Generation Earthshot býður nemendum sem eru tíu ára og eldri og kennurum þeirra um allan heim að sinna þátttöku í Earthshot Prize. Virk þátttaka nýrrar kynslóðar gerir kleift að uppgötva bestu úrlausnir til að vinna að því að finna úrbætur fyrir jörðina.
Earthshot-verðlaunin eru ný hnattræn verðlaun fyrir umhverfið sem sett voru á laggirnar í október 2020. Hugmyndin er að hvetja til breytinga og aðstoða við að leita leiða til að koma jörðinni til betra horfs næsta áratug. Earthshot-verðlaunin eru studd af verðlaunanefnd sem er kennd við Earthshot Prize. Í þeirri nefnd eru Vilhjálmur Bretaprins, Hennar hátign Rania Al Abdullah drottning, Shakira Mebarak og Christiana Figueres.
,,Heimsins stærsta kennslustund” kynnir fyrir börnum og ungmennum um allan heim heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. ,,Heimsins stærsta kennslustund” er unnin í samstarfi við Barnahjálp SÞ (UNICEF), með stuðningi frá Menningarmálastofnun SÞ (UNESCO), og mörgum öðrum frjálsum félagasamtökum, einkageiranum og óháðum stofnunum. Árið 2019 náði ,,Heimsins stærsta kennslustund” til sautján milljóna barna í rúmlega 120 löndum.
Generation Earthshot inniheldur þrjá meginþætti:
1. Aðferðir fyrir börn og ungmenni til að vinna til ,,Earthshot”-verðlauna (e. Earthshot Prize) með því að þróa STÓRAR hugmyndir í því skyni að koma plánetunni til betra horfs;
2. Verkfærakistu fyrir kennara til að leysa vandamál með skapandi hætti, hugsunar í anda hönnunar og nýsköpunar;
3. Tengslanet kennara og leiðbeinanda um allan heim sem eru að vinna að bættum heimi.
,,Generation Earthshot” er ekki samkeppni heldur er verkefnið drifið áfram að ,,Earthshot-verðlaunum” . Um er að ræða spennandi samvinnuverkefni UNESCO (Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna) – ,,Heimsins stærstu kennslustundar” og Konunglegu Bresku stofnunarinnar (e. Royal Foundation), sem Vilhjálmur Bretaprins og Katrín, hertogahjónin af Cambridge, eru í forsvari fyrir. Vilhjálmur Prins hefur látið þau orð falla að menntun sé mikilvæg til að vernda jörðina. Jafnframt segir Bretaprins:
Við þurfum að efla sameiginlegt sjálfstraust til að hrinda góðum málum í framkvæmd. Sá styrkur sem þannig fæst gefur okkur tilefni til bjarstýni um það að ná enn betri árangri en ella.
Heimildir og tenglar á tilgreindar vefsíður: