Yfir 5 milljónir manns hafa nú flúið Úkraínu

Stríðið í Úkraínu hefur hrundið af stað einni stærstu stigvaxandi mannúðarkrísu sem sést hefur. Í gær náði tala flóttamanna sem flúið hafa Úkraínu 5 milljónum. Þess að auki eru rúmar 7 milljónir manns á vergangi innan landsins. Því eru um 12 milljónir manns á flótta.

Flestir hafa flúið til Póllands, eða nærri 3 milljónir manns. Fólk hefur flúið til Rúmeníu, Ungverjalands, Moldóvu, Slóvakíu, en líka til Rússlands og Hvíta Rússlands. Um 17% af úkraínsku þjóðinni er af rússnesku bergi brotnir og margir hafa það sem móðurmál.

Stofnanir standa í ströngu í samstarfi við stjórnvöld þessara landa til þess að auka mótttöku flóttamanna og að framkvæma hana á sem öruggastan hátt. Að senda hjálpargögn hefur reynst erfitt í sumum hlutum landsins þar sem mikil átök geisa þar enn.

En það sem við erum að sjá fram á varðandi flóttamenn í Úkraínu er í raun verndarkrísa fyrir konur og börn – en þau eru um 90% allra þeirra sem flýja yfir landamærin. Áhætturnar á kynbundu ofbeldi, mansali og misnotkun, sálræn áföll og aðskilnaður fjölskyldna aukast á tímum átaka. Og í ljósi þessarar kynbundu stöðu flóttafólks og þeirra staðreyndar að mörg börn hafa flúið ein, að þá eru þessar áhyggjur enn meiri en nokkru sinni fyrr í slíkum flóttamannafjölda sem nú blasir við. Flóttamannastofnun, UNHCR ásamt Barnahjálp SÞ, UNICEF hafa sett upp barnvæn svæði, svokölluð Blue-dots í mótttökuríkjum og við landamærin.

 

Það getur reynst erfitt að hafa tölu á þeim konum og börnum sem hafa komist í tæri við mansals hringi, en þær tölur eru enn mjög lágar. En það er gríðarlega mikilvægt að upplýsa flóttafólk um þessar áhættur. Upplýsa þarf flóttafólk að það gætu verið aðilar sem nýti sér veikleika þeirra og slæmrar stöðu þeirra og bjóðist til þess að veita þeim frían tilflutning, gistingu, vinnuaðstöðu o.fl. og það er gríðarlega nauðsynlegt að tryggja þessa þætti, sem og að tryggja stuðning ríkja við að einkenna fólk, aðstoða við skráningu þess, auka vernd og viðeigandi umsjá barna sem ferðast ein eða eru viðskila foreldra og fjölskyldur sínar. Við stendur að það þarf að styrkja kerfi til að skrá og skima stofnanir fyrirtæki og einstaka sjálfboðaliða sem bjóða flóttafólki stuðning. Flóttamenn þurfa að geta ferðast á öruggan hátt án þess að hafa áhyggjur á því að glæpasamtök nýti sér örvæntingafullar aðstæður þeirra.

Auðvitað hefur örlæti og samstaða gagnvart Úkraínumönnum verið hvetjandi. En það má ekki gleyma því að ríkin verða að koma í veg fyrir að fólk notfæri sér ástandið segir flóttamannafulltrú, Filippo Grandi. Þannig hefur Flóttamannastofnun SÞ hvatt landamæraeftirlit, löggæslumenn og félagsþjónustur á svæðinu til þess að styrkja aðgerðir gegn mansali.

Þörf er á samstilltu átaki yfirvalda allra ríkja sem sjá um mótttöku flóttamanna til þess að koma í veg fyrir misnotkun og brot á réttindum þeirra sem flýja stríð, allsstaðar.