Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO/UNFAO)

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFAO/FAO) var stofnuð árið 1945 og má kynna sér helstu hápunkta í sögunni neðst á síðunni. FAO er sérhæfð undirstofnun Hinna sameinuðu þjóða (). Enska skammstöfnunin er UNFAO eða FAO. Stofnunin hefur það markmið að útrýma hungri í heiminum samanber myllumerkið og enska slagorðið #ZeroHunger eða Ekkert hungur og líka: Fiat Panis – verði brauð

Qu Dongyu er núverandi aðalframkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnuna SÞ (FAO) og tók við því starfi árið 2019. Aðalframkvæmdastjórinn aðhyllist þá skoðun að frelsiskennd frá því að upplifa hungur eru grundvallar mannréttindi. Hann telur að mannkyn allt hafi færni til að vinna bug á viðvarandi óöryggi í matvælaframboði. Þrátt fyrir það að margt sé breytingum háð, geta vandamál líka orðið skapalón framfara telur aðalframkvæmdastjórinn. Kjörorð hans er ,,einfalt líf, en ekki einföld vinna” (e. ,,Simple life, but not simple work”).

FAO hefur sína eigin síðu á youtube.com/user/FAOoftheUN sem finna má þar og með því að smella á heitið hér á undan. Annað myndband lýsir starfi FAO í hnotskurn sem fylgir hér í vafranum hér að neðan.

Markmið FAO er það að færa öllum matvælaöryggi og eins að tryggja það að allar manneskjur hafi reglulegan aðgang að nægum hágæða matvælum í því skyni að geta átt virkt og heilbrigt líf. Aðildarríki FAO eru 194 og starfar stofnunin í rúmlega 130 ríkjum um alla heim. Auk þess hefur Evrópusambandið stofnanaaðild að FAO og tveir aukaaðilar sem eru Færeyjar og Tókelá-eyjar. Það er yfirlýst viðhorf og stefna FAO að allir geti lagt sitt af mörkum til að útrýma hungri.

FAO hefur unnið að því að útrýma hungri, næringaskort og fátækt á sjálfbæra hátt allt frá stofnun árið 1945. FAO hefur fært heiminn nær þessu markmiði með því að einblína á 10 mikilvæg áhersluatriði.

