Ísland hefur nú fengið hæstu vottun og er jafnframt fyrsta landið til að hljóta slíka gullvottun, fyrir kynjajafnrétti samkvæmt jafnréttisáætlun Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í alþjóðlegu verkefni þeirra sem kallast “Gender Seal Program”.
UNDP (United Nations Development Program) vinnur með opinberum stofnunum og samtökum um allan heim að því að ná framúrskarandi stöðlum er varða jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. Markmið þeirra er að byggja upp jafnréttismenningu og samfélög án aðgreiningar.
Achim Steiner, framkvæmdastjóri UNDP afhenti Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands, viðurkenninguna við verðlaunaafhendingu í New York þann 26.apríl sl.
Verðlaunin eru viðurkenning á hlutverki Íslands sem leiðandi ríki í jafnréttisbaráttu og fyrir það hvernig landið hefur veitt öðrum innblástur, langt út fyrir landamæri þess.
Lönd eins og Ísland gegna lykilhlutverki fyrir UNDP í baráttu þeirra fyrir jafnrétti um allan heim en jafnrétti er mjög mikilvægt til að sporna við fátækt og ýta undir sjálfbærari lifnaðarhætti.
Ísland hefur staðið fyrir verkefnum í Malawi og Úganda í samvinnu við UNDP frá árinu 2019 er varða kynja- og jafnréttismál. Í Malawi hefur tíðni mæðradauða minnkað og aðgengi að getnaðarvarnarlyfjum orðið betra auk þess sem unnið er að því að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi.
Í Úganda hefur Ísland aðstoðað stjórnvöld við að komast yfir félagsalegar og menningarlegar hindranir, til dæmis með því að bæta aðgengi stúlkna að menntun.
UNDP viðurkennir stofnanir og lönd sem hafa uppfyllt alþjóðlega staðla um jafnrétti kynjanna. Þátttakendur geta fengið brons-, silfur- eða gullvottun.
UNDP veitir aðstoð og leiðbeinir stofnunum við skipulagsbreytingar á innviðum þeirra.
Jafnréttisviðurkenning UNDP er ein virtasta vottunin sem mælir hæfni og árangur opinberra stofnanna og einkastofnanna við að efla réttindi kvenna og innleiða janfréttismarkmið í fyrirtæki