Heimsmarkmið – 12. Ábyrg neysla og framleiðsla

Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð

Nú þegar komið fram í októbermánuð kynnum við þema mánaðarins, sem er heimsmarkmið 12 – ábyrg neysla og framleiðsla. Á yfirstandandi ári munum við kynnast heimsmarkmiðum SÞ betur í gegnum þema hvers mánaðar.

Birtar verða greinar um heimsmarkmið SÞ hvert fyrir sig á þessu ári. Jafnframt stendur til að það fylgi með tilheyrandi ítarefni og greinagóðar upplýsingar, kynningar og fræðsla um það hvernig einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og bæjarfélög geta unnið að heimsmarkmiðum SÞ. Þannig geta allir þessir ólíku aðilar lagt sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar.  

Ein af þeim spurningum sem vert er að velta upp og leita svara við er  þessi: Hvaða tækifæri eru fólgin í heimsmarkmiðum SÞ 

Með samstilltu alþjóðlegu átaki þar sem allir leggjast á eitt getum við friðmælst við okkur sjálf og náttúruna, tekist á við loftslags- og umhverfisbreytingar, slæmt efnahagslegt ástand og félagslegar áskoranir.  

Óhætt er að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar, mun líf allra og umhverfi batna til mikilla muna en það þarf alla til og samvinnu þvert á landamæri svo að það verði mögulegt. 

Ábyrg neysla og framleiðsla

Sölukona undirbýr kaup á sultukrukkum á dreifimiðstöð í Abu Shouk-búðunum fyrir fólk á vergangi í Norður Darfúr í Súdan.

Hið hnattræna ,,neyslufótspor” (efnislega fótspor) jókst um 70% frá aldamótum til ársins 2017. Ein milljón plastflaskna eru keyptar um heim allan á hverri einustu mínútu. Fimm trilljón einnota plastpoka er hent og verður að úrgangi á hverju ári. Rafmagnsúrgangur eykst áfram og fær ekki ábyrga losun. Hver einasta manneskja á jörðinni gaf frá sér 7.3 kílógrömm af rafmagnsúrgangi árið 2019, en þar af var einungis 1.7 kílógrömm sem var fært í endurvinnslu (sjá heimild hér, neðar í textanum og neðst fyrir heimild).

Þróuð ríki búa yfir mörgum valkostum í því að auka endurnýjanlega orku. Í þróuðum ríkjum er notað fjórum sinnum meira af vöttum á mann en í þróunarlöndum. Í hinum fyrri eru notuð 880 vött á mann en í þróunarlöndum eru notuð 219 vött á mann. Þrátt fyrir framfarir verður stuðningur við jarðefnaeldsneyti til þess að ógna árangrinum af Parísarsáttmálanum og sömuleiðis heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Árið 2019 var 56 trilljónum bandaríkjadala varið í slíkan stuðning sem var rúmlega fimmtungs samdráttur frá árinu 2018.

Á árinu 2020 voru tilkynntar samtals 700 stefnuyfirlýsingar og framkvæmdaatriði frá 83 ríkjum og Evrópusambandinu fyrir heimsmarkmið SÞ  (sama heimild: unstats.un.org/sdgs/report/2021/). Stefnuyfirlysingarnar og framkvæmdaatriðin voru gefnar innan viðeigandi tímaramma, sem töldust til tíu ára og lutu þau að  heimsmarkmiði SÞ númer þrettán um ábyrga neyslu og framleiðslu (frá 83 ríkjum og Evrópusambandinu). 

Mannfjöldaaukning í heiminum ásamt með ósjálfbærri notkun á náttúrgæðum hefur skelfilegar afleiðing fyrir jörðina. Þessi neikvæða og ósjálfbæra þróun veldur loftslagsbreytingum, eyðileggur umhverfi og eykur hlutfall mengunar í heiminum. Hér um bil 14% af matvælum heimsins tapast í aðfangakeðjunni áður en þau berast í smásölu. Þetta kemur til viðbótar þeim mengunarvöldum sem getið er um hér að ofan.

Nú í dag stendur mann- og kvenkyn og fólk af öllum kynjum frammi fyrir sögulegu tækifæri til að endurhanna umskipti eftir yfirstandandi heimsfaraldur sem leggur grunn að sjálfbærum og öflugum hagkerfum og þjóðfélögum. Það er komin tími til að aftengja hagvaxtartrú frá umhverfistjóni sem hagvöxtur óhjákvæmilega veldur. Þannig þarf að takmarka kolefnisútblástur, vinna að eflingu á notkun endurnýjanlegrar framleiðslu og eins þess að styrkja sjálfbæra lífshætti.