  1. Codex Alimentarius var sett á laggirnar árið 1963. Þetta er mikilvægasta alþjóðlegi eftirlitsaðili fyrir matvælastaðla, neytendavernd og sanngjörn viðskipti í matvælaviðskiptum og -verslun. Codex Alimentarius tryggir örugg matvæli og góðan mat fyrir alla og alls staðar. Nefnd um Codex Alimentarius var stofnuð árið 1963 af FAO og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).
  2. Útrýming Fljótablindu í vestur Afríku árin 1974-2002. Fljóta-Onchocerciasis í vestur Afríku sem dreifðist með smituðum svörtum flugum sem blindaði þúsundir þar um slóðir. Árið 1974 setti FAOWHO og Þróunaráætlun SÞ (UNDP) á stofn verkefni í 11 ríkjum um lífrænt skordýraeitur ásamt viðamikilli meðferðaráætlun sem leiddi til þess að hægt var að koma á stjórn á sjúkdómum og hindra smit 40 milljóna manna sem voru bráð hætta búin. Fljótablindu var loks útrýmt árið 2002.
  3. Samingur um tilföng plöntugens fyrir matvæli og landbúnað sem var samþykktur árið 2001. Hver á útsæði? Hver ákvarðar reglur um náttúruvernd? eða sjálfbærni í notkun, aðgengi og dreifingu á gæðum frá tilföngum plöntugena? Alþjóðasamningur um tilföng í plöntugenum var samþykktur af 135 ríkjum eftir áralanga alþjóðlega baráttu fyrir því á vettvangi FAOSáttmálinn um tilföng plöntugena fyrir matvæli og landbúnað var samþykktur árið 2001.
  4. CFS-nefnd (e. Committee on Food Security) um matvælaöryggi í heiminum stofnuð árið 1974. CFS-nefndin er meginvettvangur fyrir samræður um matvælaöryggi og næringu. Árið 2009 verða umbætur sem leiða til þess að CFS-nefndin verður fjölhliða og inniheldur frjáls félagasamtök og einkageirann. CFS-nefndin gefur skýrslu til allsherjarþings SÞ og heldur ársþing FAO.
  5. Barátta gegn hungri í Suður-Ameríku og í ríkjum Karíbahafsins á árunum 1990-2014. Á 25 árum hafa ríki Suður-Ameríku og ríki Karíbahafsins og frá nálægum slóðum fækkað fjölda þeirra einstaklinga sem eru sveltandi af heilu hungri um helming. Fjöldi þeirra sem voru sveltandi af heilu hungri árið 1991 var 15,4%.  Árið 2009 verða umbætur sem leiða til þess að CFS-nefndin verður fjölhliða og inniheldur frjáls félagasamtök og einkageirann. CFS-nefndin gefur skýrslu til allsherjarþings SÞ og heldur ársþing FAO. Fjöldi þeirra sem voru sveltandi af heilu hungri árið 2014 var 5,5%. Þetta tókst með því að styrkja pólitískar skuldbindingar sem fólu það í sér að tryggja aðgengi að matvælum, auðvelda matvælaframboð og að efla næringargildi matvæla. Baráttan gegn hungri er háð fyrir samtíð okkar og líka fyrir framtíðarkynslóðir.
  6. Útrýming á rindarveiki árin 1994-2011. Rindarveiki var banvæn og afar smitandi vírus-sjúkdómur sem olli dauðsföllum í dýrum í 100% tilvika. Rindarveiki drap milljónir kúa, búffalóa og villtra dýra af sama kyni skyldleika og olli því hungursneyð á meðal manna. Árið 1994 upphófu FAO og Alþjóðastofnunin um dýraheilsu (OIE) eftirfarandi: Hnattræna áætlun um útrýmingu rindarveiki. Árið 2011 lýstu FAO og OIE því opinberlega yfir að rindarveiki hefðme verið útrýmt.
  7. Rétturinn til matvæla frá árinu 2004. Rétturinn til matvæla er tryggður í Mannréttindayfirlýsingu SÞ frá árinu 1948. Árið 2004 samykkti ráð FAO réttinn til leiðbeininga um matvæli. Matvælaleiðbeiningar hafa umbreytt ýmsum grundvallargildum sem síða hafa verið leidd í framkvæmd. Rétturinn til matvæla er núna hluti af stjórnarskrám og er lagalega bindandi í rúmlega 30 ríkjum. Grundvallarviðmiðin um réttinn til matvæla var samþykkt árið 2004.
  8. Upplýsingaveita um markað fyrir landbúnaðarvörur (AMIS) var sett á laggirnar árið 2011. Árin 2007-2008 var skyndileg aukning í matvælaverði sem ógnaði matvælaöryggi. Það var brýn þörf á áætlunum og aðferðum til að bregðast við sveiflum í matvælaverðme. AMIS var stofnað árið 2011 sem vettvangur þvert á ýmsa aðila og stofnanir til að efla gegnsæi á alþjóðlegum markaði og við að samhæfa pólitísk viðbrögð. AMIS (Agricultural Market Information System) Upplýsingaveita um kerfi markaðsupplýsinga fyrir landbúnaðarvörur var sett á laggirnar árið 2011.
  9. Viðmið um ábyrga stjórnun á landnýtingu, nýtingu á fiskimiðum og nýtingu á skóglendi. Hin opnu viðmið um ábyrga stjórnun á landnýtingu, á fiskimiðum og á skóglendi var samþykkt árið 2012. Það var gert til að bæta aðgengi að náttúruauðlindum enda er slíkt allra hagur. Árið 2009 hafði FAO frumkvæði að hnattrænu samtali á milli fjölmargra hagaðila. Á árunum 2011-12 lýsti CFS-nefndin yfir stuðningi við Hin opnu viðmið um landnýtingu, nýtingu á fiskimiðum og nýtingu á skóglendi. Viðmiðin eru hnattræn heimild um stýringu á nýtingu á nattúruauðlindum. Hin opnu viðmið voru samþykkt árið 2012.
  10. Sáttmáli um vinnureglur um ábyrgar fiskveiðar sem var samþykktur árið 1995. Samningur um aðgerðir tengdar hafnsögu var samþykktur árið 2016 til að vernda nattúruauðlindir, hindra ofveiðme fiskistofna (e. overfishing) og berjast gegn ólöglegum og óskráðum fiskveiðum og fiskveiðum sem ekki er stýring á. FAO vinnur að því að efla Samning um vinnureglur fyrir ábyrgar fiskveiðar sem staðfestar voru á ráðstefnu FAO árið 1995 og Samningur um aðgerðir í hafnsögu (e. Port State Measures Agreement) var samþykktur í júní árið 2016. Samningur um vinnureglur um ábyrgar fiskveiðar var samþykktur árið 1995.  Samningur um aðgerðir um hafnsögu gekk í gildi í júní árið 2016.
Flóttamenn innanlands nálægt Mogadishu me Sómalíu.

