Viltu taka þátt í UNESCO skólaverkefninu?

UNESCO skólaverkefnið er samstarfsverkefni á heimsvísu sem allir leik- grunn- og framhaldsskólar geta tekið þátt í. Verkefnið býður upp á alls kyns tækifæri með það að markmiði að kynna nemendur m.a. fyrir alþjóðasamvinnu og heimsmarkmiðunum.

UNESCO-skólum gefst tækifæri á að fá fræðsluheimsóknir, taka þátt í alþjóðlegum verkefnum og ýmis konar samvinnu við vinaskóla víða um heim.

Að vera UNESCO-skóli felur í sér samkomulag milli skólans og UNESCO þar sem skólinn innleiðir verkefni tengdum einhverjum af fjórum þemum UNESCO-skóla. Þemun eru: Alþjóðasamvinna, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og friður og mannréttindi.

Auk þess halda UNESCO-skólar upp á tvo alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna á ári hverju, t.d. alþjóðadaga læsis, mannréttinda, hafsins, einhverfu, barnsins, friðar, jarðarinnar og vísinda.

Skólarnir standa jafnframt árlega fyrir einum viðburði sem tengist Sameinuðu þjóðunum. Þetta geta verið þemadagar eða viðburðir sem tengjast gildum Sameinuðu þjóðanna eða heimsmarkmiðunum.

Á hverju ári skila síðan skólarnir yfirliti yfir þau verkefni sem skólinn hefur sinnt innan vettvangs skólanetsins.

 

Hvað þarf að gera til að verða UNESCO skóli?

Umsóknarferlið er einfalt!

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi aðstoðar skóla við umsóknarferlið og innleiðingu verkefnisins.

 

Verkefnastjóri UNESCO-skóla á Íslandi er Kristrún María Heiðberg.

Netfang hennar er: kristrun@un.is