Á fyrsta fundi Leiðtogaráðs Landssambands ungmennafélaga (LUF) þann 6. apríl síðastliðinn var Inga Huld Ármann, fulltrúi SHÍ, var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði barna og ungmenna.
Inga Huld býr yfir reynslu af réttindabaráttu barna og því vettvangur sem þessi því ekki nýr fyrir henni. Inga hefur m.a. setið í ráðgjafahóp umboðsmanns barna þar sem hún kynnist vel helstu áherslum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar öðlaðist hún frekari þekkingu á málaflokknum í baráttu sinni fyrir bættum réttindum og aukinni þátttöku barna. Þá stóð Inga meðal annars að gerð námskeiða í þátttöku barna og gerð handbókar um samráð við börn í samstarfi við ungmennaráð UNICEF og Barnaheilla.
ECOSOC Youth Forum
Inga Huld kemur til með að sækja ungmennaráðstefnu efnahags- og félagsmálaráðs SÞ ( e. The Economic and Social Council (ECOSOC) Youth Forum). Ráðstefnan verður haldin rafrænt dagana 19. og 20. apríl nk. og þar mun Inga taka þátt í umboði ungs fólks á Íslandi.
Skipun ungmennafulltrúans og þátttaka hans er samstarf Landssambands ungmennafélaga, félags SÞ á Íslandi og mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Sendinefnd LUF
Kjör ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna skipar sæti í sendinefnd LUF hjá SÞ. Nefndin er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá SÞ. Hún starfar sem vinnuhópur, ráðgjafaráð, upplýsingaveita og brú á milli LUF, Félags SÞ á Íslandi og sendandi ráðuneyta. Fulltrúinn mun gegna embættinu þar til nýr tekur við.
Sendinefndin skipar nú fimm fulltrúa; á sviði mannréttinda, loftslagsmála, sjálfbærar þróunar, á sviði barna og ungmenna og á sviði kynjajafnréttis.
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi óskar Ingu Huld til hamingju með kjörið.