Hin mikla aukning á nýtingu náttúruauðlinda er neikvæð og skaðleg þróun

Vaktmaður sem tilheyrir samvinnufélagi bænda úr samfélagi í Harerge héraði, austan Addis Ababa í Eþíópíu gætir að landsvæði vegna þjófa og ræningja þar um slóðir.

Um allan heim hefur neysla innanlands á mann aukist um meira en 40% frá aldamótum til ársins 2017. Sú neysla fellur undir framleiðslu sem hagkerfi notar til að mæta neysluþörf, sem jókst á þessu árabili úr 8,7 í 12,2 rúmlestir tonna. Á öllum svæðum í heiminum nema Evrópu, Norður Ameríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi hafi ríki gengið í gegnum afar mikla aukningu í neysluþörf undanfarna tvo áratugi. Aukning á innanlandsneyslu í þróunarlöndum stafar einkum af iðnvæðingu þeirra, þar með talinni útvistun á efnismikilli iðnframleiðslu frá þróuðum svæðum.

Notkun á náttúruauðæfum og önnur gæði svo sem umhverfisáhrif er ójafnt skipt á milli landa og svæða. Leiðin til ábyrgrar neyslu og framleiðslu þarfnast aðferða hringrásarhagkerfisins, sem eru hönnuð til að takmarka úrgang og mengun, halda vörum og framleiðslu í sjálfbærri endurnotkun, og þess að endurnýja lífkerfi.

Árangur við að auka bæði sjálfbæra framleiðslu og neyslu er ójafnt dreift eftir svæðum

Þrónaráætlun SÞ heldur úti verkefninu ,,peningar fyrir vinnu” sem er gert í samvinnu við Sant Triyai Fatra Kafoufey endurvinnslustöð í Port-au-Prince í Haítí.

Það að umbreyta í átt til enn meiri sjálfbærrar neyslu og framleiðslu er forsendan fyrir því að takast á við hnattrænar áskoranir. Hinar síðastnefndu eru til að mynda loftslagsbreytingar af mannavöldum, eyðing á líffræðilegum fjölbreytileika og mengunar. Einnig leikur sjálfbær neysla og framleiðsla lykilhlutverk í því að ná fram sjálfbærri þróun. Það örlar á jákvæðum breytingum af hálfu ýmissa þjóðríkja í þróun verkferla og stefnumótunar sem lýtur að því að styðja við þessi mikilvægu umskipti.

Eins og áður kemur fram hafa 83 ríki auk Evrópusambandsins tilkynnt um 700 verkefni á sviði stefnumótunar og verkferla sem falla undir Tíu ára ramma um verkefni í ábyrgri neyslu og framleiðslu. Á hinn bóginn hafa einungis fimmtíu sambærileg verkefni á sviði stefnumótunar og verkferla verið tilkynnt í Afríku sunnan Sahara, samanborið við 374 á Vesturlöndum sem eru þjóðríki bæði í Evrópu og Norður Ameríku.

Rafmagnsúrgangur heldur áfram að aukast og er ekki fargað á ábyrgan hátt

Fiskveiðimaður við Wataboo ströndina kastar neti í hafið til að veiða smáfisk.

Árið 2019 var framleitt í heiminum öllum 53.6 milljón rúmlesta tonna af rafmagnsvörum eða rafmagnstækjum sem þörfnuðust förgunar (E-waste). Þetta fól í sér aukningu um fimmtung frá árinu 2014. Óörugg förgun á rafmagnsúrgangi veldur því að eitruð spilliefni ganga í jarðveg og vatnslón, sem aftur veldur því að það stafar umhverfis- og heilsuógn af þeirri mengun. Önnur afleiðing er umfangsmikil sóun á takmörkuðum og verðmætum hráefnum, svo sem gulli, platínum, kóbalti og fágætum jarðefnum. Talið er að allt að 7% af gullforðabúri heimsins sé geymt í rafmagnsúrgangi (e-waste).

