UNESCO skólar funda með ráðherra

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fundaði nýlega með Lilju Dögg Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um UNESCO skóla.

Mikill vöxtur er í starfi UNESCO skóla hér á landi og eru þeir nú tíu talsins og fer ört fjölgandi, allt frá leikskólum til framhaldsskóla. UNESCO skólar leggja áherslu á alþjóðasamstarf, heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun, starfsemi Sameinuðu þjóðanna og frið og mannréttindi.

Á myndinni má sjá (t.v.) Guðna Olgeirsson, sérfræðing á skrifstofu skóla- íþrótta og æskulýðsmála, Kristrúnu Maríu Heiðberg, verkefnastjóra UNESCO skóla á Íslandi, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, Völu Kareni Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur, þingkonu og stjórnarformann Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.