Örugg störf stuðla að félagslegu réttlæti

Þann 26. nóvember 2007 lýsti allsherjarþing SÞ því yfir að frá og með 63ja fundi allsherjarþingsins yrði 20. febrúar árlega haldinn hátíðlegur sem alþjóðlegur dagur félagslegs réttlætis.

Meira en 60 % atvinnumarkaðarins eða um 2 milljarðar kvenna, karla og ungmenna, afla sér lífsviðurværis utan hins hefðbundna hagkerfis. Þessi hópur fólks fara á mis við hefðbundin réttindi vinnumarkaðarins og eru því líklegri að lenda í fátækragildru en þeir sem starfa innan hefðbundins hagkerfis.

Flestir þeir sem stunda ólöglega vinnu ganga ekki inn í þau störf að frjálsum og fúsum vilja heldur er um að kenna skortur á tækifærum á hinum almenna vinnumarkaði. Til að stuðla að umskiptum  og félagslegu réttlæti þarf að mati SÞ því að draga úr fátækt og ójöfnuði, efla mannsæmandi störf, auka framleiðni, sjálfbærni og auka svigrúm fyrirtækja, þá einkum á krepputímum. Í heimsfaraldrinum hefur þetta varnarleysi starfsmanna án réttinda komið betur í ljós.

Mörg lönd eru þróa nýja tækni til að auðvelda þessi umskipti með rafrænum hætti þannig að betur sé hægt að auðkenna þá sem stunda atvinnu og almennt með betri nýtingu á upplýsingatækni.

Að draga úr félagslegu óréttlæti er eitt af forgangsverkefnum SÞ samkvæmt skýrslu stofnunarinnar sem gildir til 2030.

UN Photo/Nektarios Markogiannis

Í skýrslunni er þetta samfélagsmein viðurkennt og hvatt til að gerðar verði úrbætur í formi aukinnar samþættingar þessarra tveggja hagkerfa og að þátttaka kvenna á vinnumarkaði verði sérstaklega efld til að draga úr ójöfnuði.

Heimild: https://www.un.org/en/observances/social-justice-day