Það hefur komið fram samkvæmt áreiðanlegum heimildum fyrir árið 2020 að einn af hverjum 95 jarðarbúum voru og eru á flótta. En árið 2010 taldi sama tala eina af hverjum 159 jarðarbúum. Ein helsta ástæða fjölgunarinnar er hin langvarandi borgarastyrjöld í Sýrlandi. Þar í landi hefur liðlega helmingur íbúanna gerst flóttamenn. Sýrlenskir ríkisborgarar hafa flúið annars vegar innanlands 6,7 milljónir og hins vegar þvert yfir landamæri Sýrlands 6,8 milljónir, sem gerir alls 13,5 milljónir sýrlenskra flóttamanna. Þessar tölur eru þær langmestu og hæstu í heiminum í dag. Tyrkland var árið 2020 og enn í dag helsta gistiríki og samfélag flóttamanna yfir landamæri, sem telja 6.8 milljónir manna.

Óvenju há tala er meðal barna sem fæddust sem flóttamenn árin 2018-2020 sem voru tæplega ein milljón barna. Samkvæmt spá Alþjóðabankans mun fátæktar-örbirgð vegna yfirstandandi heimsfaraldurs stóraukast frá því að vera árið 2020 um það bil 119-124 milljónir manna. Þetta veldur áhyggjum og aukningu í flóttamannastraumi í heiminum. Loftslagsbreytingar valda fólksflutningum og auka hættur sem steðja að þeim sem eru þvingaðir til að leggja á flótta.
Flytjendur og fólk án ríkisfangs eru í fremstu víglínu í baráttu við loftslagsvánna. Vandamál tengd fátækt, matvælaöryggi, fyrrnefndum loftslagsbreytingum, átökum og fólksflutningum eru samofin og hanga þétt saman. Þau valda því að enn fleiri flóttamenn sækjast eftir öruggu lífsviðurværi og tryggri tilveru.
Þrátt fyrir hinar miklu ferðatakmarkanir hefur fjöldi flóttamanna um allan heim aukist um kvartmilljón sem telur 20,4 milljónir manna árið 2019 í 20,7 milljónir manna árið 2020. Þetta eru voveiflegar staðreyndir um það fólk sem deilir með okkur lífi her á jörðinni nú á þessum erfiðu og átakamiklu tímum. Mikil fjöldi barna er á meðal flóttamanna eða um það bil 10,1 milljón barna á flótta. Heildartala flóttamanna árið 2020 var 82,4 milljónir manna en stefnir hraðbyri í það að komast innan skamms í meir en hundrað milljónir flóttamanna í heiminum. Í þessu hópi eru stór fjöldi kvenna og barna og annars umkomulauss fólks.
Vissulega gerir Heimssamþykkt Sameinuðu þjóðanna um flóttamenn (e. The Global Compact on Refugees) ráð fyrir mikilli samvinnu ríkja um málefni flóttamanna. Spyrja má sig þeirrar ágengu spurningar hvernig það geti hugsast af manneskjur séu vandamál. Eru manneskjur ekki frekar lausnin, hvort sem það eru flóttamenn, hælisleitendur eða aðrir flytjendur?
Vel stæð ríki eru gistisamfélög fyrir einungis 17% flóttamanna sem ferðast þvert yfir landamæri ríkja. Fátækari ríki heimsins (Tyrkland, Kólumbía, Íran, Líbanon og Jórdan) voru árið 2020 gistiríki fyrir 43% flóttamanna þvert yfir landamæri. Hin svo kölluðu meðal og lágtekjuríki í heiminum bera afar mikla ábyrgð gagnvart flóttamönnum, þar sem meðaltekjuríki hafa tekið við 18% flóttamanna yfir landamæri, en lágtekjuríki tekið við 22% flóttamanna yfir landamæri.
Flytjendur í heiminum voru árið 2020 liðlega 48 milljónir manna sem voru á fólk á vergangi (sem er fólk á flótta innan ríkja) af fyrrnefndum heildarfjölda 82,4 milljóna flóttamanna. Í hópi fólks á vergangi var um að ræða fjölmennasta hóp flóttamanna í heiminum, sem námu að tölu um það bil 48 milljónum manna um allan heim.
Í fyrra eða árið 2020 ollu hamfarir 30,7 milljónum nýrra flytjenda um allan heim. Þetta er hæsti fjöldi í áratugi. Fjöldinn er þrisvar sinnum meiri en þær 9,8 milljónir flytjenda sem urðu flóttamenn vegna átaka og ofbeldis. Í síðastnefnda tilvikinu voru 95% allra fólksflutninga í ríkjum sem voru hætt komin eða mjög hætt komin vegna loftslagsbreytinga.
Á síðasta ári hafa bæði einstök ríki og Flóttamannastofnun SÞ skráð 1,3 milljónir einstakra umsókna af hálfu hælisleitenda. Þrátt fyrir hið mikla hrun í umsóknum hælisleitenda er ástandið óbreytt frá árinu á undan. Fjöldi umsókna hælisleitenda eru í bið eða um það bil 4,15 milljónir einstakra umsókna hælisleitenda í heiminum.
Hefðbundnar og varanlegar lausnir eru þær að senda flytjendur og flóttamenn sjálfviljuga aftur til upprunalands; eða finna þeim samastað í öðru ríki; og líka kemur til greina að vinna að samþættingu fólks við það svæði þar sem það sest að í. Það eru 4,2 milljónir flóttamanna og hælisleitenda sem eru án ríkisfangs við árslok 2020, meðal annars fólk sem eru af óþekktu ríkisfangi. Þessar tölur eru frá ríkisstjórnum og öðrum heimildum í 94 löndum. Hin rétta tala um fólk án ríkisfangs er raunar miklu mun hærri. Sannleikurinn er dulin en hann er sá að fólk án ríkisfangs er að finna í flestöllum ríkjum heims. Þetta umkomulausa fólk án ríkisfangs er af mýmörgu og ólíku þjóðerni og fjöldi þeirra er ókunnur og hulin staðreynd.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru sautján að tölu og ná til ársins 2030. En heimsmarkmið SÞ númer þrettán fjallar um aðgerðir í loftslagsmálum. Hið síðastnefnda er líka í samræmi við Parísarsáttmálann fyrir árið 2050 gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Önnur heimsmarkmið SÞ sem nefna má í þessu samhengi eru heimsmarkmið SÞ númer sextán um frið og réttlæti og heimsmarkmið SÞ númer sautján kveður á um samvinnu um öll heimsmarkmið SÞ.
Heimildir:
UNHCR – Global Trends in Forced Displacement – 2020
Vefsíða svæðisupplýsingamiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna (unric.org)