Árlega er talið að aukning á neyslu á rafmagnsúrgangi (e-waste) muni aukast um 0,16 kílógrömm á hvert mannsbarn. Það mundi gera það að verkum að árið 2030 yrðu það 9.0 kílógrömm á hvert mannsbarn (eða samtals 74,4 milljónum rúmlesta tonna). Á hinn bóginn var raunhæf og árleg aukning á endurnýjun á rafmagnsúrgangi síðasta áratug einungis 0.05 kílógrömm á hvert mannsbarn. Nauðsynlegt er að hlutfallið verði að minnsta kosti tíu sinnum meira til að tryggja endurnýjun á öllum rafmagnsúrgangi fyrir árið 2030.

Framfarir í því að útrýma styrkjum fyrir jarðefnaeldsneyti er áfram ójafn, sem ógnar árangri Parísarsáttmálans og heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun

Kornakur í ræktun í Haítí vegna hins nýbyggða vatnsveitukerfis sem dregur að vatn frá fljóti í nágrenninu.

Styrkir til jarðefnaeldsneyti frá ríkisstjórnum sem setja inn hvata til að framleiða og neyta jarðefnaeldsneytis, svo sem kol, hráolíu og jarðgas fer fram yfir þróun og notkun á hreinni og endurnýjanlegri orku. Slík þróun á mengandi orkugjöfum eykur á loftslagsvandann og veldur aukinni loftmengun, sem hefur síðan neikvæð áhrif á lýðheilsu.

Styrkir til jarðefnaeldsneytis minnkuðu árið 2019 í 432 milljarða bandaríkjadala vegna lægra eldsneytisverðs, sem var stílbrot á stighækkandi upphæðum styrkja frá árinu 2017 (450 milljarða bandaríkjadala) og árið 2018 (548 milljarði bandaríkjadala). Upphæð styrkja var talin mundu minnka mikið á árinu 2020 vegna minnkandi eftirspurnar og hækkunar á olíuverði. Minnkunin á styrkjum til jarðefnaeldsneytis (mæld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu) mun líklega verða lægri heldur en vonir stóðu til, sem stafar af samhliða minnkun á vergri þjóðarframleiðslu í heiminum á árinu 2020.

Vegna lægra verðs á jarðefnaeldsneyti undanfarin tvö ár, gripu mörg ríki tækifærið og gengust fyrir umbótum og létu fjara undan styrkveitingum. Hitt er annað mál að framfarir eru ójafnar. Verð á jarðefnaeldsneyti hækkar mikið árið 2021 en það er líka hætta á afturkipp og hins að ekki muni takast að ná heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun og Parísarsáttmálanum.

Þrátt fyrir framfarir hafa þróuð ríki enn mikla möguleika á sviði endurnýjanlegrar orku

Bóndi ræktar hafþyrni í Altai-Sayan ræktarhéraðinu í Uvs í Mongólíu.

Árið 2018 gerðist það í fyrsta skipti í heiminum að meirihluti ný-endurnýjanlegrar raforkugetu sem sett var upp fyrirfannst í þróuðum ríkjum. Hin umtalsverða aukning í raforkugetunni í ýmsum ríkjum heimsins má fyrst og fremst rekja til notkunar á sólar- og vindorku frá sólarpanelum og vindmyllum. Nýjustu upplýsingar sýna að endurnýjanleg raforkugeta hélt áfram að aukast enn frekar árið 2020, þrátt fyrir kórónaveirufaraldurinn.

Árið 2019 höfðu þróunarlönd 219 vött á hvert mannsbarn af endurnýjanlegri raforkugetu. Á hinn bóginn var endurnýjanleg raforkugeta 880 vött á hvert mannsbarn í þróuðum ríkjum. Sú tala var fjórum sinnum hærri heldur en það sem var fyrir hendi í þróunarlöndum, sem aftur bendir til þess að það sé ráðrúm fyrir enn frekari aukningu.

Staðan á Íslandi

Helstu áskoranir:

Minnka neyslu, draga úr matarsóun og minnka þar með vistspor Íslendinga
• Innleiða hringrásarhugsun í alla neyslu og framleiðslu til að tryggja að nýting auðlinda fari ekki yfir þolmörk náttúrunnar
• Ferðaþjónusta í sátt við náttúru og samfélag

Ábyrg neysla og framleiðsla felur í sér sjálfbæra og skilvirka nýtingu náttúruauðlinda og orku, aðgang almennings að grunnþjónustu og grænum störfum og bætt lífsgæði allra. Innleiðing markmiðsins hjálpar til við að draga úr efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum kostnaði í framtíðinni, styrkir samkeppnishæfni og dregur úr fátækt.

