heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030.

Ernesto Soria Morales lauk erindi sínu með umfjöllun um tilmæli OECD um samræmi í stefnu fyrir sjálfbæra þróun ríkja og vinnu að heimsmarkmiðum SÞ. Ráðleggingarnar eru að styrkja aðferðir til að bregðast við áhrifum yfir landamæri og til að flýta fyrir þróunarferlum. Ernesto Soria Morale setti fram nokkrar tölur um gang mála hjá OECD ríkjum:

– 90% OECD-ríkjanna hafa lagt fram skuldbindingar í átak í sjálfbærri þróun á vegum OECD;

– 30% OECD-ríkjanna hafa sett fram langtímastefnu fyrir heimsmarkmið SÞ með tímalínu allt að 2050;

– 45% OECD-ríkjanna leggja fram upplýsingar tengdar heimsmarkmiðum SÞ sem hluta af skýrslugerð um fjárlagagerð;

– 50% OECD-ríkja reiða sig á ríkisstjórnir sínar til að stýra eða samræma framkvæmd heimsmarkmiða SÞ.

– 59,3% af heildarfjárfestingum hins opinbera á lykilsvæðum fyrir heimsmarkmið SÞ eiga sér stað á lægra stjórnsýslustigi;

– Í flestum löndum OECD koma hagsmunaaðilar fyrst og fremst við sögu með samráði og vitundarvakningu um heimsmarkmið SÞ;

– 30% OECD-ríkjanna hafa greint frá viðleitni til að tengja áhrifamat aðgerða við heimsmarkmið SÞ.

– 97 heimsmarkmið SÞ (57%) hafa áhrif yfir landamæri.

Sjónarmið Evrópusambandsins

Luisa Marelli, fulltrúi Joint Research Centre Evrópusambandsins (JRC) lýsti því yfir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) líti svo á að heimsmarkmið SÞ séu kjarnaatriði í stefnu ESB. Með þessu leggur Marelli áherslu á mikilvægi þess að taka tillit til allra þriggja meginstoða alþjóðasamstarfs, þ.e

(1) réttarregla og friður og öryggis;

(2) réttarregla og mannréttindi; og

(3) réttarregla og þróun.

Marelli lauk ræðu sinni með því að fjalla um viðreisnaráætlun ESB í tengslum við heimsmarkmið SÞ. Viðreisnaráætlun ESB er umfangsmikil (59 skjöl) og skýrir ítarlega út hvernig hún tengist heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun. Þetta felur í sér alþjóðlega umfjöllun um öll 17 heimsmarkmið SÞ, með áherslu á heimsmarkmið þrjú á góða heilsu og vellíðan, heimsmarkmið átta á sjálfbæran hagvöxt, atvinnu og mannsæmandi vinnu.

Börn eta uppúr rusli á miðtorgi í Sao Paulo í Brasilíu.

Sjónarmið aðalframkvæmdastjóra SÞ

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna byrjaði á því að harma að heimsfaraldurinn hafi valdið afturkipp í heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun. Guterres lagði áherslu á mikilvægi skilvirkrar forystu frá öllum hagaðilum til að grípa til brýnna aðgerða og viðspyrnu.

COVID-19 hefur aukið misrétti um allan heim. António Guterres lagði áherslu á mikilvægi þess að dreifa bóluefnum gegn COVID19 jafnt. Slíkt er nauðsynlegt þar sem kórónavírusinn getur smitast miklu mun víðar. Einnig að kórónavírusinn verður enn banvænni ef honum er ekki stjórnað. Guterres hefur áhyggjur af auknu ofbeldi gegn konum í yfirstandandi heimsfaraldri.

Antonio Guterres hvetur stjórnvöld til að stuðla að meiri atvinnu í sjálfbærum og grænum störfum. Einnig leggur Guterres áherslu á hversu mikilvægt það sé að fjárfesta í menntun til að nýta sér möguleika atvinnusköpunar. Guterres lauk ræðu sinni með því að segja að mörg lönd hafi ekki efni á sjálfbærri endurreisn.

