Heimsmarkmið 15. – Líf á landi

15: Líf á landi

Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, sjálfbærri stjórnun skógarauðlindarinnar, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni

Nú þegar komið er fram í desembermánuð kynnum við eitt af þremur þemum mánaðarins, sem er heimsmarkmið 15 – líf á landi. Á árinu 2021 munum við kynnast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030 betur í gegnum þema hvers mánaðar.

Birtar verða greinar um heimsmarkmið SÞ hvert fyrir sig á árinu 2021. Jafnframt stendur til að það fylgi með tilheyrandi ítarefni og greinagóðar upplýsingar, kynningar og fræðsla um það hvernig einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og bæjarfélög geta unnið að heimsmarkmiðum SÞ. Þannig geti allir þessir ólíku aðilar lagt sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar.

Ein af þeim spurningum sem vert er að velta upp og leita svara við er þessi: Hvaða tækifæri eru fólgin í heimsmarkmiðum SÞ?

Með samstilltu alþjóðlegu átaki þar sem allir leggjast á eitt getum við friðmælst við okkur sjálf og náttúruna, tekist á við loftslags- og umhverfisbreytingar, slæmt efnahagslegt ástand og félagslegar áskoranir. 

Óhætt er að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar, mun líf allra og umhverfi batna til mikilla muna en það þarf alla til og samvinnu þvert á landamæri svo að það verði mögulegt.

Líf á landi

Smali í Tarialan í Uvs-héraði í Mongólíu sinnir hestum sínum. Smalarnir njóta stuðnings frá Þróunaráætlun SÞ (UNDP) sem kemur á fót samfélagsmiðstöðvu fyrir þá fyrrnefndu.

Verndun vistkerfa á landi virðist ekki vera að miða í átt að sjálfbærri þróun. Skóglendi virðist minnka á ógnarhraða, verndarsvæði eru ekki á stöðum þar sem finna má líffræðilegan fjölbreytileika, og tegundum er ógnað af hættunni á útrýmingu. Enn fremur aukast glæpir tengdir ólöglegri sölu á villtu dýralífi, það verða breytingar á landnotkun svo sem skógareyðing og niðurbrot lands undir mannvist leika lykilhlutverk í því að dreifa nýtilkomnum veirum, þar með talið COVID-19, sem ógnar lýðheilsu og heimshagkerfinu.

Metnaðarfullar tilraunir eru gerðartil að snúa við blaðinu. Þar á meðal er sjálfbær skógrækt og verndun staða sem eru mikilvægir fyrir líffræðilegan fjölbreytileika. Ríki eru að ná árangri í því að vernda líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi. Í því skyni að hefja á ný uppbyggingu (e. ,,build back better”) í kjölfar heimsfaraldurs kórónuaveirunnar, mun þessi árangur verða styrktur í sessi og efldur. Jafnmikilvægt er nauðsyn þess að rækta vitundina á um samspili á milli fólks og lífríkisins til að tryggja meira jafnvægi þar á milli.

Glæpir gegn lífríkinu ógna bæði dýraríkinu og mannlegri heilsu, þar með talið vegna nýrra banvænna sjúkdóma

Fíll þær sér með ryki á Savuti verndarsvæðinu nálægt landamærum Zambíu. [1984]

Sjötíu prósent af nýtilkomnum smitsjúkdómum, svo sem fuglaflensa og ebóla, smitast úr dýraríkinu í mannfólk. Smitleiðir eru þær að manneskjur eru í snertingu við smituð villidýr og gerist einkum við niðurbrot lands til mannvista og fólk sýnir breytni sem eyðileggur vistkerfi, svo sem stuldur á dýrum til verslunar með þau.

Mest er stolið af villtum hreisturdýrum í heiminum, en það eru stórskorin jarðsvín sem finna má í Afríku og Asíu. Slík dýr liggja einna helst undir grun um að hafa verið milliliðir í því að kórónuveiran smitaðist úr villtum leðurblökum í mannfólk. Kjöt hreisturdýra er selt á opnum útimörkuðum, sem talið er að séu þeir staðir þar sem fólk smitaðist af kórónuveirunni.

Frá árinu 2014 hefur ólögleg verslun með jarðsvín tífaldast. Upptaka stolinna jarðsvína er aðeins lítill hluti af þeim fjölda dýra er sem drepinn. Frá árinu 2014 til ársins 2018 átti sér stað upptaka á því sem samsvarar 370.000 jarðsvínum um allan heim, sem bendir til þess einhverjar milljónir þeirra hafi verið seldar og drepnar, þrátt fyrir það að í janúar 2017 var sett sölubann á allar átta tegundir jarðsvína.