Ísland stendur frammi fyrir töluverðum áskorunum til að ná markmiðum um sjálfbæra neyslu og framleiðslu. Nýting náttúruauðlinda, til dæmis til orkuvinnslu, fiskveiða, ferðaþjónustu, landbúnaðar og ýmis konar iðnaðar, eru meginstoðir í íslenska hagkerfinu. Því er mikið hagsmunamál að tryggja sjálfbæra og skilvirka nýtingu auðlindanna og tryggja að hún fari ekki yfir þolmörk náttúrunnar.

Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar til að greina sjálfbærni, meðal annars hefur Global Footprint Network sett fram aðferðir til að reikna út vistspor ríkja heims.  Samkvæmt niðurstöðum þeirra er ljóst að Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hafa verk að vinna við að draga úr vistspori sínu.

Ísland á alþjóðlegum vettvangi

Bóndi þreskir korn í Bamyan í Afganistan.

Eins og fram kemur hér að framan tekur Ísland tekur þátt í fjölþættu alþjóðlegu samstarfi um efna- og úrgangssamninga. Á alþjóðavettvangi hefur Ísland aukinheldur tekið þátt í að mæla fyrir umbótum á sviði skaðlegra ríkisstyrkja til jarðefniseldsneyta, meðal annars með þátttöku í sameiginlegri ráðherrayfirlýsingu þess efnis á 11. ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Buenos Aires í Argentínu.

Ísland tekur virkan þátt í norrænu samstarfi á sviði ábyrgrar neyslu og framleiðslu og hefur meðal annars haft forgöngu um norrænt verkefni og mótun stefnu um lífhagkerfið. Ísland tekur einnig þátt í efnasamstarfi ESB á vegum Efnastofnunar Evrópu (ECHA) auk þess sem allir skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi miða að því að gera framleiðsluhætti sjálfbærari, til að mynda með því að stuðla að sjálfbærri landnýtingu og fiskveiðistjórn.

 

Undirmarkmið:

12.1 Hrundið verði í framkvæmd tíu ára rammaáætlunum um sjálfbæra neyslu og framleiðslu þar sem öll lönd, með hátekjuríkin í fararbroddi, grípa til aðgerða. Tekið verði tillit til þróunar og getu þróunarlandanna. 

12.2 Eigi síðar en árið 2030 verði markmiðum um sjálfbæra og skilvirka nýtingu náttúruauðlinda náð. 

12.3 Eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming á hvern einstakling um heim allan. Nýting í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum verði bætt, þ.m.t. við uppskeru. 

12.4 Eigi síðar en árið 2020 verði meðferð efna og efnablandna umhverfisvænni á öllum stigum, sem og meðhöndlun úrgangs með slíkum spilliefnum, í samræmi við alþjóðlegar rammaáætlanir sem samþykktar hafa verið. Dregið verði verulega úr losun efna og efnablandna út í andrúmsloftið, vatn og jarðveg í því skyni að lágmarka skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið.

12.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun. 

12.6 Fyrirtæki, einkum stór og alþjóðleg fyrirtæki, verði hvött til þess að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni í skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum. 

12.7 Stuðlað verði að sjálfbæru verklagi við opinber innkaup í samræmi við innlenda stefnu og forgangsröðun.  

12.8 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að fólk um allan heim sé upplýst og meðvitað um sjálfbæra þróun og hvernig það getur lifað í sátt við náttúruna.  

12.a Þróunarlönd fái stuðning til þess að auka vísinda- og tækniþekkingu í því skyni að þoka neyslu og framleiðslu í átt til aukinnar sjálfbærni.

12.b Þróuð verði tæki til þess að fylgjast með áhrifum sjálfbærrar þróunar á ferðaþjónustu sem leiðir af sér störf og ýtir undir staðbundna menningu og framleiðslu. 

12.c Óhagkvæmar niðurgreiðslur vegna jarðefnaeldsneytis, sem ýta undir sóun, verði færðar til betri vegar með því að aflétta markaðshömlum, í samræmi við innlendar aðstæður, meðal annars með því að endurskipuleggja skattlagningu og leggja niðurgreiðslur niður í áföngum í ljósi skaðlegra umhverfislegra áhrifa. Tekið verði fullt tillit til sérþarfa og aðstæðna þróunarlanda og haldið í skefjum aðgerðum sem gætu haft skaðleg áhrif á þróun fátækra samfélaga.

 

Heimild:

— SDG Indicators (un.org)

Heimsmarkmið | Forsíða (heimsmarkmidin.is)