Sjónarmið forseta allsherjarþings SÞ

Volkan Bozkir, sem er forseti 75. þings Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna biður fólk um allan heim að íhuga hvað við myndum gera öðruvísi til að betur gangi að uppfylla heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun. Með þessu vill hann að fólk spyrji sig hvað hamli framförum. Einnig hverju fólk geti breytt ef byrjað sé að horfa til framtíðar. Fólk má ekki hefta með flóknum kerfum og verklagi sem á kannski ekki lengur við í heiminum í dag. Þannig telur Volkan Bozkir heimsbyggðina geta byggt upp á nýjan leik  og það um allan heim.

Frá Bangui þriðju héraðsstjórn í seinni umferð þingkosninga í Mið-Afríkulýðveldinu.

Sjónarmið fulltrúa ungmenna

Tveir fulltrúar ungmenna erindi fluttu erindi á High-Level Political Forum. Fyrri ræðumaður var Steve Lee, sem var „Organizing Partner leading the Major Group for Children and Youth (MGCY)“. Lee talaði frá landi frumbyggja í Bandaríkjunum (Seneca og Mississaugas). Í ræðu sinni hvatti Lee aðildarríkin til að einbeita sér að sex markmiðum sem honum finnst að lönd ættu að hafa í forgangi. Markmiðin eru eftirfarandi:

 1. Sanngjarnan aðgangur að árangursríkri heilbrigðisþjónustu, með sálfræðilegri meðferð fyrir ungmenni, þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft áhrif;
 2. Beina fjárfestingum frá kolum, olíu og gasi í átt að breytingum í hreina orku;
 3. Áhersla á aðlögun loftslags, stærra framlag á landsvísu til loftslagsráðstefnunnar í Glasgow 2026 til að ná sameiginlegum langtíma markmiðum sem fela í sér að takmarka hækkun meðalhita við 1,5 gráður;
 4. Að virkja ungt fólk með fötlun í framkvæmd stefnunnar með sérstökum aðgengilegum vettvangi innan allra stjórnkerfa ríkisins.
 5. Bæta mannréttindi m.a. kynjajafnrétti; og
 6. Setja áfangamarkmið við að safna upplýsingum um reynslu ungs fólks. Þetta myndi efla gagnaöflun, sem myndi auka sýnileika og styrkja framkvæmd heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun.
Stúlkubarn í Ruhengeri í Rúanda

Seinni ræðumaður ungmenna var einn af stofnendum Bye Bye Plastic Bags, sem er hreyfing knúin af ungmennum um allan heim, sem felst í því að hafna alfarið notkun plastpoka. Hún byrjar ræðu sína með því að segja að hún hafi byrjað að vinna að þessu málefni sem unglingur fyrir tæpum 10 árum og nú í dag eru enn 10 ár eftir til að ná hinum sautján heimsmarkmiðum SÞ. Hún heldur síðan áfram með því að lýsa ferli sínum þar sem hún byrjaði á því að stofna Bye Bye Plastic Bags.

Hún tekur fram að hún hafi aðeins verið 12 ára gömul þegar hún stofnaði fyrirtækið Bye Bye Plastic Bags, með systur sinni og nokkrum vinum. Fyrst höfðu enga sérstaka áætlun og enga fjárhagsáætlun en þau höfðu skýrt markmið og höfðu skuldbundið sig til að fylgja málinu eftir þangað íbúar Balí hættu að nota einnota plastpoka. Á endanum náðu þau þessu með góðum árangri og einnota plastpokar voru bannaðir.

Hún tekur fram að hún hafi verið stolt og ánægð með þennan litla áfanga sem náðist, en hún viðurkennir einnig að þetta sé aðeins byrjunin og leið fyrir fólk til þess að átta sig á því að ungt fólk sé meira en innblástur í dag. í dag getur maður fundið Bye Bye Plastic Bags á 60 stöðum og í meira en 30 löndum. Hún lýkur ræðu sinni með því að segja að hún trúi því að sérhver unglingur geti flýtt fyrir breytingum