Glæpir gegn dýrum, svo sem ólöglegur stuldur og verslun með jarðsvín og aðrar dýrategundir, ógnar ekki bara vistkerfinu og líffræðilegum fjölbreytileika. Sú iðja getur líka skaðað lýðheilsu, efnahagsþróun og frið og öryggi um allan heim, eins og við erum núna að upplifa í yfirstandandi heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Niðurbrot landsvæða hefur áhrif á milljarða fólks, eykur útrýmingu dýrategunda og hraðar loftslagsbreytingum af manna völdum

Ólöglegar veiðar á dýrum í útrýmingarhættu eyðileggur bæði dýralíf og vistkerfi jarðar. Umhverfisstofnun SÞ (UNEP) leitast við að sporna við þessari óheillaþróun. Hér sést tígrisdýr í Kanha-þjóðgarðinum á Indlandi.

Niðurbrot lands hefur orðið á um fimmtungi landsvæðis jarðarinnar (rúmlega tveir milljarðar hektara), svæði sem samanstendur af svæði á stærð við Indland og Rússland samanlagt. Niðurbrot lands grefur undan velferð um það bil 3,2 milljarða manna, sem mun leiða til útrýmingar dýrategunda og flýta fyrir loftslagsbreytingum af manna völdum. Frá árinu 2000 til ársins 2015 hefur orðið mikil eyðing á landgróðri sem hefur valdið heildartapi á landgæðum sem falin eru í náttúrulegu landsvæði.

Í upphafi árs 2020 höfðu 123 ríki skuldbundið sig til að setja sín sjálfviljugu markmið í því skyni að ná ,,hlutleysi í formi landeyðingar” (e. ,,land degradation neutrality”), sem er óaðskiljanlegur hluti af heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030, og 60 ríki hafa formlega staðfest þau markmið. Ef það tekst að snúa við þessari þróun landeyðingar myndi það ekki einungis bæta líffræðilegan fjölbreytileika og auka farsæld hjá milljörðum jarðarbúa, heldur myndi það einnig hafa góð áhrif á loftslagsvandann með ræktun, endurheimt og öðrum stjórnunaraðferðum.

Ríki heims hafa misst af tækifærinu til að ná markmiðunum sem sett voru fyrir árið 2020 sem miðuðu að því að stöðva skaðann sem verður af tapi á líffræðilegum fjölbreytileika, þrátt fyrir nokkrar framfarir

Eucalyptus planta skýtur rótum í sandauðn nálægt Lompoul. Jarðrækt nýtur bæði  stuðnings Umhverfisstofnunar SÞ og Þróunaráætlunar SÞ (UNDP). 1983.

Fimm markmið eru tengd við líffræðilegan fjölbreytileika í tengslum við fimmtánda heimsmarkmið SÞ sem átti að ná í fyrra. Samkvæmt núverandi þróun er ólíklegt að þau markmið sem náðust ekki árið 2020 náist. Í fyrra á fundi High-Level Political Forum (HLPF) samþykktu aðildarríki að ,,…viðhalda vinnu að heimsmarkmiðum SÞ fyrir árið 2030. Það verði gert með því að koma fram með metnaðarfulla áætlun um framkvæmd á heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun þegar árið 2020”.

Skógareyðing er mikil, þrátt fyrir aukna viðleitni til að stjórna skóglendi með sjálfbærum hætti

Mosi tekur við sér að vori Alþjóðlegum mæðradegi þann 22. apríl.

Skógareyðing eykst um allan heim með tilheyrandi missi á skóglendi, en þó á minni hraða en á fyrri áratugum. Frá árinu 2015 til ársins 2020 var árleg skógareyðing talin nema 10 milljónum hektara, sem lækkaði úr 12 milljónum hektara á árunum 2010 til 2015. Hlutfall skóglendis um allan heim minnkaði úr 31,9 prósenti árið 2000 niður í 31,2 prósent árið 2020. Þetta felur í sér um það bil 100 milljón hektara samdrátt, einkum vegna aukningar á landnotkun undir landbúnað.

