UNEP 50 ára – Hvað hefur áunnist?

Fimm áratugir eru liðnir síðan þjóðarleiðtogar komu saman í óperuhúsinu í Stokkhólmi sem leiddu til stofnunar Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP).
Frá þeim fundi 5. júní 1972 hefur UNEP orðið leiðandi stofnun er varðar umhverfismál í heiminum.

See the source image

Í 50 ár hefur UNEP verið leiðandi í að takast á við stærstu umhverfisáskoranir nútímas. Brýn úrlausnarefni hefur unnist í alþjóðlegu samstarfi hefur til að mynda; lagað ósonlagið, afnám blýeldiseldsneytis í skrefum, útrýmingarhættu margra dýrategunda og margt fleira. Heilsa, líf og lífsviðurværi fólks, sem og eignir og mikilvægar innviðir, þar á meðal orku- og samgöngukerfi, verða fyrir sífellt meiri skaðlegum áhrifum vegna hitabylgja, óveðurs, þurrka og flóða sem og hægfara breytinga, þar með talið hækkun sjávarborðs.

UNEP sem miðstöð vísinda og rannsókna hefur skapað vettvang fyrir ríki til að taka þátt og efla alþjóðlegar umhverfisáætlanir. Aðildarríkin eru mikilvægir samstarfsaðilar við að móta stefnu UNEP, innleiða áætlun UNEP og berjast fyrir lausnum á sameiginlegum umhverfisáskorunum.

Í þessu myndbandi hér fyrir neðan er hægt að fræðast nánar um starf UNEP síðustu 50 ár og hvernig stofnunin hefur verið í fararbroddi sjálfbærni og umræðu um umhverfismál á alþjóðavettvangi.

Í aðdraganda UNEP@50 og í tilefni tímamótanna hvöttu UNEP aðildarríki til að taka virkan þátt með því að kynna lausnir sínar, starfsemi og árangur í umhverfismálum.
Sérstök verkfærakista tileinkað þessu átaki var hleypt af stokkunum og viðburðir á döfinni margir viðburðir undir merkjum UNEP@50, meðal annars Stockholm+50 sem haldin verður í Svíþjóð 2-3.júní en um ræðir eina stærstu umhverfisráðstefnu sem haldin hefur verið. Ber hún yfirskriftina “Stokkhólmur+50: heilbrigð pláneta fyrir velmegun allra – okkar ábyrgð , okkar tækifæri” En þessi ráðstefna er svokallaður “high-level” fundur sem fylgir í kjölfar margra mánaða samráði og viðræðum við einstaklinga, samfélög, samtök og ríkisstjórnir um allan heim.

Sjá nánar á vefsíðu átaksins.

og hér til þess að fræðast betur um þá áfanga sem náðst hafa og tímalínu síðustu 50 ára.