Losun gróðurhúsalofttegunda og loftslagsmál

Íslensk vefsíða er nú fræðsluvefur um losun gróðurhúsalofttegunda og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

Í nýjustu og 6. ástandsskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsvánna sem gefin var út þann 9. ágúst er varað við því að hitabylgjur eigi eftir að verða tíðari og heitari. Eins eigi þurrkar eftir að verða víðtækari. Hér má finna umfjöllun um 6. ástandsskýrsluna sem er greinagóð og yfirveguð enda byggð á sterkum vísindalegum rökum og rannsóknum. Rétt um það bil algjör fylgni og raunar er algjör fylgni á milli annars vegar losunar gróðurhúsalofttegunda og hins vegar hlýnunar andrúmsloftsins.    

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru sautján að tölu og snýr heimsmarkmið 13 að aðgerðum í loftslagsmálum. Það markmið er í anda loftslagssamning Parísarsáttmálans um kolefnislosun fyrir árið 2050. Stefnt er að því fyrir árið 2050 að losun gróðurhúsalofttegunda verði ekki meiri en sem nemur 1,5 gráðu og í hæsta lagi 2,0 gráðum miðað við hitastig loftslags fyrir iðnbyltingu. Brýnt er að hindra loftslagsbreytingar af mannavöldum, stórefla sjálfbæra þróun og útrýma fátækt. 

Næsta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður í skosku borginni Glasgow undir lok október 2021 og er ríkisstjórn Ítalía stuðningsaðili hennar. 

#heimsmarkmidin #GlobalGoals #SDG #Glasgow26