Þessi skógareyðing grefur undan lífsbjörg ýmissa sveitasamfélaga, leiðir til aukningar á kolefnisútblæstri, minnkar líffræðilegan fjölbreytileika og eykur niðurbrot á landsvæðum. Á sama tíma og skógareyðing er mikil sýna upplýsingar frá árinu 2020 að hlutfall skóglendis á verndarsvæðum og sem lúta langtíma stýringaráætlunum jókst eða hélst óbreytt um allan heim.

Í dag fellur rúmlega helmingur af 4,06 hekturum skóglendis undir stýringaráætlanir. Auk þess er hlutfall skóglendis sem fellur undir verndun á jarðvegi og vatnsbirgðum að aukast, sem hefur einkum gerst undanfarinn áratug.

Minna en helmingur lykilsvæða líffræðilegs fjölbreytileika eru vernduð, og framfarir hafa verið hægar

Asni leitar sér bithaga á þurrsvæðum í Atlántico-héraði. [1961]

Árið 2020 að meðaltali hafa einungis 44 prósent var hvert einstaka jarðbundna og hvert og eitt svæði neysluvatns lykilsvæða líffræðilegs fjölbreytileika (KBA – ,,Key Biodiversity Area”) hafa ófullnægjandi vernd eða enga vernd frá landspillingu. Sem dæmi má nefna að samkvæmt upplýsingum frá árinu 2018, hafa lykilsvæði líffræðilegs fjölbreytileika verið skilgreind sem vistkerfi í hættu vegna 21 prósent allra dýrategunda sem eru í útrýmingarhættu og eru á rauðum lista alþjóðlegra samtaka um verndun náttúrunnar (e. ,,International Union for Conservation of Nature”).

Á hinn bóginn eru einungis 13 prósent af þessum svæðum sem falla að öllu leyti undir það að vera vernduð, og á sama tíma eru önnur 31 prósent sem njóta einungis verndunar að hluta til. Frá árinu 2010 hefur orðið afturför í aukningu á lykilsvæðum líffræðilegs fjölbreytileika á meðal verndaðra svæða og því orðið mikil seinkun samanborið við fyrri áratug.

Líffræðilegur fjölbreytileiki minnkar á ógnarhraða

Kýr á sveitabæ í Narrowsburg í New York á Alþjóðlegum mæðradegi þann 22. apríl.

Ein af afleiðingum mannlegrar breytni sem birtist í umhverfinu og er óafturkræf er útrýming einstakra dýrategunda. Sú útrýming veldur ójafnvægi í í náttúrunni og gerir vistkerfi brothættari og minnkar viðnámsþol vegna þeirra áfalla sem verða. Í öllum heiminum hefur hætta af útrýmingu dýrategunda aukist um 10 prósent undanfarna þrjá áratugi sem er breyting til hins verra. Þannig hefur vísitala rauða listans lækkað úr 0,82 árið 1990 í 0,75 árið 2015, og niður í 0,73 árið 2020 (gildið 1 vísar til þess að engin dýrategund er í útrýmingarhættu í náinni framtíð en gildið 0 vísar til þess að öllum dýrategundum hafi verið útrýmt).

Þetta felur í sér að rúmlega 31.000 dýrategundum stendur ógn af útrýmingu sem er fyrst og fremst vegna niðurbrots á landi sem nýtt er undir ósjálfbæran landbúnað, skógareyðingar, ósjálfbærrar uppskeru og viðskipta, og aðskotadýra í framandi lífumhverfi. Ef þróunin heldur áfram á sama hraða og verið hefur mun vísitala rauða listans fara niður á við eða undir 0,70 markið árið 2030.

Til að stemma stigu við þessari þróun þarf að bregðast við til að tryggja umhverfi þeirra dýrategunda sem eru í útrýmingarhættu og minnka hættu á útrýmingu sem kemur til vegna landbúnaðar, iðnaðar, viðskipta og annarra geira samfélagsins. Ramminn um líffræðilegan fjölbreytileika eftir árið 2000 lýtur að því að beygja af leið þeirrar þróunar sem á sér stað á sviði líffræðilegs fjölbreytileika, með þeim hætti að útrýming verði stöðvuð eða snúið við fyrir árið 2030 og að líffræðilegur fjölbreytileiki muni taka á ný við sér fyrir árið 2050.

Einungis þriðjungur ríkja er á réttri leið til að ná fram landsmarkmiðum sínum um líffræðilegan fjölbreytileika

Ættbálkar Dinka og Misseriya hirðingja (sem færa sig um set suður á við) lenda oft í erfiðleikum með hjarðir sínar. Hluti af nautahjörð sem telur 5,000 dýr færa sig frá Warrap-ríki um leið og flóð renna yfir beitilendi þeirra.

