Alþjóðlegi vatnsdagurinn, er haldinn í dag 22. mars og hefur verið ár hvert frá árinu 1993, en markmið með alþjóðadeginum er að leggja áherslu á mikilvægi ferskvatns.
Á deginum er sérstök athygli vakin á þeim 2,2 milljörðum manna sem búa enn án aðgangs að öruggu vatni. Það er mikilvægt að grípa til aðgerða til að takast á við þessa alþjóðlegu vatnskreppu. Megináhersla Alþjóða vatnsdagsins er að styðja við að heimsmarkmiði númer 6 um sjálfbæra þróun verði náð en það er: Vatn og hreinlæti fyrir alla fyrir árið 2030.
Grunnvatn, það sem gerir hið ósýnilega sýnilegt
Árið 2022 er lagt áherslu á grunnvatn, en um ræðir ósýnilega auðlind með áhrif sem má sjá alls staðar.
Grunnvatn er vatn sem finnst neðanjarðar í svokölluðu vatnasviði, sem er jarðfræðileg myndun steina, sanda og möl sem geyma umtalsvert magn af vatni. Grunnvatn nærir uppsprettur, ár, vötn og votlendi og seytlar í höf. Grunnvatn er aðallega hlaðið af rigningu og snjókomu sem síast inn í jörðina.
Grunnvatn er svo hægt að draga upp á yfirborðið með dælum og brunnum. Lífið á jörðinni væri ekki mögulegt án grunnvatns en flest þurr svæði í heiminum eru til dæmis háð grunnvatni. Grunnvatn veitir stóran hluta af því vatni sem við notum til drykkjar, hreinlætis, matvælaframleiðslu og iðnaðarferla. Það er einnig mjög mikilvægt fyrir heilbrigða starfsemi vistkerfa, svo sem votlendis og áa.
Við verðum að vernda svæði gegn ofnýtingu – með því að koma í veg fyrir að gengið sé of langt á auðlindir. Einnig ásækir mengun á þessi svæði sem þarf að vinna á líka þar sem það getur leitt til eyðingar þessarar auðlindar, haft í för með sér aukakostnað við vinnslu þess og stundum jafnvel komið í veg fyrir notkun þess.
Að kanna, vernda og nota grunnvatn á sjálfbæran hátt verður miðpunktur þess að lifa af og aðlagast loftslagsbreytingum og mæta þörfum vaxandi fólksfjölda í heiminum.
í tilefni dagsins gaf UNESCO ásamt UN Water út skýrslu um stöðu grunnvatns. Hana má lesa hér.