Starfsnám hjá Mannfjöldasjóði SÞ í Afríku og Asíu

Opið er til umsóknar störf starfsnema hjá Mannfjöldasjóði SÞ (UNFPA) í Afríku og Asíu.

Um er að ræða starfsnám í 4-6 mánuði en áætlað er að starfsnemar hefji störf í september 2022. Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir ungt fólk á lokaári í grunnnámi eða í framhaldsnámi.

Allar frekari upplýsingar má finna hér að neðan. Ef spurningar vakna má hafa samband við Emmi Kallio, kynningafulltrúa UNFPA á Norðurlandaskrifstofu: kallio@unfpa.org / Sjá auglýsingu á Twitter