Mýmörg vandamál þar með talið mannfjöldaaukning, borgamyndun, aukin velmegun. Afleiðing verður meðal annars sú, að það neyslumynstur breytist sem aftur virkar sem hvatning til úrræða í matvælaiðnaði og til þess að koma á framfæri næringarríkum matvælum. Jafnframt er það hvetjandi í því að stuðla að fleiri valkostum til lífsviðurværis. Þeir valkostir semja sig vel að umhverfinu og að sjálfbærni.

Matvælaiðnaður sem við treystum öll á veitir framlag til og eru undir áhrifum frá öfgum í veðri. Þær eru háðar og tengjast loftslagsbreytingum, hnignun lands og tapi á líffræðilegum fjölbreytileika. Til að bregðast við þessum áskorunum er krafist kerfisbundinna aðferða. Hinar síðastnefndu þurfa að svara á heildstæðan og sjálfbæra hátt hinum fjölmörgum flækjum og vandamálum á sviðme matvælaframleiðslu.

Sjálfbær matvælaiðnaður er kerfi sem tryggir matvælaöryggi og næringu fyrir allt mannkyn. Slíkt kerfi má ekki hindra, hvorki efnahagslega né félagslega né umhverfislega, nútímalega matvælaframleiðslu. Síðastnefnd matvælaframleiðsla gefur af sér bæði matvælaöryggi og næringu fyrir framtíðarkynslóðir. Þetta þýðir að sú matvælaframleiðsla skilar hagnaði til langframa; tryggir efnahagslega sjálfbærni matvælaframleiðenda; framleiðsla á matvælum sem tryggir víðtæka farsæld fyrir samfélög; matvælaframleiðsla sem hefur jákvæð eða hlutlaus áhrif á náttúruauðlindir umhverfisins; og tryggir sjálfbærni umhverfisins.

Stúlkur á Haítí fagna alþjóðlegum degi réttinda barna og fá gjafir frá sjálfboðaliða.

Árið 2050 mun það að fæða heildarfjölda mannkyns sem telur um 10 milljarði krefjast þess að róttækar breytingar eigi sér stað á því hvernig matvæli eru framleidd, meðhöndluð, keypt/seld og þeirra er neytt. Það að brauðfæða þennan mannfjölda á næringarríkan og sjálfbæra hátt mun krefjast umtalsverðrar eflingar á hnattrænni, svæðisbundinni og nálægum matvælaiðnaði í því skyni að koma á framfæri góðri atvinnu og lífsviðurværi fyrir framleiðendur og alla framkvæmdaaðila í matvælakeðjunni, sem bjóða upp á næringarríka framleiðslu fyrir neytendur og munu þannig geta skaðað náttúruauðlindir okkar.

FAO styður ríkisstjórnir í að byggja samhæfð, árangursrík og sjálfbæra matvælaframleiðslu. Hið síðastnefnda er fyrir tilstilli þeirra hæfileika sem fólk hefur til að veita ýmis konar forystu. Slík matvælaframleiðsla byggist á markaðslausnum og samstarfi. Hið síðarnefnda byggist aftur á greinagóðum upplýsingum, en líka á innsæi og nýsköpun. Þannig er hægt að tengja saman þetta þrennt, það er upplýsingar, innsæi og nýsköpun, við heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030.

FAO vinnur náið með ríkisstjórnum og lykilgerendum svo sem einkageiranum, frjálsum félagasamtökum, svæðisbundnum samfélagsstofnunum á sviði efnahagsmála og þann vettvang sem samþættir sjálfbærni á þremur málefnasviðum (félagslegum, efnahagslegum og umhverfislegum) þvert á hnattrænan, svæðisbundin og nálægan matvælaiðnað. Þetta stafar af því að FAO telur að það þurfi að setja  matvælaiðnað í algjöran forgang. Þannig verður umbreyting frá heildstæðum og greinagóðum aðferðum matvælaframleiðslu yfir í raunhæfar aðgerðir, stefnumótun og fjárfestingu. Þannig má með bestum hætti takast á við þann matvælaiðnað sem þarf að glíma við til framtíðar.

