Neyðaraðstoð fyrir Úkraínu

Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir 1,7 milljarða bandaríkjadala í mannúðaraðstoð fyrir Úkraínu og fyrir fólk á flótta í nágrannalöndum.

Yfir ein milljón manns hafa flúið Úkraínu á rúmri viku síðan Rússnesk yfirvöld hófu árásir í landinu þann 24. febrúar síðastliðinn samkvæmt Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR). Stofnunin gerir ráð fyrir að enn séu um tólf milljónir manns í Úkraínu sem munu þurfa á hjálp og vernd að halda, en alls séu um fjórar milljónir manns sem hafa flúið land nú þegar, flest konur og börn og þurfi á mannúðaraðstoð að halda í nágrannalöndum á komandi mánuðum.

Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) safnar hjálpargögnum í borginni Kryvyi Rih í miðri Úkraínu. © UNHCR/Anita Rudyk

Nauðsynlegar birgðir af mat, lyfjum og annarri nauðsynjavöru þarf að komast til svæðisins ásamt sálfræðiaðstoð og stuðning við þá sem hafa flúið, þ.á m. fólks með sérstakar þarfir og fylgdarlaus börn. Langflestir hafa flúið til nágranna ríkjanna þ.e. Póllands, Ungverjalands, Moldavíu, Rúmeníu og Slóvakíu eða til annarra Evrópuríkja.

Fólk á flótta frá Úkraínu kemur að landamærum Póllands á Medyka landamærastöðinni. © UNHCR/Chris Melzer

Í stríðsástandi geta margir upplifað sig vanmáttuga en það eru ýmsar leiðir færar sem almenningur getur aðstoðað með að veita mannúðaraðstoð þar sem hún er brýnust, t.d með því að styrkja viðurkennt hjálparstarf. Sameinuðu þjóðirnar veita marghliða mannúðaraðstoð bæði innan Úkraínu sem og í nágrannaríkjum, eins og t.d. UNICEF Barnahjálp SÞ, Flóttamannahjálp SÞ, UN Women, UNFPA Mannfjöldasjóður SÞ, IOM Alþjóðlega fólkflutningstofnun SÞ og WFP Matvælaáætlun SÞ.

Á Íslandi hafa tvær af þessum stofnunum hafið söfnun:

Neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu
UN women á Íslandi