Nærri helmingur þungana eru ekki áformaðar segir í nýrri skýrslu UNFPA, Mannfjöldasjóðs SÞ

Nærri helmingur þungana í heiminum eru ekki áformaðar. Það er ógnvekjandi hátt hlutfall meðganga sem stúlkur og konur velja ekki vísvitandi.

Vanrækt krísa ófyrirséðra þungana er viðfangsefni nýrrar skýrslu UNFPA 2022 State of World Population sem gefin var út í gær. Skýrslan ber heitið “Seeing the Unseen” eða “Að sjá hið ósýnilega” og fjallar um það hvernig slíkar meðgöngur tákna hnattrænan misbrest í að halda uppi ákveðnum grundvallarmannréttindum.

Að meðaltali eiga sér stað 121 milljón þunganir án ásetnings á hverju ári – eða um 331 þúsund á dag – og búist er við að fjöldinn aukist með fólksfjölgun ef ekki verði gripið til afgerandi aðgerða.

Hæfni til að ákveða hvort eigi að eignast börn, hversu mörg og með hverjum, er grundvallaratriði í frjósemisréttindum stúlkna og kvenna. Þegar þessi réttur er hunsaður eða stefnt í hættu – með félagslegum hömlum eða misnotkun, skorti á heilbrigðisþjónustu eða almennt litlum forgangi sem sett er á kvenkynið eða helming mannkynsins – verða afleiðingarnar fyrir svokölluðum snjóboltaáhrifum. Þungun án ásetnings hefur áhrif á líf einstaklinga og heilu samfélögin, hindrar framfarir í heilbrigðismálum, menntun og jafnrétti kynjanna, eykur fátækt og skort á tækifærum og kostar milljarða í tilföngum.

Meira en þrjár af hverjum fimm þungunum án ásetnings enda með þungunarrofi. Áætlað er að 45% allra fóstureyðinga séu óöruggar, framkvæmdar í löndum þar sem meðferðin er ólögleg, takmörkuð eða of kostnaðarsöm í öruggum aðstæðum. Um sjö milljónir kvenna þurfa að leggjast inn á sjúkrahús á ári á heimsvísu vegna óöruggra fóstureyðinga, en það er ein helsta örsök mæðradauða.

Heimur þar sem hver þungun er plönuð og velkomin er eitt af meginmarkmiðum UNFPA. Þess vegna hefur Mannfjöldasjóður SÞ hafið þessa herferð til þess að benda á mikilvægi þess að fræða, draga úr goðsögnum og tryggja rétt allra kvenna og stúlkna.

Kona sem heldur á barninu
Rahmadina Talusan Malang varð ástfangin 14 ára af eldri bróðir bekkjarfélaga síns. Þegar hún varð ófrísk, giftu þau sig og eignuðust svo annað barn. Þó svo hún segist vera ánægð með að vera móðir, að þá hefði hún óskað þess að ná að gera meira áður en hún eignaðist börn, eins og að klára menntun sína, en hún er aðeins 18 ára. Hún óskar þess að dóttir sín nái að mennta sig og að ná sínum markmiðum áður en hún giftir sig. © UNFPA/Rosa May DeGuzman

Lykilniðurstöður: Kynjamisrétti og tafir á þróun keyra hátt hlutfall ófyrirséðra þungana

‎Áætlað er að 257 milljónir kvenna sem vilja forðast þungun noti ekki öruggar, nútímalegar getnaðarvarnir og þar sem gögn liggja fyrir getur nærri fjórðungur allra kvenna ekki sagt nei við kynlífi. Ýmsir aðrir lykilþættir stuðla einnig að ófyrirséðri meðgöngu, þar á meðal:‎

  • ‎Skortur á kyn- og frjósemis heilbrigðisþjónustu og upplýsingum‎
  • ‎Getnaðarvarnir sem henta ekki líkama eða aðstæðum kvenna‎
  • ‎Skaðleg viðmið og skömm í kringum konur sem stjórna eigin frjósemi og líkama‎
  • ‎Kynferðislegt ofbeldi og frjósemisþvinganir‎
  • ‎Dómgreindarleysi eða skömm innan heilbrigðisþjónustu‎
  • ‎Fátækt og töf á efnahagsþróun
  • ‎Kynjamisrétti‎

‎ Allir þessir þættir endurspegla þann þrýsting sem samfélög setja á konur og stúlkur til að verða mæður. Ófyrirséð þungun er ekki endilega persónuleg mistök og getur verið vegna skorts á sjálfræði sem samfélagið leyfir eða því virði sem sett er á líf kvenna.‎

 

Í mannúðar neyðartilvikum, líkt og með áframhaldandi stríði í Úkraínu, missa margar konur aðgang að getnaðarvörnum og / eða upplifa kynferðislegt ofbeldi.

  • ‎Rannsóknir hafa sýnt að yfir 20% kvenna og stúlkna á flótta verða fyrir kynferðislegu ofbeldi.‎
  • ‎Áætlað er að 4,8 milljónir ófyrirséðra þungana muni eiga sér stað í Afganistan árið 2025 vegna truflunar á heilbrigðiskerfi og kynjamisréttis í landinu.
  • ‎Á fyrstu 12 mánuðum COVID-19 heimsfaraldursins stóð áætluð röskun á getnaðarvörnum og þjónustu að meðaltali í 3,6 mánuði sem leiddi til allt að 1,4 milljóna ófyrirséðra þungana.‎