Í drögum að COP26-yfirlýsingu alþjóðlegrar loftslagsráðstefnu Í Glasgow-borg í Skotlandi eru ríki hvött til að gera enn meira til að kolefnisjafna í útblæstri gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Þessi veruleiki staðfestir að það er enn langt í land að ná settu marki eins og að var stefnt árið 2015 með Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál fyrir árið 2050.
Upphafleg drög að yfirlýsingunni frá síðastliðnum miðvikudag sem Alok Sharma forseti Cop26 hefur birt fer fram á það við öll ríki í heiminum að auka skammtíma skuldbindingar strax á árinu 2022, sem mundi þýða að stigið yrði skref í rétta átt. Jafnframt er farið fram á að halda árlegan ráðherrafund (sem yrði fyrst haldin í nóvember) um að gera enn betur í því að ná fram kolefnisjöfnun í útblæstri og kolefnishlutleysi gróðurhúsalofttegunda.
Einnig er vísað til viðmiða Parísarsamkomulagsins sem mundu geta takmarkað hækkun hitastigs við 2 gráður á Celsíus frekar heldur en hið ennþá metnaðarfyllra markmið um 1.5 gráðu á Celsíus hækkun. Það er mála sannast að mörg ríki og ýmsir hagaðilar vonuðust eftir því að það tækist að uppfylla seinna og metnaðarfyllra markmiðið.
Þeir hinir sömu töldu líka að texti draga yfirlýsingarinnar gengi of skammt í mikilvægum málum á eftirfarandi þremur sviðum: í fyrsta lagi í þróunarmálum; í öðru lagi í framkvæmdatriðum samkomulagsins; ogí þriðja lagi á þeim sviðum sem lúta að því að bæta skaða vegna náttúruhamfara.
Þau viðbrögð komu eftir þær neikvæðu fréttir að samkvæmt forspá Climate Action Tracker sem byggist á greiningu á núverandi markmiðum ríkja fyrir árið 2030, sem eru þess efnis að hnattræn hlýnun loftslags muni aukast um 2.4 gráður á Celsíus umfram það hitastig sem var fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn vara við því að hlýnun loftslags af þessari stærðargráðu mundi leiða til umhverfistjóns um allan heim vegna versnandi hitabylgja, flóða, þurrka, óveðurs og hækkunar sjávarstöðu.
Í dag laugardag er lokadagur loftlagsráðstefnunnar og mun því þarf að vinna og semja um endanleg drög ráðstefnunnar Cop26 síðar í dag. Drögin í sinni endanlegu mynd verður grundvöllur að meginniðurstöðum fundarins. Þannig verður leitast við að skýra enn frekar og byggja á Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál.
Samkvæmt uppkastinu samþykkja ríkja að hraða vinnu við að hætta styrkjum til kolavinnslu og annars jarðefnaeldsneytis. Hið síðastnefnda er lykilatriði í því að staðfesta það að jarðefnaeldsneyti er helsta orsök loftslagsvanda af mannavöldum eins og kemur fram í sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Einnig er kallað eftir því að öll þróuð ríki muni tvöfalda fjármögnun til skuldbindinga varðandi loftslagsmál í því skyni að liðsinna þeim ríkjum um allan heim sem búa við mestan vanda.
Í kafla um hraða kolefnisjöfnunar er staðfesta að ráðgjöf Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) þess efnis að takmarka hnattræna hlýnun við 1.5 gráður á Celsíus fyrir árið 2100 mundi krefjast ,,raunhæfra og árangursríkra aðferða” af hálfu allra ríkja á þessum ,,örlagaríka áratug” sem stefnir að því að ná 45% niðurskurði í hnattrænum útblæstri gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 sem áfangi að því að ná fram kolefnishlutleysi ,,þegar komið er fram undir miðja öldina”. En á hinn bóginn lýsir umrætt uppkast að texta ráðstefnunnar yfir ,,verulegum áhyggjum” þess efnis að miðað við núverandi framþróun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda mundi hann aukast um 13.7 prósent fyrir árið 2030.
Þróunarlönd sem eiga fulltrúa á ráðstefnunni hafa unnið að því að ríkjum verði gert skylt að endurskoða skuldbindingar sínar eða landsáætlanir (ensk skammstöfun: NDC). Sú vinna mundi þurfa að gerast sem fyrst, jafnvel strax á næsta ári, að áliti fulltrúa sumra þróunarlanda.
Samkvæmt félagsskap ríkja sem vilja ganga lengst (e. High Ambition Coalition) sem samanstendur af þróuðum ríkjum og þróunarlöndum, þar með talið Bandaríkjunum, ESB, Marshall-eyjum og margra annarra ríkja sem búa við mikla ógn vegna breytinga á sviði loftslagsmála, er hin reglubundna bið í fimm ár of löng.
Sami félagsskapur gaf út yfirlýsingu þar sem þess er krafist árlegrar endurskoðunar ríkja á landsáætlunum sínum svo framarlega sem þau uppfylli ekki markmið um 1.5 gráðu á Celsíus hlýnunar loftslags. Þessi skuldbinding hefur enn ekki verið undirrituð af öllum aðildarlöndum félagsskaparins, en hefur þó verið samþykkt af Bandaríkjunum og rúmlega 30 öðrum ríkjum.
Heimild:
The Guardian Unlimited, miðvikudagur, 10.11.2021 (netútgáfa The Guardian)