Þátttaka Íslands í FAO

Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) fer með mikilvæga málaflokka um höfin, fiskveiðar og stjórn fiskveiða, og tók Ísland virkan þátt í í því starfi á árinu. Fastafulltrúi Íslands sat í framkvæmdaráði fiskveiðanefndarinnar (Committee on Fisheries) fyrir hönd Evrópuríkja (2018-2021) og stýrði fundum við ákveðin tækifæri. Ísland tók virkan þátt í vinnuhópi sem staðfesti yfirlýsingu í tilefni af 25 ára afmæli Viðmiðunarreglna um ábyrgar fiskveiðar (e. Code of Conduct for Fisheries), auk þess sem fastafulltrúinn var meðal forystufólks um að byggja upp nýja undirnefnd um málefni fiskveiða í framtíðinni til að auka sýnileika og mikilvægi fiskveiða í matvælastefnu framtíðar.

Ísland og FAO hafa gert með sér samstarfsamning (2019) á sviði fiskveiða, baráttu gegn ólöglegum fiskveiðum og málefna smáeyjaríkja (Small Island Development States) og var starfandi veiðafærasérfræðingur frá Íslandi hjá FAO gegnum það samkomulag auk þess sem lögð voru drög að frekara samstarfi. Fastafulltrúinn og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið áttu í virku samráði, meðal annars um styrk til FAO til að vinna úttekt um samninga þróunarríkja við stórútgerðir um veiðiheimildir.

Stiklað á stóru í sögu FAO 

Flóttamenn sækjast eftir mannúðaraðstoð í Kúda-þorpinu vestan við Júba í Suður-Súdan.

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFAO/FAO) var stofnuð árið 1945. Fyrsta úttekt á matvælaframboði í heiminum var unnin árið 1946. Sama ár var fyrsti sérhæfði fundurinn um aðkallandi vandamál tengd matvælaframboði haldin.

Árið 1950 var heimstalning unnin á sviði landbúnaðar.

Árið 1951 flutti FAO höfuðstöðvar sínar til Rómar. Ári síðar eða árið 1952 voru eftirfarandi verkefni unnin af hálfu FAO: önnur úttekt gerð á matvælaframboði í heiminum; sama árið 1952 var ráðstefna um verndun plantna (IPPC); verkefni sett á laggirnar vegna engisprettufaraldurs í eyðimörkum.

Árið 1954 setti FAO viðmið í formi reglna vegna umsýslu og meðhöndlun á offramboði á matvælum. Árið 1955 hófst annar áratugur í starfsemi FAO og vann stofnunin þá að eftirfarandi verkefnum:

Árið 1957 var sett á laggirnar heimsverkefnið um útsæði;

Árið 1958 var komið á fót matvælasjóði SÞ;

Árið 1961 voru þrjú aðskilin verkefni unnin. Í fyrsta lagi Herferð gegn hungri, og í öðru lagi jarðvegskort FAO og Menningarmálastofnunar SÞ (UNESC), og í þriðja lagi verkefni um áburð.

Árið 1963 var Matvælastofnun SÞ (World Food Programme – WFP) stofnuð; sama ár var þriðja úttekt á matvælaframboði; og líka það ár var heimsþing um matvælaiðnaðinn.

Á þriðja áratug sem hófst árið 1965 urðu eftirfarandi umbætur á sviði matvælaframboðs og -framleiðslu:

Heimsráðstefna um landnýtingu var árið 1966.

Annað heimsþing um matvælaiðnaðinn var árið 1970. Sama ár var heimsvísir að áætlun um þróun í landbúnaði.

Árið 1971 var ráðgjafahópur um alþjóðlegar rannsóknir um landbúnað komið á fót.

Árið 1972 var ráðstefna SÞ um umhverfi og fólk. Hið sama ár var fjallað um kreppu í Sahel í norðanverðri Afríku sunnan Sahara.

Árið 1974 var heimsþing matvælaiðnaðarins og hið sama ár var nefnd um matvælaöryggi í heiminum.

Árið 1976 var verkefni í tæknisamvinnu á vegum FAO sett á laggirnar.

Árið 1977 var fjórða úttekt unnin á matvælaiðnaðinum í heiminum. Hið sama ár var hnattrænt upplýsinga- og forboðakerfi við ógnum sett á stofn.

Árið 1979 var ráðstefna um umbætur í landbúnaðme og matvælaframleiðslu. Hið sama ár var heimsdagur matvæla.

Árið 1982 var alþjóðlegt upplýsingakerfi um útsæði sett á laggirnar.

Árið 1984 heimsráðstefna um sjávarútveg og fiskveiðar.

Árið 1985 hófst 5. áratugur í starfi FAO:

Sama árið eða 1985 var samþykktur Sáttmáli um matvælaöryggi. Einnig var fimmta úttekt unnin á matvælaiðnaðinum í heiminum.

