Dreymir þig um að starfa á alþjóðavettvangi Sameinuðu þjóðanna?
Ertu 32 ára eða yngri?
Þá gæti þetta verið rétta tækifærið fyrir þig!
Utanríkisráðuneytið og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi standa fyrir kynningarfundi um ungliðaverkefni Sameinuðu þjóðanna (e. Junior Professional Officers Programme – JPO) í húsakynnum Félags Sameinuðu þjóðanna á Laugavegi 77, milli kl 12:00-13:30 þriðjudaginn 29. mars. Nánari dagskrá auglýst síðar.
Flestar stofnanir Sameinuðu þjóðanna starfrækja svokallað Ungliðaverkefni þar sem ungu fagfólki er gefið tækifæri til að öðlast reynslu á sviði fjölþjóðlegrar samvinnu undir umsjón sérfræðinga. Í ár fjármagnar utanríkisráðuneytið þrjár slíkar ungliðastöður hjá UNFPA, UNDP og UNICEF.
Nánari upplýsingar um ungliðaverkefni Sameinuðu þjóðanna og stöðurnar má finna á www.utn.is/jpo
Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2022.