Margar landsáætlanir, tilkynningar og úttektir, auk svæðisbundinna fyrirætlana, hafa viðurkennt mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika í því skyni að styðja hagkerfi, matvælaframleiðslu og lýðheilsu, og þar með skuldbundið sig til að framfylgja alþjóðasamningum og kerfisbundnum áætlunum um líffræðilegan fjölbreytileika.

Frá janúar 2020 hafa 129 aðilar (þar með talið Evrópusambandið) birt sjöttu þjóðarskýrsluna í samræmi við samning um líffræðilegan fjölbreytileika (e. ,,Convention on Biological Diversity”) og 113 aðilar höfðu metið framfarir í átt að landsmarkmiðum sem tengist Aichi-markmiði númer 2 um líffræðilegan fjölbreytileika.

Um 32 prósent aðila eru á réttri leið til að ná eða fara fram úr landsmarkmiðum sínum; rétt um helmingur (50 prósent) hefur náð árangri, en þó ekki nægum árangri til að ná markmiðum sem sett eru fyrir árið 2020; og sjö prósent tilkynntu að þau eru ekki að ná nokkrum árangri eða hafa jafnvel séð afturför í því að ná markmiðunum.

Útrýming á villtu dýralífi gerist með ógnarhraða. Umhverfisstofnun SÞ (SÞ) starfar með ríkisstjórnum, vísindamönnum, frjálsum félagassamtökum og öðrum aðilum sem láta sig málin varða í því skyni að vernda og viðhalda dýrum í útrýmingarhættu. Hér sést tígrisdýrsungi í Mysore á Indlandi.

Staðan á Íslandi

Helstu áskoranir:

• Að vinna áfram að því að byggja upp net verndarsvæða sem nái yfir sem flesta þætti íslenskrar náttúru
• Að vinna að endurheimt landgæða, stöðva eyðingu vistkerfa og sporna við hnignun líffræðilegar fjölbreytni
• Að tryggja sjálfbæra nýtingu vistkerfa lands

Eyðing skóga og eyðimerkurmyndun af mannavöldum fela í sér miklar áskoranir fyrir sjálfbæra þróun og í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Mikilvægt er að berjast gegn frekari eyðingu skóga og eyðimerkurmyndun og vinna markvisst að endurheimt landgæða til þess að ná markmiðinu um að vernda líf á landi. Lífríki Íslands mótast af því að landið er eldvirk og ung úthafseyja fjarri öðrum löndum, staðsett norður við heimskautsbaug.

Jafnframt hafði landnám manna mikil áhrif og eru vistkerfi á landi mjög mótuð af áhrifum mannsins sem lengst af var háður auðlindum þeirra til lífsbjargar. Til dæmis var gengið mjög á skóga landsins, gróðurlendi eyddust vegna ósjálfbærrar beitar og votlendi voru ræst fram til landbúnaðar. Nú hefur tekist að stöðva þessa eyðingu fyrri alda að mestu leyti.

Verkefni við að endurheimta landkosti og tryggja sjálfbæra nýtingu landgæða sem og vernd lífs á landi eru þó umfangsmikil. Vaxandi áhrif loftslagsbreytinga á undanförnum áratugum hafa þegar haft merkjanleg áhrif á lífríki landsins og munu væntanlega gera áfram.

Ísland á alþjóðlegum vettvangi

Vandamál tengd útrýmingu einstakra dýrategunda er sérstaklega brýnt í sumum þróunarríkjum. Hér sést tígrisdýr í Kanha-þjóðgarðinum á Indlandi.

Ísland hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegri umræðu um þátt eyðimerkurmyndunar og endurheimtar vistkerfa í sjálfbærri þróun. Í samstarfi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna rekur Ísland Landgræðsluskóla (UNU-LRT) sem vinnur að uppbyggingu þekkingar í þróunarlöndum á því sviði og miðlar af reynslu Íslendinga við endurheimt landgæða og landgræðslu.

Ísland er á meðal stofnenda vinahóps Eyðimerkursamningsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem kom því til leiðar að verndun, endurheimt og stöðvun landeyðingar hlyti ríkari sess í heimsmarkmiðunum en áætlað var. Síðastliðið ár hefur Ísland einnig leitt samningaviðræður um ályktun er varðar eyðimerkurmyndun og landgræðslu í annarri nefnd Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um sjálfbæra þróun.