Árið 1986 var komið á fót upplýsingakerfi um tölfræði á vegum FAO undir heitinu FAOSTAT.

Árið 1987 fjallaði FAO um öryggi á sviði matvæla innan alþjóðaviðskipti.

Árið 1988 var umhverfiseftirlitskerfi í rauntíma fyrir Afríku komið á fót.

Árið 1992 var heimsyfirlýsing og áætlun um aðgerðir á sviði næringar.

Árið 1993 kom út skýrslu um heimsbúskap í landbúnaði sé horft til ársins 2010.

Árið 1994 var stofnsett sérhæfð áætlun um matvælaöryggi (SPFS).

Árið 1995 gekk sjötti áratugur í starfi FAO í garð og það voru tvö mál í öndvegi í starfi FAO: Viðmiðunarreglur um starfsemi ábyrgra fiskveiða; Neyðarkerfi varúðar vegna pesta, faraldra og sjúkdóma í dýrum þvert á landamæri (e. Emergency Centre for Transboundary Animal Disease – ECTAD).

Árið 1996 var heimsráðstefna þjóðaleiðtoga um matvælaiðnaðinn haldin í Róm. Leiðtogarnir gáfu út yfirlýsingu kennda við Rómaborg um matvælaöryggi í heiminum.

Árið 1997 setti FAO á laggirnar átak kennt við TeleFood, sem eru uppákomur og átak á sviði fjölmiðlunar til að efla meðvitund um hungur og aðgerðir til að afstýra hungri.

Árið 1998 var Rotterdam-samningurinn samþykktur. Hann snýr að innflutningi á hættulegum spilliefnum. Samningurinn er fjölhliða og vinnur að því að koma á framfæri sameiginlegri ábyrgð í tengslum við innflutning af þessu tagi.

Árið 1999 var sett á stofn á vegum FAO upplýsingaveita um samninga á sviði sjávarútvegs og fiskveiða.

Árið 2000 var komið á fót stefnumótun fyrir Afríkuhornið.

Árið 2001 var samþykktur Alþjóðasamningur um tilföng í plöntugenum matvæla.

Árið 2002 var Heimsfundur um matvælaiðnaðinn þar sem litið var aftur til undanliðinna fimm ár.

Árið 2004 var sett á stofn Rétturinn til viðmiðunarreglna um matvæli og matvælaframboð.

Árið 2005 var sjötti áratugur í starfsemi FAO:

Árið 2006 var stofnuð miðstöð neyðarstjórnunar vegna dýrahalds.

Árið 2008 ráðstefna FAO um loftslagsbreytingar.

Árið 2009 var heimsráðstefna um matvælaöryggi.

Árið 2010 neyðarviðbrögð til handa Pakistan.

Árið 2011 lýsti FAO yfir því að tekist hefði að útrýma rindarpest.

Árið 2012 voru samþykkt Hin opnu viðmið um stjórnun um landnýtingu, nýtingu á fiskimiðum og nýtingu á skóglendi.

Árið 2014 voru þrjú mál sett í öndvegi á vettvangi FAO: Viðmið vegna ábyrgrar fjárfestingar í landbúnaðme og matvælaiðnaðme; hnattrænt samstarf og stuðningar á sviðme málefna tengdum jarðvegi; önnur alþjóðleg ráðstefna um næringu (ICN2).

Árið 2015 voru samþykkt þúsaldarmakmið Sameinuðu þjóðanna (e. Millennium Development Goals). Sama ár var alþjóðlegt ár jarðvegs.

Árið 2016 var gerður Samningur um aðgerðir um hafnsögu (PSMA). Sama ár var hrint í framkvæmd heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru árinu á undan og ná til ársins 2030. Alþjóðlegt ár bauna var haldið árið 2016.

Árið 2018 var alþjóðlegur dagur býflugna. Sama ár var settur á laggirnar alþjóðlegur dagur gegn ólöglegum fiskveiðum.

Árið 2019 var komið á fót verkefninu um hönd-í-hönd sem miðar að því að útryma fátækt (sbr. heimsmarkmið 1) og baráttan fyrir Ekkert hungur eða vannæring (sbr. heimsmarkmið 2). Hið sama ár voru settar á laggirnar viðmiðunarreglur FAO um dagskrá fæðis til handa borgarbúum. Líka hófst það ár áratugur fjölskyldubúskapar í landbúnaðme.

Árið 2020 var alþjóðlegt ár plöntuheilsu.