Milljarði bóluefna COVAX samstarfsins hefur nú verið komið til skila

This photograph taken on February 24, 2021 shows a Covax tag on a shipment of Covid-19 vaccines from the Covax global Covid-19 vaccination programme, at the Kotoka International Airport in Accra. – Ghana received the first shipment of Covid-19 vaccines from Covax, a global scheme to procure and distribute inoculations for free, as the world races to contain the pandemic. Covax, launched last April to help ensure a fairer distribution of coronavirus vaccines between rich and poor nations, said it would deliver two billion doses to its members by the end of the year. (Photo by Nipah Dennis / AFP) (Photo by NIPAH DENNIS/AFP via Getty Images)

Einum milljarði skammta af bóluefni gegn COVID-19 hefur nú verið dreift í gegnum COVAX samstarfið til efnaminni ríkja. Bóluefnin hafa farið til alls 144 ríkja en UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir bæði innkaup og dreifingu bóluefnanna.  Íslenska ríkið hefur stutt samstarfið en einnig hafa Heimsforeldrar, fyrirtæki og fólk sem stutt hefur neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi tekið beinan þátt í jafnari bóluefnadreifingu. Þó er enn langt í land þar sem margir eiga enn eftir að fá sinn fyrsta skammt, segir í frétt frá UNICEF á Íslandi.

Þó svo að þetta sé gríðarlegur árangur sem náðst hefur að þá er það aðeins áminning um þá vinnu sem eftir er. Þann 13. janúar 2022 höfðu 33 ríki af 194 aðildarríkjum WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna) bólusett minna en 10% af íbúafjölda sínum, og 88 aðildarríki minna en 40%.

COVAX vinnur með ríkisstjórnum, framleiðendum og fleirum til þess að tryggja að þegar lönd fá úthlutað bóluefni að þeim sé dreift til fólks eins fljótt og auðið er.

Nú þegar rætt er um örvunarskammta segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna að mikilvægt sé að allir kalli eftir því að ríkisstjórnir og lyfjafyrirtæki deili heilbrigðis verkfærum líkt og bóluefnum, á alþjóðavísu og bindi enda á dauðsföll og eyðileggingu þessa heimsfaraldurs, komi í veg fyrir fleiri ný afbrigði og flýti fyrir alþjóðlegum efnahagslegum bata.