Ísland hefur jafnframt beitt sér fyrir því að málefni sem varða endurheimt vistkerfa geti orðið hluti af samþættum aðgerðum við að berjast gegn loftslagsbreytingum á vettvangi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UN-FCCC). Íslenskir sérfræðingar hafa einnig tekið þátt í hnattrænu samstarfi um jarðvegsmál í þágu fæðuöryggis (e. Global Soil Partnership for Food Security) á vettvangi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO).

Ísland hefur að auki verið virkur þátttakandi í ýmsum alþjóðasamningum sem lúta að lífi á landi og má þar sérstaklega nefna Samninginn um líffræðilega fjölbreytni (UN-CBD), Ramsar-samninginn um vernd votlendis og CITES-samninginn um alþjóðaverslun með plöntur og dýr í útrýmingarhættu. Vinnuhópur Norðurskautsráðsins (e. Arctic Council) um verndun lífríkis (CAFF) er staðsettur á Akureyri.

Undirmarkmið:

15.1 Eigi síðar en árið 2020 verði vistkerfi á landi og í ferskvatni vernduð og stuðlað að sjálfbærri nýtingu þeirra og endurheimt, einkum skóga, votlendis, fjalllendis og þurrkasvæða, í samræmi við skuldbindingar samkvæmt alþjóðasamningum.

15.2 Eigi síðar en árið 2020 hafi tekist að efla sjálfbærni skóga af öllu tagi, stöðva skógareyðingu, endurheimta hnignandi skóga og auka verulega nýskógrækt og endurrækta skóga um allan heim.

15.3 Eigi síðar en árið 2030 verði barist gegn eyðimerkurmyndun, leitast við að endurheimta hnignandi land og jarðveg, þ.m.t. land sem er raskað af eyðimerkurmyndun, þurrkum og flóðum, og unnið að því að koma á jafnvægi milli hnignunar og endurheimtar lands í heiminum.

15.4 Eigi síðar en árið 2030 verði vistkerfi í fjalllendi vernduð, meðal annars líffræðileg fjölbreytni þeirra, í því skyni að njóta ávinnings af nýtingu þeirra, sem er meginhugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.

15.5 Gripið verði til brýnna og nauðsynlegra aðgerða til að sporna við hnignun náttúrulegra búsvæða og líffræðilegrar fjölbreytni. Eigi síðar en árið 2020 verði gripið til aðgerða til að vernda tegundir í bráðri hættu og koma í veg fyrir útrýmingu þeirra.

15.6 Stuðlað verði að sanngjarnri og jafnri skiptingu ávinnings af nýtingu erfðaauðlinda og eðlilegum aðgangi að slíkum auðlindum samkvæmt alþjóðlegum samþykktum.

15.7 Gripið verði til bráðaaðgerða til að binda enda á veiðiþjófnað og ólögleg viðskipti með vernduð dýr og plöntur og reistar skorður við eftirspurn og framboði á ólöglegum afurðum villtra dýra.

15.8 Gripið verði til ráðstafana eigi síðar en árið 2020 til að koma í veg fyrir aðflutning ágengra, framandi tegunda og dregið verulega úr áhrifum þeirra á vistkerfi á landi og í vatni. Tegundunum efst á lista verði útrýmt eða útbreiðslu þeirra eða fjölgun stýrt.

15.9 Eigi síðar en árið 2020 verði tekið tillit til gildis vistkerfis og líffræðilegrar fjölbreytni við gerð lands- og svæðisáætlana og í öllu þróunarferli, skýrslugerðum og aðgerðum til að draga úr fátækt.

15.a Kallað verði eftir fjármagni hvarvetna í því skyni að vernda líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi og nýta á sjálfbæran hátt.

15.b Kallað verði eftir auknum úrræðum á öllum sviðum í því skyni að gera skógarauðlindir sjálfbærar og skapa hvata fyrir þróunarlöndin til að taka upp slíka stjórnun, meðal annars verndun og endurrækt.

15.c Efldur verði stuðningur á heimsvísu til að berjast gegn veiðiþjófnaði og ólöglegum viðskiptum með vernduð dýr og plöntur, meðal annars verði leitað leiða fyrir íbúa hinna ýmsu byggðarlaga til að afla sér lífsviðurværis á sjálfbæran hátt.